Jólakveðja

https://youtu.be/0uAcoWk5Blc

Jólaskákmótið á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið mánudaginn 12.desember kl. 15.00. Mótið fer fram í hinum eina sanna samkomusal á Kleppi. Við lofum flottri jólastemmningu , heitu jólakaffi,  girnilegu meðlæti, og glæsilegum vinningum (verðlaunapeningar og bókavinningar).

Nú er komið að því að halda þetta flotta jólamót, enda hefur ekki verið hægt að halda það vegna faraldursins sl. 3 ár eða síðan desember 2019.

Mótið er liðakeppni ( þrír einstaklingar í liði ) Allar deildir bæði á Kleppi og á Landspítalanum, athvörf og búsetukjarnar geta tekið þátt. Ef vandræði er að smala saman í lið, þá er það engin fyrirstaða, hægt er búa til lið úr samsettum deildum, búsetukjörnum eða athvörfum, (oft eru liðin púsluð saman á mótstað)

Fyrst og fremst er að mæta, og taka jólaskapið með.

Tefldar verða 5 mínútna skákir.

Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Hörð Jónasson sími 7774477 eða Róbert Lagerman sími 6969658.

Allir hjartanlega velkomnir, áhorfendur sem keppendur.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

 

Göngutúrar

Vilt þú vera með í næstu göngu? Sendu Helgu póst á helga@hlutverkasetur.is og hún segir þér hvar hún hittir þig

Hreyfing er mikilvæg fyrir alla og sérstaklega á tímum sem þessum. Á facebook erum við að pósta slóðum á hreyfingu og ýmsu öðru fyrir ykkur að gera. Við berum ábyrgð á okkur sjálf. Við skiptum öll máli

Vegna hertra sóttvarnarlaga

Nú eru breyttir tímar og Hlutverkasetur ekki opið með hefðbundnum hætti. Við erum búin að úthluta fólki ákveðnum plássum sem það má mæta í. Eldhúsið verður lokað og því ekki hægt að borða eða fá sér kaffi. Við biðjum alla um að sinna sóttvörnum með okkur og fækka öllum snerti flötum. Ef við erum ekki búin að hafa samband varðandi tíma máttu endilega heyra í okkur í gegnum Facebook eða á hlutverkasetur@hlutverkasetur.is
Fyrirkomulagið verður þannig að hurðin verður opnuð rétt áður en tíminn á að byrja og svo verður henni lokað 15 mínútum eftir að tíminn hefst. Hurðarlokunin er vegna þess að við viljum passa að aldrei séu fleiri en 10 manns í einu á staðnum og svo hægt sé að sótthreinsa á milli hópa. Þegar úthlutuðum tíma er lokið verðum við að biðja fólk um að yfirgefa staðinn svo hægt sé að undirbúa komu næsta hóps.
Daglega klukkan 11 verður farið í gönguferðir frá Hlutverkasetri sem allir geta tekið þátt í.
Í skipulagningu eru síðan viðburðir á Zoom sem verða tilkynntir síðar

ATH!

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða þá verður lokað mánudaginn 2. nóvember. Starfsfólkið mun funda til að finna nýjar lausnir miðað við hámark 10 manns á sama stað. Við höfum svo samband við ykkur og póstum á samfélagsmiðlum hvaða leiðir verða færar. Farið vel með ykkur, haldið fjarlægð, þvoið hendur og sprittið.

ZOOM

Vekjum athygli á að það er hægt að heyra í okkur í gegnum zoom