Smellið hér til að sjá bæklinginn

Opið hús

Á fimmtudögum milli 13 og 14 erum við með kynningar á Hlutverkasetri. Hefur þú áhuga á að kynna þér starfsemina. Allir velkomnir. Vinir, vandamenn, forvitnir og þeim sem láta sig fólk varða.

Við bjóðum upp á jákvætt umhverfi

Við hvetjum þá, sem misst hafa vinnuna eða önnur mikilvæg hlutverk að koma í Hlutverkasetur og taka þátt í að byggja upp jákvætt umhverfi, koma reglu á lífið, og kynnast fólki í svipuðum aðstæðum.  Í gegnum þátttöku í verkefnum deilum við hugmyndum og vinnum saman.

Við veitum stuðning

Starfsfólk Hlutverkaseturs veitir  hvatningu og stuðning, í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni til að aðlagast breyttum aðstæðum. Í Hlutverkasetrinu starfa m.a. iðjuþjálfar ásamt einstaklingum sem hafa mikla lífsreynslu og sjálfboðaliðum í mannrækt.

Sjálfboðaliðar óskast

Ert þú til í að leggja okkur lið? Hefur þú eitthvað fram að færa sem gæti komið öðrum að gagni til að gera lífið skemmtilegt? Erum opin fyrir öllu, námskeiðum, fyrirlestrum, lærdómi, uppákomum, nærveru og stuðningi. Ef svo er vertu í samband við okkur í Hlutverkasetri.

Staðsetning

Hlutverkasetur er staðsett að Borgartúni 1.

Sími Hlutverkaseturs er: 517-3471  gsm: 695-9285

Gengið er inn sjávarmegin og erum við staðsett á annarri hæð.

KortHúsið