Hvernig byrja ég í Hlutverkasetri?

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en þú heimsækir okkur í Hlutverkasetri og síðan í framhaldinu eftir nokkrar heimsóknir og þú vilt vita um hitt og þetta! Þú getur smellt í Stundaskrá og Námskeið hér til hliðar.

Mættu bara á staðinn til að byrja með, taktu með þér eigið verkefni, fáðu þér kaffi, te eða vatn og njóttu þess að vera innan um annað fólk á meðan þú ert að venjast staðnum. Hlutverkasetur er fyrir alla sem náð hafa 18 ára aldri.

Kíktu svo á kynningu á fimmtudögum þegar þú vilt kynnast starfsemi Hlutverkaseturs nánar og átta þig betur á einstökum þáttum!

Opnar kynningar eru á fimmtudögum kl. 13.00–14.00 en einnig er hægt að bóka kynningu á öðrum tímum með því að hafa samband við hlutverkasetur@hlutverkasetur.is eða í gegnum starfsmenn í síma 695 9285. Þú getur líka komið í heimsókn og beðið einhvern að kynna staðinn fyrir þér. Í kynningu er farið yfir hvað er í boði, hvernig fólk getur nýtt sér staðinn og hver næstu skref eru.

Þú getur líka skoðað upplýsingar um námskeiðin hér á síðunni strax og horft á myndbönd úr starfseminni!

Þú getur bæði skoðað stundaskrána fyrir vikuna og séð þannig hvaða námskeið eru í gangi þessa dagana eða smellt í námskeið og fengið frekari upplýsingar um námskeiðin sem eru í gangi. Myndböndin gefa líka einhverja hugmynd. Það eru fleiri námskeið á veturna en á sumrin. Við tökum hugmyndum um ný námskeið fagnandi og reynum að koma að þörfum hvers og eins.

Skráningarblað – mikilvægi þess að skrá sig

Hlutverkasetur er rekið með þjónustusamningum og skráning því nauðsynleg. Því biðjum við alla að fylla út skráningarblað eftir að þeir byrja að sækja staðinn að staðaldri. Skráningarblaðið má nálgast á skrifstofu Hlutverkaseturs eða hér á heimasíðunni.

Hlutverkasetur hvetur alla sem vilja halda sér virkum að nýta sér það sem í boði er á staðnum. Hægt er að kíkja í kaffi eða tölvuna, spjalla við fólk á staðnum eða sækja námskeið fólki að kostnaðarlausu. Flest námskeið eru opin og þér er velkomið að bætast í hópinn hvenær sem er. Nokkur námskeið þarf þó að skrá sig í og eru þau merkt í stundaskrá með stjörnu *.

Skráning á námskeið og kynningar á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 695-9285 eða 517 3471.

Stundaskrá

Námskeið

Skráningarblað