Óskar Ögri Birgisson

Starfsmaður Employee

Óskar Ögri Birigisson hefur viðað að sér fjölþættri þekkingu við nám og störf í gegnum árin.
Hann er yfir meðallagi hógvær, lætur lítið fyrir sér fara og er ekki að uppljóstra hvað hann kann.
Í Hlutverkasetri er hann kallaður til ef eitthvað fer úrskeiðis sama hvað það er, heimasíðan, læsingar, hurðarhúnar, stangir og flest það sem flokkast undir almennt vesen. Hann tekur í spil hvort sem það eru venjuleg spil eða spilamennska og sér m.a. um tónlistarhópinn á staðnum. Fólk sem kann á hljóðfæri og langar til að taka smá djamm þá er hann tiltækur.
Sambýlingur Óskars hún Mangó hefur reynst áskorun varðandi uppeldisaðferðir og markasetningu, Mangó er kanína. Henni er ekki alveg treystandi en hefur veitt drengjum Óskar mikla ánægju og kæti.
Óskar er einstaklega bóngóður og gott að eiga hann að og hafa hann sem starfsmann.