Kremena Demireva

Kremena Demireva

Dansari og Verktaki Dance Instructor and Contractor

Kremena Demireva

Kremena er fædd og uppalin í Búlgaríu. Hún nam kvikmyndafræði þar í landi og útskrifaðist sem kvikmyndasmiður á níunda áratugnum. Hún varð ástfangin, gifti sig og fylgdi síðan sínum manni sem var boðin vinna á Íslandi sem íþróttaþjálfari. Árin liðu, Kremena eignaðist 3 börn. Hún vann lengst af sem leiðbeinandi hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar. Fyrir nokkrum árum varð Kremena fyrir áfalli, missti sjálfstraustið og akkerið í lífi sínu. Hennar ástríða er saumaskapur, hönnun, dans og mannnrækt. Hún þolir illa misrétti og mismunun og liggur ekki á skoðunum sínum. Ásamt því að kenna Zumba í Hlutverkasetri, tekur hún að sér viðgerðir á fötum, aðstoðar við saumaskap og tekur verkefni að sér á vegum Árbæjarsafns. Hún vinnur jafnframt sem liðveisla hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og sinnir konum sem hafa einhverra hluta vegna einangrast. Kremena er afar jákvæð, vinsæl á meðal jafninga og alltaf stutt í grínið.

Kremena Demireva is an educated filmmaker. At Hlutverkasetur she began as a participant but now teaches Zumba and other latin dances.

Alongside her job as a dance instructor at Hlutverkasetur she works at Geðhjálp and the City of Reykjavík as a paraprofessional. There she assists women who have for various reasons become isolated from society.

Through her own experience Kremena knows what it’s like to lose the confidence and anchor of your own life. Her passion is sewing, design and dance. She can’t stand miscrimination of any kind and will never keep quiet about her opinions on the subject!