Takk fyrir frábæran dag!

starfsdagur-opic3b0-hus-og-fleira-030

starfsdagur-opic3b0-hus-og-fleira-035

Við viljum þakka fyrir skemmtilegt opið hús í dag. Við héldum upp á geðræktarvikuna að þessu sinni með því að opna myndlistarsýningu eftir listamenn Hlutverkaseturs. Vinir og vandamenn gáfu sér tíma og nutu listaverkanna með okkur. Bornar voru fram kræsingar, trúbadorinn Helgi Valur tók nokkur vel valin lög bæði þar sem hann söng einn og við öll tókum undir með honum. Muhamed okkar söng spontant á portúgölsku frá hjartanu um veru sína hér á Íslandi við mikla lukku (enda skildi enginn textann). Gjörningur var framinn fyrir utan Hlutverkasetur þar sem ókláraðir leirmunir leystust upp í frumeindir sínar með miklum tilþrifum. Sjá myndbrot í næstu viku.

Bendum á umfjöllun um Hlutverkasetur í Fréttatímanum í dag. Hér er linkur á blaðið, greinin er á blaðsíðu 26-30
http://frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/05_oktober_2012_LR_.pdf

Við bendum á að myndlistarsýningin stendur til 10.október. Allir velkomnir að líta við í kaffi og list.