Þór Sigfússon

Þór Sigfússon

Meðstjórnandi

Þór Sigfússon er stofnandi Sjávarklasans. Hann er með B.A.- og meistarapróf í hagfræði frá University of North Carolina í Bandaríkjunum og doktorsnafnbót frá Háskóla Íslands.

Þór var ráðgjafi fjármálaráðherra 1993–1998. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans árið 1998 og framkvæmdastjóri Verzlunarráðs til ársins 2005. Hann var forstjóri Sjóvár 2005–2009.

Þór hefur skrifað og ritstýrt fjölda greina og bóka um hagfræðileg efni og stjórnmál. Hann var með í bakhjarlahópnum í aðdraganda þess að Hlutverkasetur var stofnað. Þegar hann var forstjóri Sjóvár gerði hann tilraunasamning við Hlutverkasetur í tengslum við geðræn veikindi starfsfólks Skýrr.
VIRK starfsendurhæfingarsjóður kom síðan í kjölfarið.

Þór studdi atvinnuþátttökuverkefnið Útrás og var því fenginn inn í stjórn Hlutverkaseturs þegar Árni Gunnarsson hætti.