Leiklistarstarf Hlutverkaseturs nýtur styrks

Góðir gestir komu í Hlutverkasetur miðvikudaginn 6. mars. Það voru þau Ólafur Ó Johnson og Valdís Albersdóttir sem fyrir hönd Ó Johnsons og Kaaber veittu List án landamæra og Hlutverkaseturleiklistahópnum styrk til þátttöku í listahátíðinni List án landamæra. Hátíðin verður haldin um allt land í apríl og maí og mun leiklistahópur Hlutverkaseturs vera með ýmsa gjörninga á þessu tímabili. Þau Trausti Ólafsson leiklistakennari í Hlutverkasetri og Íris Stefanía Skúladóttir fulltrúi List án landamæra veittu styrknum móttöku.

styrkur-o-jonsson-og-koper-008

f.v. Valdís Albersdóttir, Ólafur Ó Johnson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Sylviane Pétursson, Íris Stefanía Skúladóttir, Hlynur Jónasson, Trausti Ólafsson