Entries by Hlutó

Viðtal við Stefán á Stöð 2 – flott framtak!

Stefán Sveinbjörnsson starfsmaður í Hlutverkasetri kom nýlega fram í sjónvarpsþáttaröðinni Doktor á Stöð 2 þar sem hann lýsir þunglyndi á hátt sem lætur engan ósnortinn. Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá viðtalið: http://visir.is/lysir-thunglyndi-a-hatt-sem-laetur-engan-osnortinn/article/2013131129067

Geðveik jól til styrktar Hlutverkasetri

Það var líf og fjör í Hlutverkasetri í dag. Tökulið Sagafilm mætti á staðinn til að taka upp fyrir Geðveik jól, tvo þætti sem sýndir verða í Ríkissjónvarpinu 12. og 19. desember. Geðræktar-verkefnið GEÐVEIK JÓL, styrkir í ár þrjú félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að styðja við bakið á fólki sem glíma við […]

Myndlistarsýning í 002 Gallery

Hlutverkasetur stóð fyrir myndlistarsýningu í 002 Gallerí í Hafnarfirði helgina 1.- 3. mars. 002 Gallerí dregur nafn sitt af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja. Kveikjan að þessu samstarfi var fyrirlestur Birgis í Hlutverkasetrinu fyrr í vetur um að „finna […]

Takk fyrir frábæran dag!

Við viljum þakka fyrir skemmtilegt opið hús í dag. Við héldum upp á geðræktarvikuna að þessu sinni með því að opna myndlistarsýningu eftir listamenn Hlutverkaseturs. Vinir og vandamenn gáfu sér tíma og nutu listaverkanna með okkur. Bornar voru fram kræsingar, trúbadorinn Helgi Valur tók nokkur vel valin lög bæði þar sem hann söng einn og […]

Faðmlögin í ár

Við þökkum öllum sem tóku þátt í faðmlögunum á Menningarnótt 18.ágúst. Þetta er í fjórða skiptið sem þetta uppátæki er endurtekið og viðtökurnar alltaf góðar.