ATH!


Vegna núverandi takmarkana þá tökum við ekki við neinum nýjum einstaklingum til okkar. Við munum tilkynna það hér þegar við byrjum að taka aftur inn nýtt fólk. Vonum að þetta standi stutt yfir.

Athugið!!

Covid Covid Covid

Hver er ekki komin með nóg af Covid! Þetta er nú samt ekkert nýtt fyrir okkur. Skráningarblaðið á hurðinni verður tekið upp aftur svo við pössum upp á að fara ekki yfir leyfilegan fjölda sem nú er 20 einstaklingar, þar skrá sig ALLIR þegar þeir koma inn og stroka sig út þegar þeir fara.

Skráning í gestabókina er óbreytt, ALLIR skrá sig þar. Við biðjum fólk um að takmarka tíma sinn í Hlutverkasetri þegar þörf er á. Það þýðir að ef þú ert búin að vera lengi og það er orðið fullt þá gefum við fleirum séns á að koma.

Pössum upp á fjarlægðina sem nú eru 2 metrar. Við hvetjum fólk til að nota grímur. Getum þetta saman.

 

Covid Covid Covid

Who hasn´t gotten enaugh of Covid! But this is not new to us. We will start with the double sign in again. The one on the door where EVERYONE sign their name and then when leaving whipe their name out. The sign in with the guestbook is the same, EVERYONE sign in there. We are allowed to have 20 people at each time so we ask people to try to limit their time when needed. That means if you have been here for a long time and we are at capacity you give other people change to come.

We have to be carefull with distances and keep the space between us, now the 2 meter rule is back. We encourage people to use masks. Let´s do this together.

Kóvid 2021

Kóvid 2021

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu getur Hlutverkasetur ekki verið opið eins og vanalega.

Úthlutað hefur verið tímum vegna fjöldatakmarkana, ef þú hefur ekki fengið tíma, hafðu þá samband,  hlutverkasetur@hlutverkasetur.is. Ekki er tekið við nýjum einstaklingum eins og er. Eldhúsið verður lokað því verður ekki boðið uppá kaffi né veitingar. Við biðjum ykkur að aðstoða  okkur við að halda staðnum hreinum og sótthreinsa.

Gangan verður á sínum stað kl. 11.00 alla virka daga.

Uppl:

www.hlutverkasetur.is

Á samfélagsmiðlum,  @hlutverkasetur

Og í síma 6959285

ATH.

Ath. vegna fjöldatakmarkana niður i 10, verður lokað fyrir hadegi á morgun. Latum vita um nýtt skipulag fljótlega.

Göngutúrar

Vilt þú vera með í næstu göngu? Sendu Helgu póst á helga@hlutverkasetur.is og hún segir þér hvar hún hittir þig

Hreyfing er mikilvæg fyrir alla og sérstaklega á tímum sem þessum. Á facebook erum við að pósta slóðum á hreyfingu og ýmsu öðru fyrir ykkur að gera. Við berum ábyrgð á okkur sjálf. Við skiptum öll máli

Vegna hertra sóttvarnarlaga

Nú eru breyttir tímar og Hlutverkasetur ekki opið með hefðbundnum hætti. Við erum búin að úthluta fólki ákveðnum plássum sem það má mæta í. Eldhúsið verður lokað og því ekki hægt að borða eða fá sér kaffi. Við biðjum alla um að sinna sóttvörnum með okkur og fækka öllum snerti flötum. Ef við erum ekki búin að hafa samband varðandi tíma máttu endilega heyra í okkur í gegnum Facebook eða á hlutverkasetur@hlutverkasetur.is
Fyrirkomulagið verður þannig að hurðin verður opnuð rétt áður en tíminn á að byrja og svo verður henni lokað 15 mínútum eftir að tíminn hefst. Hurðarlokunin er vegna þess að við viljum passa að aldrei séu fleiri en 10 manns í einu á staðnum og svo hægt sé að sótthreinsa á milli hópa. Þegar úthlutuðum tíma er lokið verðum við að biðja fólk um að yfirgefa staðinn svo hægt sé að undirbúa komu næsta hóps.
Daglega klukkan 11 verður farið í gönguferðir frá Hlutverkasetri sem allir geta tekið þátt í.
Í skipulagningu eru síðan viðburðir á Zoom sem verða tilkynntir síðar