Um helgin!

Næstu psychodrama vinnustofur í Hlutverkasetri verða:
27. og 28. mars og 24. og 25. apríl 2015
föstudaga kl. 16.30 – 19 og laugardaga kl. 10 – 16

Unnið verður eftir aðferðum og hugmyndum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama.
Sé orðið psychodrama þýtt beint merkir það athöfn sálar og lýsir þá afar vel því sem fram fer þegar unnið er samkvæmt kenningum Moreno. Sálin vinnur og finnur lausnir á því sem þvælist fyrir okkur í daglegu lífi. Við eyðum oft miklum tíma og orku í að endurlifa atvik úr fortíðinni sem hafa reynst okkur erfið. Í psychodrama er unnið á virkan hátt með það að finna leiðir til þess að veita þeirri orku í jákvæðari farveg.
Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda en aldurstakmark er átján ár.
Alger trúnaður skal vera um þá vinnu sem fram fer á vinnustofum í psychodrama.

Trausti Ólafsson leiðir vinnustofuna
Hann útskrifaðist með The Advanced Diploma in Psychodrama frá The Northern School of Psychodrama í Englandi vorið 2004. Trausti hefur leitt vinnustofur í psychodrama í Hlutverkasetri frá árinu 2009.
Skráning hjá Trausta á netfanginu to@hi.is
Skráningargjald fyrir hverja helgi: kr. 3.500