Hvernig byrja ég í Hlutverkasetri?

    Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfsemi Hlutverkaseturs.
    1. Komdu í kynningu. Á þriðjudögum kl. 11 og fimmtudögum kl. 13 er opið hús fyrir kynningu.
    Í kynningunni er farið yfir starfsemina og þau námskeið sem eru í boði. Einnig er farið yfir hvernig fólk getur nýtt sér staðinn og hver næstu skref eru.
    2. Mættu! Komdu þegar þér hentar t.d. í kaffi og spjall eða veldu þér námskeið. Hlutverkasetur er fyrir alla sem náð hafa 18 ára aldri og vilja vera í jákvæðu umhverfi innan um annað fólk.
    3. Skráningarblað. Hlutverkasetur er rekið með þjónustusamningum og skráning því nauðsynleg. Því biðjum við alla að fylla út skráningarblað eftir að þeir byrja að sækja staðinn. Nálgast má skráningarblað á skrifstofu Hlutverkaseturs eða h

    Skoða má stundatöflu hér á síðunni

    Hægt er að skoða stundaskrána fyrir vikuna og sjá hvaða námskeið eru í gangi. Við tökum hugmyndum um ný námskeið fagnandi og reynum að mæta þörfum hvers og eins.
    Hlutverkasetur hvetur alla sem vilja halda sér virkum að nýta sér það sem í boði er. Hægt er að kíkja í kaffi og spjalla við fólk á staðnum eða sækja námskeið fólki að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru opin og þér er velkomið að bætast í hópinn.