Firmamerki Hlutverkaseturs

Leiðin framundan

Hugtakið Labyrinth er í kringum 4.000 ára gamalt. Labyrinth er ein leið, leiðin framundan, eina sem þarf að velja er hvort halda skuli áfram. Labyrinth er oft ruglað saman við hugtakið Maze sem er mun yngra eða aðeins um 500 ára. Maze er flókin leið þar sem auðvelt er að villast. Víða í Evrópu er að finna stór Labyrinth munstur mótuð með hellum eða flísum í gólf ýmissa bygginga s.s. í kirkjum og á spítulum. Hugmyndin er sú að meðan gengin er “leið lífsins” í Labyrinth mynstrinu er um leið hægt að hugleiða, öðlast þolinmæði og ná þar með betri tengingu við sjálfan sig.

Það eina sem hugsa þarf um þegar Labyrinth er gengið, er það hvort viðkomandi vilji ganga áfram, sem er táknrænt fyrir það að halda áfram í lífinu, horfa fram á veginn, stefna að markmiði eða kjarnanum, alltaf er hægt að líta í kring um sig og sjá miðjuna eða markmiðið. Hönnunarstofan fann sterka tenginu á milli Labyrinth og starfsemi Hlutverkaseturs, því var einfölduð útfærsla af Labyrinth valin sem firmamerki Hlutverkaseturs.