Reglur um endurhæfingarlífeyri

Reglulega koma beiðnir til iðjuþjálfa Hlutverkaseturs um gerð endurhæfingaráætlana frá þeim sem sækja staðinn. Iðjuþjálfar aðstoða við gerð endurhæfingaráætlunar eftir ákveðnum reglum en aldrei við fyrstu komu. Ákveðinn lágmarkstími fer í undirbúning til að ná sem bestum árangri. Allir sem koma að endurhæfingarferlinu verða að ná tengslum sín á milli. Þá þarf viðkomandi að sýna í verki að hann sé tilbúinn að taka næsta skref í endurhæfingarferlinu. Vinnureglur Hlutverkaseturs varðandi gerð endurhæfingaráætlana eru eftirfarandi:
Þegar einstaklingur óskar eftir gerð endurhæfingaráætlunar bókar iðjuþjálfi tíma fyrir viðtal þar sem upplýsingaöflun fer fram. Í þessu viðtali mun iðjuþjálfinn t.d. biðja um bakgrunnsupplýsingar, ástæðu þess að sótt er um endurhæfingarlífeyri, fjölskylduhagi og hvert fólk stefnir að endurhæfingu lokinni. Nánari upplýsingar um skilyrði fyrir greiðslu endurhæfingarlífeyris má sjá á heimasíðu Tryggingastofnunar Ríkisins. Einnig er óskað eftir leyfi til að hafa samband við þann lækni sem skilar inn vottorði til TR vegna endurhæfingarlífeyris til að fá sent afrit af vottorðinu og til að stofna til tengsla við viðkomandi lækni. Ef fleiri fagaðilar koma að málefnum einstaklingsins er líka óskað eftir leyfi til að stofna til tengsla við þá.
Iðjuþjálfinn getur tekið sér allt að 4 vikur til að klára gerð endurhæfingaráætlunar. Sá tími fer til dæmis í að athuga hvort viðkomandi geti fylgt eftir áætlun s.s. að mæta reglulega og fylgja eftir eigin markmiðum. Tímann notar iðjuþjálfinn einnig til að stofna til tengsla við aðra fagaðila sem koma að áætluninni. Þetta gildir sérstaklega þegar einstaklingur er að byrja á endurhæfingarlífeyri.
Þegar komið er að endurnýjun á endurhæfingaráætlun þarf að tilkynna iðjuþjálfa það með góðum fyrirvara. Áður en að endurnýjunin er gerð fer iðjuþjálfi yfir hvernig hefur gengið að mæta, með þátttöku, líðan og áætlun aðlöguð miðað við það.
Ef þátttaka í starfsemi Hlutverkaseturs er hluti af endurhæfingaráætlun sem annar fagaðili hefur umsjón með er mikilvægt að tilkynna iðjuþjálfa það strax. Formlegt samstarf er forsenda þess að iðjuþjálfar Hlutverkaseturs geti staðfest mætingu þegar þess er óskað af hálfu starfsmanna TR. Ef það er ekki gert þá getur það haft áhrif á greiðslu endurhæfingarlífeyris.

Ársskýrslur

Hér má sjá pdf linka á árskýrslur síðustu ára:

Ársskýrsla 2017 AE Hlutverkasetur

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2016

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2015

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2014

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2013

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2012
Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2011

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2010

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2009

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2008

Árskýrsla Hlutverkaseturs 2007

Árskýrsla Hlutverkaseturs 2006

Ársskýrsla Hlutverkaseturs 2005

Bæklingar og dagatal