Kremena Demireva

Kremena Demireva

Dansleiðbeinandi/verktaki

Kremena Demireva er lærður kvikmyndagerðarmaður. Hún byrjaði sem þátttakandi hjá Hlutverkasetri en leiðbeinir nú áhugasömum í Zumba og öðrum latínudönsum.

Jafnframt því að kenna dans í Hlutverkasetri, vinnur hún hjá Geðhjálp og er stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Þar sinnir hún konum sem hafa einhverra hluta vegna einangrast.

Kremena þekkir að eigin raun að missa sjálfstraustið og akkerið í lífi sínu. Hennar ástríða er saumaskapur, hönnun, dans og mannnrækt. Hún þolir illa misrétti og mismunun og liggur þar ekki á skoðunum sínum.