Knús á næsta leiti

Í ár er 10. árið sem að Hlutverkasetur býður gestum og gangandi upp á ókeypis faðmlag eða knús á Menningarnótt. Þessu uppátæki okkar hefur verið vel tekið og viljum við hvetja alla sem eiga leið hjá að næla sér í eitt knús já eða tvö. Í boði er að fá stutt knús, langt knús, knús fyrir einn og stundum tvo og þegar vel liggur á þá dettum við jafnvel í hópknús. Nældu þér í eitt knús, það bætir, hressir og kætir.

Við hvetjum alla sem þekkja okkur að koma og skella sér í knúsbol og taka þátt í að knúsa með okkur.

Hópknús

LAN og spuni byrja aftur eftir sumarfrí

Lanið er byrjað aftur. Það verður á fimmtudögum frá 13:30 – 16:00
Alexander verður á staðnum og aðstoðar þá sem vilja og þess þurfa.
Annars er leikið af fingrum fram.

Allir velkomnir sem hafa áhuga.
Mismunandi leikir í boði.

Spuninn er byrjaður aftur og nú í umsjón Maríu.
Fimmtudagar kl 14 – 16