Malva Valkyrja Gimoeno

Malva Valkyrja Gimoeno

Starfsmaður Employee

Malva Valkyrja Gimeno er frá Valencia, Spáni. Hún kom til Íslands 2012. Á unglingsaldri fann hún þörf fyrir að skoða heiminn. Hún vildi finna land þar sem væri ekki mikil sól, kalt, dimmt og fámennt. Draumalandið hennar varð Ísland. Hún bjó fyrst  á Akureyri og þar eignaðist hún dóttur sem er ljósgeislinn hennar. Síðan flutti hún til Reykjavíkur. Hún hóf nám í afbrotafræði á Spáni en hefur áhuga á iðjuþjálfun. Hún hefur aðallega unnið í þjónustustörfum síðast liðin ár. Hún elskar tónlist, allt sem tengist Goth, sönnum sakamálum, náttúru Íslands og eldamennsku. Hún er ljúf, feimin, hörkudugleg og allsherjar reddari. Hún veit hvað það þýðir að vera útlendingur, tala ekki tungumálið og að missa ástvin. Hún aðstoðar Önnu í listsköpun, kennir spænsku, gengur í hvað sem er, skúrar skrúbbar, bónar, eldar mat og bakar. Hún er sérfræðingur í að dreifa ást og kærleik í öll skúmaskot.