Ýmsar greinar úr fjölmiðlum sem tengjast Hlutverkasetri

    Frá árinu 2000

    Geðheilbrigði 27. jan. 2023

    Breyttar áherslur í geðheilbrigðiskerfinu

    Í þessum sjötta og síðasta þætti verður fjallað um breyttar áherslur í geðheilbrigðiskerfinu og hvað bæði sérfræðingar og fulltrúar notenda telja mikilvægt að breyta þegar að kemur að þjónustu við fólk sem tekst á við geðsjúkdóma.

    Viðmælendurí þættinum eru: Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs og varaformaður Geðhjálpar, Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun, Nanna Briem framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítalans og Nína Eck, fyrrum notandi geðþjónustu sem starfar sem jafningi á Landspítalanum. Nína er einnig meistaranemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

    Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.

    Hrós úti í búð getur gert gæfumuninn

    Fréttablaðið – 17. október 2020
    21. árgangur 2020, 223. tölublað, Blaðsíða 62

    Ótti og einangrun fylgir faraldrinum Elín Ebba greindist með COVID-19 í vor þegar fyrsta bylgjan reið yfir.

    Eiður Smári og borgarstjórinn mættust í góðgerðarleik í dag

    14. apríl 2018 | dv.is | Í dag fór fram góðgerðarleikur fyrir FC Sækó en leikið var í Egilshöll. Þangað voru margir þjóðþekktir einstaklingar mættir. Verkefnið FC Sækó eða „geðveikur fótbolti“ hófst í nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en FC Sækó er sjálfstætt íþróttafélag.

    FC Sækó og FC Kreisí mætast í hörkuleik

    13. apríl 2018 | visir.is | FC Sækó og FC Kreisí mætast í „geðveikum fótboltaleik” í Egilshöllinni á morgun. FC Sækó er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en tilgangur þess er að efla og auka virkni fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu og að draga úr fordómum.

    Fann sér tilgang í skáldsögunni

    15. desember 2017 | dv.is | Eftir að ég missti heilsuna var ég í ýmiss konar endurhæfingu í þrjú ár. Það var verið að reyna að endurhæfa mig til að geta unnið á kassa á Bónus eða eitthvað álíka – það gekk ekkert. Þegar ég fór svo á stað sem heitir Hlutverkasetur fannst mér í fyrsta skipti vera spurt af einlægni: „Hvað vilt þú gera?“ Þetta er þannig staður að maður þorði að svara: „Ég vil að minnsta kosti ekki vinna á kassa.“ Og þá var bara unnið út frá því,“ segir Hákon.

    Vill sjá sér­fræðinga á gólfið

    10. september 2017 | mbl.is | „Þegar við ræðum um geðheil­brigðismál för­um við alltaf í að finna söku­dólga. Nú er ekki passað nógu vel upp á fólk sem ligg­ur á geðdeild á Land­spít­al­an­um að það fyr­ir­fari sér ekki, það þarf að niður­greiða sál­fræðinga o.fl. Við för­um oft­ast í að skoða af­leiðing­ar en skoðum ekki jafn­mikið hvernig við sem sam­fé­lag get­um reynt að koma í veg fyr­ir þetta ástand.”

    Óskaði eftir vinkonu á Facebook

    25. apríl 2017 | visir.is | Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun.

    Skammast mín fyrir að vera ekki eins og margir

    24. mars 2017 | Fréttatíminn | Þegar Tryggvi fann að hann var að einangrast ákvað hann að fara í klúbbinn Geysi, sem var stofnaður líkt og aðrir svokallaðir Fountain house klúbbar til að koma í veg fyrir einangrun og einmanaleika þeirra sem höfðu útskrifast af sjúkrahúsum. „Þegar maður kynnist svona athvörfum á borð við Geysi eða Hlutverkasetri þá hefur maður stað til að fara á. Þegar maður byrjar að loka sig af þá verður maður einmana en maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að vera einmana. Ég fer sérstaklega á þessa staði til þess að hitta fólk.“

    Einmanaleikinn er böl okkar tíma

    17. mars 2017 | Fréttatíminn | Rannsóknir sýna að einmanaleiki er mikil ógn við heilsu okkar og ganga sumir svo langt að segja einmanaleikann vera einhverja mestu heilsufarsógn okkar tíma. Hvernig stendur á því að félagsleg einangrun fólks er að aukast og afhverju upplifir fólk sig einmana?

    Geðveik­ur fót­bolti í út­rás

    24. janúar 2017 | mbl.is | Verk­efnið Geðveik­ur fót­bolti, sem er sam­starfs­verk­efni geðsviðs Land­spít­ala, vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og Hlut­verka­set­urs, hef­ur fest sig í sessi og for­svars­menn liðsins FC Sækó vinna nú að und­ir­bún­ingi þriðju ut­an­lands­ferðar­inn­ar, sem verður á næsta ári. Hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af ein­stak­ling­um sem eiga við geðræna sjúk­dóma að etja og starfs­mönn­um á fyrr­nefnd­um sviðum og setri auk þeirra sem styðja við verk­efnið.

    Hamingjan er pólitík

    20. ágúst 2016 | Fréttatíminn | Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi hefur í áratugi unnið við að aðstoða fólk við að finna sinn farveg. Hún veitti iðjuþjálfunardeildum geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss forstöðu í tæpa þrjá áratugi. Auk þess að kenna við HA hefur hún undanfarin ár beint allri sinni orku í að breyta viðhorfum almennings til einstaklinga með geðraskanir og barist fyrir fjölþættari valkostum í meðferðarnálgunum. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs þar sem allir þeir sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnutengda endurhæfingu eru velkomnir.

    Þurfa tækifæri, ekki vorkunn

    7. nóvember 2015 | visir.is | Það koma svona 30-50 manns hingað daglega og sérstaða okkar er kannski sú að það er enginn að spyrja hvort það sé eitthvað að viðkomandi. Hér fær fólk bara að vera eins og það vill. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að fólk kemur hingað. Það getur verið vegna einangrunar, veikinda eða hvað sem er. Fólk kemur hingað á eigin forsendum og þú ert ekki píndur í neitt prógramm en getur búið til þitt eigið ef þú vilt og hér er margt í boði,“ segir Elín Ebba en boðið er upp á alls kyns námskeið og iðju.

    Að komast yfir ofbeldi tekur langan tíma

    26. júní 2015 | Fréttatíminn | María Gísladóttir er ein þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hefur leitað sér hjálpar í Hlutverkasetri, starfsendurhæfingu þar sem fólk er aðstoðað við að komast aftur úr í samfélagið eftir áföll eða veikindi. María syrgir þau mörgu ár sem það hefur tekið hana að komast yfir ofbeldið sem hún varð fyrir en þakkar fyrir þá dýrmætu vini sem hún hefur eignast í Hlutverkasetri. Hún er meðal þeirra sem í dag opna sýningu á andlitsmyndum í Gerðubergi og fagna um leið tíu ára afmæli setursins.

    Fundu nýja von hjá Hlutverkasetri

    5. mars 2015 | ruv.is | Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Þær segja að Hlutverkasetur hafi gefið þeim nýja von og þær fundu gleði og lífsvilja á ný eftir baráttu við þunglyndi, geðhvarfasýki og andlega vanlíðan í kjölfar ofbeldis.

    Finndu og ræktaðu hæfileika þína

    4. mars 2015 | visir.is | Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu. Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Edna Lupita, Kremena Demireva og María Gísladóttir skrifa.

    Reyndu Íslands­met í hóp­knúsi

    19. júlí 2014 | mbl.is | Geggjaði dag­ur­inn, fræðslu og vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag­ur þung­lynd­is og sjálfs­víga, fór fram í miðborg Reykja­vík­ur í dag. Kjör­orð dags­ins voru gleði og ánægja og tóku all­marg­ir þátt í hátíðar­höld­un­um. Hóf­ust þau á kertaf­leyt­ingu en lauk með til­raun til Íslands­mets í hóp­knúsi. Eng­um sög­um fer af því hvort það tókst.

    Að undirbúa jarðveginn fyrir atvinnulífið

    1. júní 2014 | Iðjuþjálfinn | Útrás er tilraunaverkefni á vegum Hlutverkaseturs sem hófst með samstarfi iðjuþjálfanna Sylviane Pétursson og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur. Markmiðið er að auka atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og fræða atvinnulífið um þarfir einstaklinga með skerta starfsgetu. Einnig að vinna gegn fordómum og mismunun og vekja áhuga háskólasamfélagsins á mikilvægi málaflokksins í tengslum við félagsauð og hagsæld.

    Flesta langar til að vinna

    8. júní 2014 | ruv.is | Adda Guðrún Sigurjónsdóttir starfar á Hlutverkasetri í Reykjavík en sjálf er hún 75% öryrki. Hún segist verða vör við mikla neyð og fátækt hjá öryrkjum um þessar mundir. „Það er mjög algengt að fólk eigi ekki peninga síðustu tíu daga mánaðarins. Þá er ég að meina að fólk eigi ekki einu sinni fyrir mat. Það er algengara en hitt,“ segir hún.“

    Fátækt og atvinnuleysi alvarlegt vandamál

    25. maí 2014 | ruv.is | Hlutverkasetur þyrfti að vera í öllum hverfum og sveitarfélögum, til að koma atvinnulausum út úr einangrun, inn í rútínu og þaðan út á vinnumarkaðinn. Þetta segir kona sem hefur verið án atvinnu lengi. Félagsráðgjafar óttast að ungmenni og sérstaklega ungir karlmenn geti fest í varanlegri fátæktargildru í kjölfar langtíma atvinnuleysis.

    Um námskeið fyrir ungt fólk í Hlutverkasetri

    29. janúar 2013 | Bylgjan | Geggjaði dag­ur­inn, fræðslu og vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag­ur þung­lynd­is og sjálfs­víga, fór fram í miðborg Reykja­vík­ur í dag. Kjör­orð dags­ins voru gleði og ánægja og tóku all­marg­ir þátt í hátíðar­höld­un­um. Hóf­ust þau á kertaf­leyt­ingu en lauk með til­raun til Íslands­mets í hóp­knúsi. Eng­um sög­um fer af því hvort það tókst.

    6000 börn búa við erfiðar aðstæður vegna áfengisneyslu foreldra

    19. október 2012 | Fréttatíminn | Börn sem búa við erfiðar aðstæður á heimili sínu hittast á Hlutverkasetri á miðvikudögum. Mörg þeirra eiga foreldra sem misnota áfengi líkt og Emilía María. „Emilía og aðrir krakkar sem hingað koma segja gott að koma hingað því hér fái þau að vera þau sjálf,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir hjá Hlutverkasetri. „Þau tala við krakka í svipuðum aðstæðum og við höfum líka verið með svona sófakrók þar sem krakkarnir fá að tala við mömmur sem hafa barist við geðsjúkdóma og alkóhólisma. Krökkunum finnst það mjög gott því þá sjá þau að mömmur vilja alveg ná bata og að sjúkdómurinn er ekki krökkunum að kenna,“ útskýrir Elín Ebba.

    Að missa vitið og finna það aftur

    5. október 2012 | Fréttatíminn | Í um þrátíu ár hefur Elín Ebba Ásmundsdóttir starfað innan geðbatterísins. Fyrir nokkrum árum, eftir hartnær þrjá áratugi, sagði hún upp á geðdeild Landspítalans, gekk út og stofnaði Hlutverkasetur. Hún komst nefnilega að því að bati frá geðveiki hafði svo miklu meira að gera með allt annað en geðlyf og geðlækna, eins yndislegir og þeir geta samt verið. Mikael Torfason kíkti í heimsókn til Elínar Ebbu og ræddi við hana um lífið og geðveiki og margt annað.

    Ekki sjálfsagt að líða vel

    22. september 2012 | Fréttablaðið | „Komdu inn fyrir, en farðu í skóhlífar, hér fer enginn inn á skónum,“ segir Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir sem tekur á móti blaðamanni í húsnæði Hlutverkasetursins í Borgartúni 1. „Hér eru mættir tólf unglingar í dag, allir strákarnir eru reyndar í eldhúsinu en stelpurnar völdu skartgripa- og
    sjálfsmyndagerð í dag,“ útskýrir hún og bendir í átt að eldhúsinu þar sem umfangsmikil pitsugerð stendur yfir og að stóru borði þar sem ægir saman úrklippum, leir, skærum og litum.

    Átti ekki vinkonu til að hringja í

    24. desember 2010 | Morgunblaðið | „Ég var svo einangruð þegar ég kom fyrst í Hlutverkasetur að ég gat varla talað. Hafði ekkert að ræða um og fyrstu mánuðina talaði ég varla við nokkurn mann. Allt í einu fór að opnast fyrir það,“ segir Ágústa Karla Ísleifsdóttir. Hún hefur komið fram og rætt um reynslu sína í tengslum við Evrópuár gegn fátækt.

    Greina þarfir annarra með geðraskanir

    23. nóvember 2010 | Fréttablaðið | Einstaklingar með geðraskanir geta skipt lykilmáli í að greina þarfir og þjónustu við aðra sem eins er ástatt um. Ný aðferðafræði í rannsóknum nýtir sér reynslu fólks með geðraskanir til að taka viðtöl og greina viðhorf þeirra. Þessi nálgun, „Notandi spyr notanda“, er að norskri fyrirmynd og var
    rædd á málþingi í Reykjavík nýverið.

    Huldufólk þjóðarinnar

    29. september 2010 | Morgunblaðið | Fátækir fara huldu höfðu í íslensku samfélagi. Þeir eru hin dulda félagsgerð og rödd þeirra heyrist sjaldan á opinberum vettvangi. Hópur fólks sem stundar starfsemi Hlutverkaseturs sagði Morgunblaðinu frá bjargráðum við að brjótast út úr félagslegri einangrun, sem er tryggur förunautur fátæktarinnar.

    Fjall­kon­an lífguð við

    29. maí 2010 | mbl.is | Tug­ir manna tóku þátt í gjörn­ingi á veg­um leik­hóps Hlut­verka­set­urs í Reykja­vík í dag. Þar var með tákn­ræn­um hætti fjallað um þær raun­ir, sem ís­lenska fjall­kon­an hef­ur lent í á und­an­förn­um árum vegna fjár­mála­hruns­ins.

    Fólk hætti að vera áralaus bátur, nái í áttavitann og leggi af stað

    1. mars 2008 | mbl.is | Í Hlutverkasetri er veittur stuðningur og hvatning auk þess sem einstaklingar innan notendahópsins styðja og hvetja hver annan. „Það að fá tækifæri til að fá tilgang og vakna á morgnana og tilheyra hópi sem er að glíma við svipaða hluti er mjög hvetjandi. Hver og einn fær svo stuðning við að setja sér markmið og finna sinn farveg. Hætta þannig að vera áralaus árabátur, heldur ná í áttavitann og leggja af stað,“ segir Ragnheiður og að markmiðið sé að auka lífsgæðin.

    Atvinnuleg endurhæfing – Ný tækifæri til atvinnuþátttöku

    18. ágúst 2007 | mbl.is | Þau fyrirtæki sem skapa fólki með skerta starfshæfni möguleika til starfa leggja miklu meira til samfélagsins en þótt bein fjárframlög í styrktarsjóði kæmu til. Íslendingar hafa verið í fremstu röð varðandi atvinnuþátttöku fólks frá 15-64 ára, en það á ekki við um atvinnuþátttöku öryrkja. Það er ekki bara launaumslagið sem skiptir máli. Vinnustaðurinn er mikilvægur. Félagsskapurinn, tilfinningin að tilheyra hópi, finna sig í hlutverki og skipta máli.

    Vinnan göfgar manninn

    27. maí 2007 | mbl.is | Iðjuþjálfun hefur þróast og breyst í gegnum tíðina og víðast hvar í hinum vestræna heimi hefur iðjuþjálfun náð því takmarki að vera skilgreind sem fræðigrein með áherslu á vísindalega þekkingu og gagnreynt starf. Iðjuþjálfun hefur stóru hlutverki að gegna í að efla heilsu og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju fyrir alla þegna samfélagsins og færni og þátttaka fólks eru meginviðfangsefni iðjuþjálfunar.

    Um málefni geðfatlaðs fólks

    23. febrúar 2007 | mbl.is | Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna, sbr. drög að stefnu félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007-2016 og stefnu og framkvæmdaáætlun 2006-2010 vegna átaks ráðuneytisins í þjónustu við geðfatlað fólk og fella þjónustuna eins og unnt er að starfsemi annarra þjónustuaðila. Einnig að færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgengi að henni.

    Bætt þjónusta við geðfatlaða

    3. janúar 2007 | visir.is | Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu á föstudag. Samningurinn gengur út á að AE geri úttekt á þjónustu við geðfatlaða. „Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun átaks ráðuneytisins 2006-2010 í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson.

    Eflir sjálfstæði geðfatlaðra

    30.desember 2006 | mbl.is | Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði í gær þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu í félagsmálaráðuneytinu sem felur í sér úttekt á þjónustu við geðfatlaða, auk gerðar og miðlunar fræðsluefnis. Að sögn ráðherra mun samningurinn stuðla að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins árin 2006–2010.

    Mat á þjónustu við geðfatlað fólk

    29. desember 2006 | Velferðarráðuneytið | Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun 2006-2010 – átak ráðuneytisins í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. „Eftir því sem þekking okkar er meiri á því hvernig notendur meta þjónustuna sem veitt er þeim mun betri árangri getum við vænst þess að ná.

    Merkilegt framtak

    15. október 2006 | mbl.is | Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafði forgöngu um að einum milljarði króna af svonefndum símapeningum yrði varið til að bæta þjónustu við geðfatlað fólk. Að auki var ákveðið að veita 500 milljónir til viðbótar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra vegna búsetu- og stofnþjónustu við geðfatlaða.

    Mismunandi skoðanir

    11. október 2006 | mbl.is | Í gær var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn og í tengslum við hann stóð Lýðheilsustöð í samvinnu við Landlæknisembættið, Landspítala – háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Reykjavík og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík fyrir ráðstefnu um nýja hugsun í geðheilbrigðismálum. Í kynningu kom fram að á undanförnum árum hefði gagnrýni á hefðbundna meðferð geðröskunar aukist. Gagnrýnin beindist annars vegar að of mikilli áherslu á lyfjagjöf í meðferð og hins vegar að of lítilli áherslu á þætti sem auðvelduðu fólki með geðraskanir að lifa svokölluðu eðlilegu lífi í samfélaginu.

    Ný afstaða til bataferlisins

    24. ágúst 2006 | mbl.is | Hugarafl efnir í dag og á morgun til ráðstefnu á Hótel Sögu um geðheilbrigðismál. Yfirskrift ráðstefnunnar er Bylting í bata og meginefni hennar er valdefling og bati. Ráðstefnunni lýkur með opnum borgarafundi síðdegis á morgun, föstudag. Birgir P. Hjartarson frá Hugarafli sagði þetta vera fyrstu stóru ráðstefnuna sem samtökin hafa haldið frá því þau voru stofnuð fyrir rúmlega þremur árum. Tilgangurinn með ráðstefnunni er m.a. að leitast við að breyta afstöðu fólks til geðsjúkra.

    Aukið fé til geðheilbrigðismála leysir ekki vandann

    24. ágúst 2006 | mbl.is | Kannanir og rannsóknir meðal notenda leiða í ljós að ekki hafi tekist að aðstoða geðsjúka við að ná betri tökum á eigin lífi, að þeir séu ekki hafðir með í ráðum frekar en áður og að þverfagleg samvinna og samfella í meðferð hafi ekki aukist í takt við væntingar.

    Geðveikar stofnanir

    23. ágúst 2006 | mbl.is | Niðurstöður notendarannsókna/batarannsókna sýna að tryggja þurfi fjárhag og búsetu geðsjúkra. Niðurstöður sýna líka fram á mikilvægi aðgengis að félagslífi með þátttöku í atvinnulífi, menningu og/eða áhugamálum. Byggja þarf upp öflugt tengslanet í nærumhverfi og að viðkomandi sé í nánum tengslum við einhvern.

    Bylting í íslensku leikhúsi?

    23. ágúst 2006 | mbl.is | Penetreitor-verkefnið er frumlegt og áhugavert um margar sakir en eins og fjallað hefur verið um áður á síðum blaðsins fengu leiklistarnemarnir þrír sem að verkefninu standa aðstoð Hugarafls, hóps fólks með geðræn vandamál, til að móta sýninguna. Tilgangurinn með verkefninu var síðan að sjá hverju samstarfið myndi skila bæði til leikaranna og til geðsjúklinganna.

    Þörf á fleiri úrræðum

    25. júlí 2006 | visir.is | Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeilar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), segir að starfsemi geðdeildarinnar þurfi stöðuga umræðu og mikilvægt sé að fjölbreytt meðferðarúrræði standi sjúklingum til boða bæði innan og utan geðdeildar.

    Meðferðarúrræði úr takt við tímann

    24. júlí 2006 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka.

    Fleiri leiðir færar í þjónustu við geðsjúka

    18. júlí 2006 | mbl.is | Æ fleiri bæði innan notendahreyfinga og eins meðal fagmanna hafa velt því upp hvort ofurtrú á lyfjalausnum og aukaverkanir þeirra muni enda sem hluti vandamála framtíðarinnar. Lyfin eru kröftug hjálpartæki og geta slegið fljótt á sum einkenni en þau aðstoða ekki skjólstæðinga við að koma jafnvægi á líf sitt og sjá það í samhengi við reynslu. Lyfin taka ekki á draumum fólks né markmiðum þess í lífinu.

    Heilbrigðir geðsjúklingar

    17. júlí 2006 | mbl.is | Þegar heilbrigðisráðherrar Evrópu undirrituðu geðheilbrigðissáttmálann í Helsinki í janúar 2005 voru þeir jafnframt að undirstrika verðgildi og trú á manneskjunni; að hún sjálf hafi krafta til að breytast og þroskast. Mikilvægi umhverfisins er einnig dregið fram. Þannig felur geðheilbrigðisstefnan nú í sér breiðari nálgun sem mun breyta valdahlutföllum og áherslum í geðheilbrigðisþjónustunni.

    Geðsjúkir og leikarar taka höndum saman

    11. júlí 2006 | mbl.is | Penetreitor eftir Anthony Neilson vakti mikla athygli þegar það var sýnt síðasta sumar. Bæði þótti sýningin áhrifarík og frammistaða leikara eftirtektarverð, en ekki vakti síður athygli að uppfærslan var unnin í nánu samstarfi við Hugarafl, hóp fólks með geðsjúkdóma.

    Ég er vísindamaður vonarinnar

    4. janúar 2006 | mbl.is | „Þetta er mikill hamingjudagur. Okkur þykir vænt um að nemendur sýni Hugarafli áhuga með því að styrkja okkur á þennan hátt. Þessi gjöf kemur til með að nýtast til að skrásetja brautryðjendastarf okkar,“ sögðu Ragnhildur Bragadóttir og Margret Guttormsdóttir, meðlimir í Hugarafli, þegar þær veittu stafrænni myndavél viðtöku í gær í húsakynnum Hugarafls.

    Baug­ur út­hlut­ar 50,5 millj­ón­um úr styrkt­ar­sjóði

    22. desember 2005 | mbl.is | Hugarafl hlýtur eina milljón til stofnunar Hlutverkaseturs úr Styrktarsjóði Baugs.

    Geðorðin 10

    3. desember 2005 | mbl.is | Geðorðin tíu eru eftirfarandi: 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

    Einstaklingur er ekki sjúkdómur

    28. nóvember 2005 | mbl.is | „Ég met með hverjum og einum hvað hann getur gert og hvað hann getur ekki gert. Við setjum okkur markmið og ég hjálpa viðkomandi að efla sjálfstraust og öryggi til að geta gert það að raunveruleika sem hann langar til að gera. Sjálfstraust eflist nefnilega ekki við það að sitja heima og bíða eftir bata. Það þarf að gera eitthvað. Og þó lyf geti vissulega hjálpað, þá gerist ekkert ef fólk trúir ekki á sjálft sig.“

    Geðræktarkassinn

    10. október 2005 | mbl.is | Geðræktarkassinn ætti að vera til á hverju heimili rétt eins og sjúkrakassi. Innihald kassans er einstaklingsbundið. Í kassann á að leita þegar neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum. Geðræktarkassinn notast líkt og sjúkrakassinn, við minniháttar áföll, rifrildi eða skammir. Hann má líka nota ef við erum undir álagi, leiðist, erum einmana eða vantar stuðning.

    Gildi þess að láta gott af sér leiða

    1. október 2005 | Rotary International | Til þess að geta lifað í sátt við sjálf okkur og umhverfið og viðhaldið góðri heilsu þurfum við að sinna og taka mið af fjórum mismunandi þörfum. Þarfirnar fjórar eru þær líkamlegu, tilfinningalegu, vitrænu og andlegu. Líkamlegu þarfirnar tengjast m.a. mikilvægi þess að hreyfa sig og hvíla, nærast rétt, koma í veg fyrir sjúkdóma og slys, verða ekki fíkn að bráð, stunda áhættulaust kynlíf og búa í umhverfi sem ekki er heilsuspillandi.

    Búin að gefast upp á Landspítala

    14. september 2005 | visir.is | „Það er afar sárt að horfast í augu við það að spítali sem á að vera staður lækninga geti verið heilsuspillandi fyrir starfsfólk með hugsjónir, eins og ég tel mig vera.“ Þetta segir Elín Ebba Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún kveðst vera búin að gefast upp í baráttunni, – að sinni.

    Aðstandendur geðsjúkra skipta máli

    13. júní 2005 | mbl.is | Geðsjúkir sem náð hafa tökum á lífi sínu hafa flestir átt aðstandendur sem stutt hafa við bakið á þeim og aðstoðað þá við að halda lífsgæðum þrátt fyrir sjúkdóm. Aukin þekking og stuðningur við aðstandendur skilar sér því margfalt. Nú á tímum er mikill þrýstingur á að útskrifa skjólstæðinga sem fyrst en ekki er tekið tillit til þess álags sem fylgir því að vera með veikan einstakling heima.

    Hlutverk umhverfisins í mannrækt

    10. júní 2005 | mbl.is | Í nútíma samfélagi hafa lífsgæðin batnað, við getum leyft okkur meira, klætt okkur fínna og borðað hollari mat, en því miður oft á kostnað tengsla við aðra. Almenningur veit ekki lengur hvað það er sem skiptir máli í lífinu því hann lifir svo langt frá eigin eðli. Hann stundar ekki lengur iðju sem tengist því að lifa af. Hann er orðinn eins og ljónið sem fæðst hefur í dýragarðinum.

    Bætt geðheilsa er samfélagslegt átak

    8. júní 2005 | mbl.is | Breskir rannsóknaraðilar skoðuðu 2000 rannsóknir tengdar geðlyfjum yfir 50 ára tímabil og sáu að langflestar þeirra könnuðu aðeins hvort geðræn einkenni hefðu minnkað, ekki hvort fólk plumaði sig betur í lífinu, félagslega eða atvinnulega. Stöðugt koma á markaðinn ný geðlyf sem eiga að vera betri en þau gömlu. En hvort þau eru betri eða ekki vitum við ekki fyrr en eftir 40–50 ár.

    Hugarafl fékk hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar

    23. maí 2005 | mbl.is | Hugarafl hlaut hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar sem afhent voru á landsfundi flokksins í gær. Í skjali sem undirritað var af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, segir að Hugarafl hljóti verðlaunin fyrir áhrifaríkt framtak við að ryðja nýjar brautir í geðheilbrigðismálum.

    Okkur hefur skort rödd í umræðunni

    21. maí 2005 | mbl.is | Af hverju einblína menn á þá örfáu öryrkja sem hugsanlega misnota kerfið, í stað þess að beina sjónum að því hvað veldur fjölgun öryrkja og hvaða úrræði þau hafi til að byggja sig upp og komast aftur út á vinnumarkaðinn? Þetta voru meðal þeirra spurninga sem brunnu á viðmælendum Silju Bjarkar Huldudóttur, sem allir eru í starfsendurhæfingu í iðjuþjálfun geðsviðs LSH.

    Notendur og fagfólk taki sameiginlega ábyrgð á bata

    17. apríl 2005 | mbl.is | Hugaraflshópnum sem starfar að aukinni þátttöku og ábyrgð geðsjúkra á eigin bata, barst á dögunum öflugur liðsauki, en Héðinn Unnsteinsson, fræðimaður og starfsmaður WHO, tók nýlega sæti sem oddamaður í stjórn hópsins. Þetta segja Hugaraflsmenn skipta miklu máli, enda sé Héðinn sannkallaður reynslubrunnur.

    Aukin gæði geðheilbrigðisþjónustunnar

    17. febrúar 2005 | mbl.is | Markmiðið með verkefninu Notandi spyr notanda – nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra, var að veita geðsjúkum tækifæri til að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og koma á gagnvirku sambandi milli notenda og þeirra sem veita hana. Á sama tíma var unnt að skapa atvinnu fyrir geðsjúka og veita nemum tækifæri á að prófa í verki að vinna eftir hugmyndafræði sjálfseflingar.

    Breyttar áherslur í geðheilbrigðisþjónustu

    16. febrúar 2005 | mbl.is | Nýjar áherslur varðandi geðheilbrigðismál voru kynntar á ráðherraráðstefnu sem haldin var í Helsinki í janúar 2005. Þar kom m.a. fram að hverfa þurfi frá stofnanaþjónustu yfir í samfélagsþjónustu, efla þurfi notendur og aðstandendur til áhrifa á stefnumótun og þjónustu. Þetta þýðir kúvendingu í starfi með geðsjúkum og breytingar á valdahlutföllum og áhrifum í málaflokknum.

    Mikilvægt að efla forvarnir gegn sjálfsvígum

    21. janúar 2005 | mbl.is | Það vakti mikla athygli hve margir fulltrúar komu frá borgaralegu samfélagi á þessa ráðstefnu,“ segir Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), um ráðherraráðstefnu WHO um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í síðustu viku.

    Notandi spyr notanda

    17. október 2004 | mbl.is | Grasrótarstarf meðal geðsjúkra og í þágu geðsjúkra er orðið býsna öflugt og að mörgu leyti vaxtarbroddurinn í því sem er að gerast í málefnum þeirra. Í fyrradag kynnti hópur, sem nefnist Hugarafl – en þar eru á ferð iðjuþjálfar með reynslu af geðheilbrigðismálum og einstaklingar sem eiga við geðræn vandamál að stríða – niðurstöður verkefnis sem nefnist Notandi spyr notanda.

    Unnið að bættum hag geðsjúkra

    16. október 2004 | mbl.is | „Þetta er fyrsta stóra framleiðsluvaran okkar. Í okkar huga afar dýrmæt bæði vegna þess að það var verið að gera þetta í fyrsta skipti á Íslandi og viðbrögð hafa verið ótrúlega jákvæð hjá geðsviði LSH, starfsmönnum deildanna og síðast en ekki síst þeirra skjólstæðinga sem tóku þátt.“

    Brúa þarf bilið milli geðsjúkra og almennings

    10. september 2004 | mbl.is | Stofnunum fyrir geðsjúka var fækkað víðsvegar um heim þegar sýnt var að þjónustan sem þar var veitt, stóðst ekki væntingar. Geðsjúkir misstu einfaldlega hæfnina til að lifa utan sjúkrahúsveggjanna. Það er því ekki tilviljun að þeir sem náð hafa bata eftir langa sjúkrahúsdvöl segist hafa lifað af stofnanavist.

    Geðheilbrigðismál koma öllum við

    9. september 2004 | mbl.is | Geðræn vandkvæði eru algeng hér á landi ef miðað er við öll þau geðlyf sem innbyrt eru á degi hverjum. Tölfræðin segir okkur að einn af hverjum fjórum muni einhvern tíma á ævinni þurfa að kljást við geðræn vandamál. Þótt hægt sé að aðstoða flesta með hefðbundnum aðferðum eru alltaf einhverjir sem heltast úr hringiðu mannlífsins og ná ekki aftur tökum á lífinu.

    Efling iðju- og starfsendurhæfingar er það sem koma skal

    6. september 2004 | mbl.is | Vaxandi örorka á Norðurlöndum hefur kallað á sértækar aðgerðir með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu og eftirfylgd. Fjármunir, sem varið er til starfsendurhæfingar í Svíþjóð, hafa skilað sér margfalt til þjóðarbúsins og hagfræðilegir útreikningar þar sýna að hver króna sem varið er til starfsendurhæfingar skili 9 krónum til baka til þjóðfélagsins.

    Meðferð og endurhæfing geðsjúkra

    15. júní 2004 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH, sagði frá athyglisverðum hugmyndum um meðferð og endurhæfingu geðsjúkra í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Beinast þær að því að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu sjúklinga og gera þeim kleift að bera ábyrgð á eigin lífi og læra að lifa með sjúkdómi sínum.

    Sjálfstraust og sjálfsvirðing skiptir öllu

    13. júní 2004 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH, segir að færa þurfi ábyrgð á meðferð til geðsjúkra sjálfra. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við hana um gæðaeftirlit á geðdeildum, bataletjandi áhrif sjúkrastofnana og nauðsynina á skilvirkara heilbrigðiskerfi.

    Gæðaeftirlit á geðdeildum

    13. júní 2004 | mbl.is | Gæðaeftirlit með meðferð geðsjúkra hefst hér á landi í sumar. Hlutverkasetur, atvinnusköpun fyrir geðsjúka, hefur fengið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og heilbrigðisráðuneytinu til að hrinda gæðaeftirlitinu í framkvæmd. Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að reynsla og þekking geðsjúkra verði nýtt til að leggja mat á þjónustuna.

    Nútímaendurhæfing er pólitísk

    13. júní 2004 | mbl.is | Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri og er fjögurra ára nám. Námið er bæði bóklegt og verklegt og markmiðið með því er að búa nemendur undir að gegna margvíslegum störfum sem tengjast iðjuþjálfun innan heilbrigðis- og félagsþjónustukerfisins.

    Notandi spyr notanda

    10. júní 2004 | mbl.is | Geðdeildir á Íslandi rannsaka gæði þjónustuforma sem þær bjóða upp á en slíkt er yfirleitt unnið af fagfólki fyrir fagfólk og sjaldan er niðurstöðum fylgt nógu vel eftir. Þar að auki er sjaldan talað beint við notendur þjónustunnar. Nú er von á breytingum hvað það síðarnefnda varðar.

    Geðsjúkir í bata séu sýnileg fyrirmynd

    18. maí 2004 | mbl.is | Hlutverkasetur, atvinnusköpun fyrir geðsjúka, hlaut aðalviðurkenningu Brautargengis, námskeiðs Impru fyrir konur sem luma á viðskiptahugmyndum. Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, fór á námskeiðið til að hrinda hugmyndum sínum og samstarfsaðila í framkvæmd um aukinn sýnileika geðsjúkra í samfélaginu, og jákvæða valdeflingu.

    Viðhorfsbreyting

    30. apríl 2004 | mbl.is | „Mér verður oft hugsað til geðsjúkra; valda- og áhrifaleysis þeirra í heilbrigðiskerfinu, ekki síst nú þegar sparnaðaraðgerðir ríða yfir. Áhrifaleysi bitnar á heilsunni og þegar framlag okkar eða skoðanir hafa lítið sem ekkert að segja getur það leitt til streitu sem birst getur í ýmsum myndum s.s. máttleysi, doða, kvíða, svefntruflunum og alls kyns líkamlegum verkjum.“

    Nýr atvinnuvegur í samvinnu við geðsjúka

    5. mars 2004 | mbl.is | Hugarafl er hópur fólks sem átt hefur við geðsjúkdóma að stríða, en er í bata og starfar nú á vegum iðjuþjálfunar í heilsugæslunni. Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára sem Tryggingastofnun ríkisins í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar til að styrkja heilsugæsluna

    Þora, geta, vilja

    11. janúar 2000 | mbl.is | Þrátt fyrir aukna þekkingu á eðli geðsjúkdóma, betri geðlyf og auðveldara aðgengi að læknisþjónustu eru geðsjúkdómar og áhrif þeirra ekki á undanhaldi. Af tíu helstu sjúkdómum sem valda varanlegri örorku flokkast fimm sem geðsjúkdómar.

    Geðrækt ekki síður mik­il­væg en lík­ams­rækt

    3. október 2000 | mbl.is | Skiln­ings­leysi á geðsjúk­dóm­um veld­ur for­dóm­um en stund­um eru sjúk­ling­arn­ir sjálf­ir verstu dóm­ar­arn­ir. Hrönn Marinós­dótt­ir ræddi við iðjuþjálfa sem seg­ir geðrækt ekki síður mik­il­væga en lík­ams­rækt. For­dóma gagn­vart geðsjúk­um má kannski rekja allt til sautjándu ald­ar, til hinn­ar svo­kölluðu skyn­sem­is­ald­ar þegar sturlun var tal­in and­stæða skyn­semi.

    Ýmsar greinar úr fjölmiðlum sem tengjast Hlutverkasetri

    Frá árinu 2000

    Eiður Smári og borgarstjórinn mættust í góðgerðarleik í dag

    14. apríl 2018 | dv.is | Í dag fór fram góðgerðarleikur fyrir FC Sækó en leikið var í Egilshöll. Þangað voru margir þjóðþekktir einstaklingar mættir. Verkefnið FC Sækó eða „geðveikur fótbolti“ hófst í nóvember 2011 sem samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en FC Sækó er sjálfstætt íþróttafélag.

    FC Sækó og FC Kreisí mætast í hörkuleik

    13. apríl 2018 | visir.is | FC Sækó og FC Kreisí mætast í „geðveikum fótboltaleik” í Egilshöllinni á morgun. FC Sækó er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans, en tilgangur þess er að efla og auka virkni fólks með geðraskanir og gefa þeim tækifæri til að iðka knattspyrnu og að draga úr fordómum.

    Fann sér tilgang í skáldsögunni

    15. desember 2017 | dv.is | Eftir að ég missti heilsuna var ég í ýmiss konar endurhæfingu í þrjú ár. Það var verið að reyna að endurhæfa mig til að geta unnið á kassa á Bónus eða eitthvað álíka – það gekk ekkert. Þegar ég fór svo á stað sem heitir Hlutverkasetur fannst mér í fyrsta skipti vera spurt af einlægni: „Hvað vilt þú gera?“ Þetta er þannig staður að maður þorði að svara: „Ég vil að minnsta kosti ekki vinna á kassa.“ Og þá var bara unnið út frá því,“ segir Hákon.

    Vill sjá sér­fræðinga á gólfið

    10. september 2017 | mbl.is | „Þegar við ræðum um geðheil­brigðismál för­um við alltaf í að finna söku­dólga. Nú er ekki passað nógu vel upp á fólk sem ligg­ur á geðdeild á Land­spít­al­an­um að það fyr­ir­fari sér ekki, það þarf að niður­greiða sál­fræðinga o.fl. Við för­um oft­ast í að skoða af­leiðing­ar en skoðum ekki jafn­mikið hvernig við sem sam­fé­lag get­um reynt að koma í veg fyr­ir þetta ástand.”

    Óskaði eftir vinkonu á Facebook

    25. apríl 2017 | visir.is | Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun.

    Skammast mín fyrir að vera ekki eins og margir

    24. mars 2017 | Fréttatíminn | Þegar Tryggvi fann að hann var að einangrast ákvað hann að fara í klúbbinn Geysi, sem var stofnaður líkt og aðrir svokallaðir Fountain house klúbbar til að koma í veg fyrir einangrun og einmanaleika þeirra sem höfðu útskrifast af sjúkrahúsum. „Þegar maður kynnist svona athvörfum á borð við Geysi eða Hlutverkasetri þá hefur maður stað til að fara á. Þegar maður byrjar að loka sig af þá verður maður einmana en maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir að vera einmana. Ég fer sérstaklega á þessa staði til þess að hitta fólk.“

    Einmanaleikinn er böl okkar tíma

    17. mars 2017 | Fréttatíminn | Rannsóknir sýna að einmanaleiki er mikil ógn við heilsu okkar og ganga sumir svo langt að segja einmanaleikann vera einhverja mestu heilsufarsógn okkar tíma. Hvernig stendur á því að félagsleg einangrun fólks er að aukast og afhverju upplifir fólk sig einmana?

    Geðveik­ur fót­bolti í út­rás

    24. janúar 2017 | mbl.is | Verk­efnið Geðveik­ur fót­bolti, sem er sam­starfs­verk­efni geðsviðs Land­spít­ala, vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar og Hlut­verka­set­urs, hef­ur fest sig í sessi og for­svars­menn liðsins FC Sækó vinna nú að und­ir­bún­ingi þriðju ut­an­lands­ferðar­inn­ar, sem verður á næsta ári. Hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af ein­stak­ling­um sem eiga við geðræna sjúk­dóma að etja og starfs­mönn­um á fyrr­nefnd­um sviðum og setri auk þeirra sem styðja við verk­efnið.

    Hamingjan er pólitík

    20. ágúst 2016 | Fréttatíminn | Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi hefur í áratugi unnið við að aðstoða fólk við að finna sinn farveg. Hún veitti iðjuþjálfunardeildum geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss forstöðu í tæpa þrjá áratugi. Auk þess að kenna við HA hefur hún undanfarin ár beint allri sinni orku í að breyta viðhorfum almennings til einstaklinga með geðraskanir og barist fyrir fjölþættari valkostum í meðferðarnálgunum. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs þar sem allir þeir sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnutengda endurhæfingu eru velkomnir.

    Þurfa tækifæri, ekki vorkunn

    7. nóvember 2015 | visir.is | Það koma svona 30-50 manns hingað daglega og sérstaða okkar er kannski sú að það er enginn að spyrja hvort það sé eitthvað að viðkomandi. Hér fær fólk bara að vera eins og það vill. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að fólk kemur hingað. Það getur verið vegna einangrunar, veikinda eða hvað sem er. Fólk kemur hingað á eigin forsendum og þú ert ekki píndur í neitt prógramm en getur búið til þitt eigið ef þú vilt og hér er margt í boði,“ segir Elín Ebba en boðið er upp á alls kyns námskeið og iðju.

    Að komast yfir ofbeldi tekur langan tíma

    26. júní 2015 | Fréttatíminn | María Gísladóttir er ein þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hefur leitað sér hjálpar í Hlutverkasetri, starfsendurhæfingu þar sem fólk er aðstoðað við að komast aftur úr í samfélagið eftir áföll eða veikindi. María syrgir þau mörgu ár sem það hefur tekið hana að komast yfir ofbeldið sem hún varð fyrir en þakkar fyrir þá dýrmætu vini sem hún hefur eignast í Hlutverkasetri. Hún er meðal þeirra sem í dag opna sýningu á andlitsmyndum í Gerðubergi og fagna um leið tíu ára afmæli setursins.

    Fundu nýja von hjá Hlutverkasetri

    5. mars 2015 | ruv.is | Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Þær segja að Hlutverkasetur hafi gefið þeim nýja von og þær fundu gleði og lífsvilja á ný eftir baráttu við þunglyndi, geðhvarfasýki og andlega vanlíðan í kjölfar ofbeldis.

    Finndu og ræktaðu hæfileika þína

    4. mars 2015 | visir.is | Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu. Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu. Edna Lupita, Kremena Demireva og María Gísladóttir skrifa.

    Reyndu Íslands­met í hóp­knúsi

    19. júlí 2014 | mbl.is | Geggjaði dag­ur­inn, fræðslu og vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag­ur þung­lynd­is og sjálfs­víga, fór fram í miðborg Reykja­vík­ur í dag. Kjör­orð dags­ins voru gleði og ánægja og tóku all­marg­ir þátt í hátíðar­höld­un­um. Hóf­ust þau á kertaf­leyt­ingu en lauk með til­raun til Íslands­mets í hóp­knúsi. Eng­um sög­um fer af því hvort það tókst.

    Að undirbúa jarðveginn fyrir atvinnulífið

    1. júní 2014 | Iðjuþjálfinn | Útrás er tilraunaverkefni á vegum Hlutverkaseturs sem hófst með samstarfi iðjuþjálfanna Sylviane Pétursson og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur. Markmiðið er að auka atvinnuþátttöku fólks með geðraskanir og fræða atvinnulífið um þarfir einstaklinga með skerta starfsgetu. Einnig að vinna gegn fordómum og mismunun og vekja áhuga háskólasamfélagsins á mikilvægi málaflokksins í tengslum við félagsauð og hagsæld.

    Flesta langar til að vinna

    8. júní 2014 | ruv.is | Adda Guðrún Sigurjónsdóttir starfar á Hlutverkasetri í Reykjavík en sjálf er hún 75% öryrki. Hún segist verða vör við mikla neyð og fátækt hjá öryrkjum um þessar mundir. „Það er mjög algengt að fólk eigi ekki peninga síðustu tíu daga mánaðarins. Þá er ég að meina að fólk eigi ekki einu sinni fyrir mat. Það er algengara en hitt,“ segir hún.“

    Fátækt og atvinnuleysi alvarlegt vandamál

    25. maí 2014 | ruv.is | Hlutverkasetur þyrfti að vera í öllum hverfum og sveitarfélögum, til að koma atvinnulausum út úr einangrun, inn í rútínu og þaðan út á vinnumarkaðinn. Þetta segir kona sem hefur verið án atvinnu lengi. Félagsráðgjafar óttast að ungmenni og sérstaklega ungir karlmenn geti fest í varanlegri fátæktargildru í kjölfar langtíma atvinnuleysis.

    Um námskeið fyrir ungt fólk í Hlutverkasetri

    29. janúar 2013 | Bylgjan | Geggjaði dag­ur­inn, fræðslu og vit­und­ar­vakn­ing­ar­dag­ur þung­lynd­is og sjálfs­víga, fór fram í miðborg Reykja­vík­ur í dag. Kjör­orð dags­ins voru gleði og ánægja og tóku all­marg­ir þátt í hátíðar­höld­un­um. Hóf­ust þau á kertaf­leyt­ingu en lauk með til­raun til Íslands­mets í hóp­knúsi. Eng­um sög­um fer af því hvort það tókst.

    6000 börn búa við erfiðar aðstæður vegna áfengisneyslu foreldra

    19. október 2012 | Fréttatíminn | Börn sem búa við erfiðar aðstæður á heimili sínu hittast á Hlutverkasetri á miðvikudögum. Mörg þeirra eiga foreldra sem misnota áfengi líkt og Emilía María. „Emilía og aðrir krakkar sem hingað koma segja gott að koma hingað því hér fái þau að vera þau sjálf,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir hjá Hlutverkasetri. „Þau tala við krakka í svipuðum aðstæðum og við höfum líka verið með svona sófakrók þar sem krakkarnir fá að tala við mömmur sem hafa barist við geðsjúkdóma og alkóhólisma. Krökkunum finnst það mjög gott því þá sjá þau að mömmur vilja alveg ná bata og að sjúkdómurinn er ekki krökkunum að kenna,“ útskýrir Elín Ebba.

    Að missa vitið og finna það aftur

    5. október 2012 | Fréttatíminn | Í um þrátíu ár hefur Elín Ebba Ásmundsdóttir starfað innan geðbatterísins. Fyrir nokkrum árum, eftir hartnær þrjá áratugi, sagði hún upp á geðdeild Landspítalans, gekk út og stofnaði Hlutverkasetur. Hún komst nefnilega að því að bati frá geðveiki hafði svo miklu meira að gera með allt annað en geðlyf og geðlækna, eins yndislegir og þeir geta samt verið. Mikael Torfason kíkti í heimsókn til Elínar Ebbu og ræddi við hana um lífið og geðveiki og margt annað.

    Ekki sjálfsagt að líða vel

    22. september 2012 | Fréttablaðið | „Komdu inn fyrir, en farðu í skóhlífar, hér fer enginn inn á skónum,“ segir Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir sem tekur á móti blaðamanni í húsnæði Hlutverkasetursins í Borgartúni 1. „Hér eru mættir tólf unglingar í dag, allir strákarnir eru reyndar í eldhúsinu en stelpurnar völdu skartgripa- og
    sjálfsmyndagerð í dag,“ útskýrir hún og bendir í átt að eldhúsinu þar sem umfangsmikil pitsugerð stendur yfir og að stóru borði þar sem ægir saman úrklippum, leir, skærum og litum.

    Átti ekki vinkonu til að hringja í

    24. desember 2010 | Morgunblaðið | „Ég var svo einangruð þegar ég kom fyrst í Hlutverkasetur að ég gat varla talað. Hafði ekkert að ræða um og fyrstu mánuðina talaði ég varla við nokkurn mann. Allt í einu fór að opnast fyrir það,“ segir Ágústa Karla Ísleifsdóttir. Hún hefur komið fram og rætt um reynslu sína í tengslum við Evrópuár gegn fátækt.

    Greina þarfir annarra með geðraskanir

    23. nóvember 2010 | Fréttablaðið | Einstaklingar með geðraskanir geta skipt lykilmáli í að greina þarfir og þjónustu við aðra sem eins er ástatt um. Ný aðferðafræði í rannsóknum nýtir sér reynslu fólks með geðraskanir til að taka viðtöl og greina viðhorf þeirra. Þessi nálgun, „Notandi spyr notanda“, er að norskri fyrirmynd og var
    rædd á málþingi í Reykjavík nýverið.

    Huldufólk þjóðarinnar

    29. september 2010 | Morgunblaðið | Fátækir fara huldu höfðu í íslensku samfélagi. Þeir eru hin dulda félagsgerð og rödd þeirra heyrist sjaldan á opinberum vettvangi. Hópur fólks sem stundar starfsemi Hlutverkaseturs sagði Morgunblaðinu frá bjargráðum við að brjótast út úr félagslegri einangrun, sem er tryggur förunautur fátæktarinnar.

    Fjall­kon­an lífguð við

    29. maí 2010 | mbl.is | Tug­ir manna tóku þátt í gjörn­ingi á veg­um leik­hóps Hlut­verka­set­urs í Reykja­vík í dag. Þar var með tákn­ræn­um hætti fjallað um þær raun­ir, sem ís­lenska fjall­kon­an hef­ur lent í á und­an­förn­um árum vegna fjár­mála­hruns­ins.

    Fólk hætti að vera áralaus bátur, nái í áttavitann og leggi af stað

    1. mars 2008 | mbl.is | Í Hlutverkasetri er veittur stuðningur og hvatning auk þess sem einstaklingar innan notendahópsins styðja og hvetja hver annan. „Það að fá tækifæri til að fá tilgang og vakna á morgnana og tilheyra hópi sem er að glíma við svipaða hluti er mjög hvetjandi. Hver og einn fær svo stuðning við að setja sér markmið og finna sinn farveg. Hætta þannig að vera áralaus árabátur, heldur ná í áttavitann og leggja af stað,“ segir Ragnheiður og að markmiðið sé að auka lífsgæðin.

    Atvinnuleg endurhæfing – Ný tækifæri til atvinnuþátttöku

    18. ágúst 2007 | mbl.is | Þau fyrirtæki sem skapa fólki með skerta starfshæfni möguleika til starfa leggja miklu meira til samfélagsins en þótt bein fjárframlög í styrktarsjóði kæmu til. Íslendingar hafa verið í fremstu röð varðandi atvinnuþátttöku fólks frá 15-64 ára, en það á ekki við um atvinnuþátttöku öryrkja. Það er ekki bara launaumslagið sem skiptir máli. Vinnustaðurinn er mikilvægur. Félagsskapurinn, tilfinningin að tilheyra hópi, finna sig í hlutverki og skipta máli.

    Vinnan göfgar manninn

    27. maí 2007 | mbl.is | Iðjuþjálfun hefur þróast og breyst í gegnum tíðina og víðast hvar í hinum vestræna heimi hefur iðjuþjálfun náð því takmarki að vera skilgreind sem fræðigrein með áherslu á vísindalega þekkingu og gagnreynt starf. Iðjuþjálfun hefur stóru hlutverki að gegna í að efla heilsu og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju fyrir alla þegna samfélagsins og færni og þátttaka fólks eru meginviðfangsefni iðjuþjálfunar.

    Um málefni geðfatlaðs fólks

    23. febrúar 2007 | mbl.is | Markmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna, sbr. drög að stefnu félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007-2016 og stefnu og framkvæmdaáætlun 2006-2010 vegna átaks ráðuneytisins í þjónustu við geðfatlað fólk og fella þjónustuna eins og unnt er að starfsemi annarra þjónustuaðila. Einnig að færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgengi að henni.

    Bætt þjónusta við geðfatlaða

    3. janúar 2007 | visir.is | Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu á föstudag. Samningurinn gengur út á að AE geri úttekt á þjónustu við geðfatlaða. „Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun átaks ráðuneytisins 2006-2010 í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson.

    Eflir sjálfstæði geðfatlaðra

    30.desember 2006 | mbl.is | Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði í gær þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu í félagsmálaráðuneytinu sem felur í sér úttekt á þjónustu við geðfatlaða, auk gerðar og miðlunar fræðsluefnis. Að sögn ráðherra mun samningurinn stuðla að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun ráðuneytisins árin 2006–2010.

    Mat á þjónustu við geðfatlað fólk

    29. desember 2006 | Velferðarráðuneytið | Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun 2006-2010 – átak ráðuneytisins í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra. „Eftir því sem þekking okkar er meiri á því hvernig notendur meta þjónustuna sem veitt er þeim mun betri árangri getum við vænst þess að ná.

    Merkilegt framtak

    15. október 2006 | mbl.is | Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafði forgöngu um að einum milljarði króna af svonefndum símapeningum yrði varið til að bæta þjónustu við geðfatlað fólk. Að auki var ákveðið að veita 500 milljónir til viðbótar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra vegna búsetu- og stofnþjónustu við geðfatlaða.

    Mismunandi skoðanir

    11. október 2006 | mbl.is | Í gær var alþjóða geðheilbrigðisdagurinn og í tengslum við hann stóð Lýðheilsustöð í samvinnu við Landlæknisembættið, Landspítala – háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Reykjavík og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík fyrir ráðstefnu um nýja hugsun í geðheilbrigðismálum. Í kynningu kom fram að á undanförnum árum hefði gagnrýni á hefðbundna meðferð geðröskunar aukist. Gagnrýnin beindist annars vegar að of mikilli áherslu á lyfjagjöf í meðferð og hins vegar að of lítilli áherslu á þætti sem auðvelduðu fólki með geðraskanir að lifa svokölluðu eðlilegu lífi í samfélaginu.

    Ný afstaða til bataferlisins

    24. ágúst 2006 | mbl.is | Hugarafl efnir í dag og á morgun til ráðstefnu á Hótel Sögu um geðheilbrigðismál. Yfirskrift ráðstefnunnar er Bylting í bata og meginefni hennar er valdefling og bati. Ráðstefnunni lýkur með opnum borgarafundi síðdegis á morgun, föstudag. Birgir P. Hjartarson frá Hugarafli sagði þetta vera fyrstu stóru ráðstefnuna sem samtökin hafa haldið frá því þau voru stofnuð fyrir rúmlega þremur árum. Tilgangurinn með ráðstefnunni er m.a. að leitast við að breyta afstöðu fólks til geðsjúkra.

    Aukið fé til geðheilbrigðismála leysir ekki vandann

    24. ágúst 2006 | mbl.is | Kannanir og rannsóknir meðal notenda leiða í ljós að ekki hafi tekist að aðstoða geðsjúka við að ná betri tökum á eigin lífi, að þeir séu ekki hafðir með í ráðum frekar en áður og að þverfagleg samvinna og samfella í meðferð hafi ekki aukist í takt við væntingar.

    Geðveikar stofnanir

    23. ágúst 2006 | mbl.is | Niðurstöður notendarannsókna/batarannsókna sýna að tryggja þurfi fjárhag og búsetu geðsjúkra. Niðurstöður sýna líka fram á mikilvægi aðgengis að félagslífi með þátttöku í atvinnulífi, menningu og/eða áhugamálum. Byggja þarf upp öflugt tengslanet í nærumhverfi og að viðkomandi sé í nánum tengslum við einhvern.

    Bylting í íslensku leikhúsi?

    23. ágúst 2006 | mbl.is | Penetreitor-verkefnið er frumlegt og áhugavert um margar sakir en eins og fjallað hefur verið um áður á síðum blaðsins fengu leiklistarnemarnir þrír sem að verkefninu standa aðstoð Hugarafls, hóps fólks með geðræn vandamál, til að móta sýninguna. Tilgangurinn með verkefninu var síðan að sjá hverju samstarfið myndi skila bæði til leikaranna og til geðsjúklinganna.

    Þörf á fleiri úrræðum

    25. júlí 2006 | visir.is | Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeilar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), segir að starfsemi geðdeildarinnar þurfi stöðuga umræðu og mikilvægt sé að fjölbreytt meðferðarúrræði standi sjúklingum til boða bæði innan og utan geðdeildar.

    Meðferðarúrræði úr takt við tímann

    24. júlí 2006 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka.

    Fleiri leiðir færar í þjónustu við geðsjúka

    18. júlí 2006 | mbl.is | Æ fleiri bæði innan notendahreyfinga og eins meðal fagmanna hafa velt því upp hvort ofurtrú á lyfjalausnum og aukaverkanir þeirra muni enda sem hluti vandamála framtíðarinnar. Lyfin eru kröftug hjálpartæki og geta slegið fljótt á sum einkenni en þau aðstoða ekki skjólstæðinga við að koma jafnvægi á líf sitt og sjá það í samhengi við reynslu. Lyfin taka ekki á draumum fólks né markmiðum þess í lífinu.

    Heilbrigðir geðsjúklingar

    17. júlí 2006 | mbl.is | Þegar heilbrigðisráðherrar Evrópu undirrituðu geðheilbrigðissáttmálann í Helsinki í janúar 2005 voru þeir jafnframt að undirstrika verðgildi og trú á manneskjunni; að hún sjálf hafi krafta til að breytast og þroskast. Mikilvægi umhverfisins er einnig dregið fram. Þannig felur geðheilbrigðisstefnan nú í sér breiðari nálgun sem mun breyta valdahlutföllum og áherslum í geðheilbrigðisþjónustunni.

    Geðsjúkir og leikarar taka höndum saman

    11. júlí 2006 | mbl.is | Penetreitor eftir Anthony Neilson vakti mikla athygli þegar það var sýnt síðasta sumar. Bæði þótti sýningin áhrifarík og frammistaða leikara eftirtektarverð, en ekki vakti síður athygli að uppfærslan var unnin í nánu samstarfi við Hugarafl, hóp fólks með geðsjúkdóma.

    Ég er vísindamaður vonarinnar

    4. janúar 2006 | mbl.is | „Þetta er mikill hamingjudagur. Okkur þykir vænt um að nemendur sýni Hugarafli áhuga með því að styrkja okkur á þennan hátt. Þessi gjöf kemur til með að nýtast til að skrásetja brautryðjendastarf okkar,“ sögðu Ragnhildur Bragadóttir og Margret Guttormsdóttir, meðlimir í Hugarafli, þegar þær veittu stafrænni myndavél viðtöku í gær í húsakynnum Hugarafls.

    Baug­ur út­hlut­ar 50,5 millj­ón­um úr styrkt­ar­sjóði

    22. desember 2005 | mbl.is | Hugarafl hlýtur eina milljón til stofnunar Hlutverkaseturs úr Styrktarsjóði Baugs.

    Geðorðin 10

    3. desember 2005 | mbl.is | Geðorðin tíu eru eftirfarandi: 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

    Einstaklingur er ekki sjúkdómur

    28. nóvember 2005 | mbl.is | „Ég met með hverjum og einum hvað hann getur gert og hvað hann getur ekki gert. Við setjum okkur markmið og ég hjálpa viðkomandi að efla sjálfstraust og öryggi til að geta gert það að raunveruleika sem hann langar til að gera. Sjálfstraust eflist nefnilega ekki við það að sitja heima og bíða eftir bata. Það þarf að gera eitthvað. Og þó lyf geti vissulega hjálpað, þá gerist ekkert ef fólk trúir ekki á sjálft sig.“

    Geðræktarkassinn

    10. október 2005 | mbl.is | Geðræktarkassinn ætti að vera til á hverju heimili rétt eins og sjúkrakassi. Innihald kassans er einstaklingsbundið. Í kassann á að leita þegar neikvæðar hugsanir skjóta upp kollinum. Geðræktarkassinn notast líkt og sjúkrakassinn, við minniháttar áföll, rifrildi eða skammir. Hann má líka nota ef við erum undir álagi, leiðist, erum einmana eða vantar stuðning.

    Gildi þess að láta gott af sér leiða

    1. október 2005 | Rotary International | Til þess að geta lifað í sátt við sjálf okkur og umhverfið og viðhaldið góðri heilsu þurfum við að sinna og taka mið af fjórum mismunandi þörfum. Þarfirnar fjórar eru þær líkamlegu, tilfinningalegu, vitrænu og andlegu. Líkamlegu þarfirnar tengjast m.a. mikilvægi þess að hreyfa sig og hvíla, nærast rétt, koma í veg fyrir sjúkdóma og slys, verða ekki fíkn að bráð, stunda áhættulaust kynlíf og búa í umhverfi sem ekki er heilsuspillandi.

    Búin að gefast upp á Landspítala

    14. september 2005 | visir.is | „Það er afar sárt að horfast í augu við það að spítali sem á að vera staður lækninga geti verið heilsuspillandi fyrir starfsfólk með hugsjónir, eins og ég tel mig vera.“ Þetta segir Elín Ebba Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún kveðst vera búin að gefast upp í baráttunni, – að sinni.

    Aðstandendur geðsjúkra skipta máli

    13. júní 2005 | mbl.is | Geðsjúkir sem náð hafa tökum á lífi sínu hafa flestir átt aðstandendur sem stutt hafa við bakið á þeim og aðstoðað þá við að halda lífsgæðum þrátt fyrir sjúkdóm. Aukin þekking og stuðningur við aðstandendur skilar sér því margfalt. Nú á tímum er mikill þrýstingur á að útskrifa skjólstæðinga sem fyrst en ekki er tekið tillit til þess álags sem fylgir því að vera með veikan einstakling heima.

    Hlutverk umhverfisins í mannrækt

    10. júní 2005 | mbl.is | Í nútíma samfélagi hafa lífsgæðin batnað, við getum leyft okkur meira, klætt okkur fínna og borðað hollari mat, en því miður oft á kostnað tengsla við aðra. Almenningur veit ekki lengur hvað það er sem skiptir máli í lífinu því hann lifir svo langt frá eigin eðli. Hann stundar ekki lengur iðju sem tengist því að lifa af. Hann er orðinn eins og ljónið sem fæðst hefur í dýragarðinum.

    Bætt geðheilsa er samfélagslegt átak

    8. júní 2005 | mbl.is | Breskir rannsóknaraðilar skoðuðu 2000 rannsóknir tengdar geðlyfjum yfir 50 ára tímabil og sáu að langflestar þeirra könnuðu aðeins hvort geðræn einkenni hefðu minnkað, ekki hvort fólk plumaði sig betur í lífinu, félagslega eða atvinnulega. Stöðugt koma á markaðinn ný geðlyf sem eiga að vera betri en þau gömlu. En hvort þau eru betri eða ekki vitum við ekki fyrr en eftir 40–50 ár.

    Hugarafl fékk hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar

    23. maí 2005 | mbl.is | Hugarafl hlaut hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar sem afhent voru á landsfundi flokksins í gær. Í skjali sem undirritað var af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, segir að Hugarafl hljóti verðlaunin fyrir áhrifaríkt framtak við að ryðja nýjar brautir í geðheilbrigðismálum.

    Okkur hefur skort rödd í umræðunni

    21. maí 2005 | mbl.is | Af hverju einblína menn á þá örfáu öryrkja sem hugsanlega misnota kerfið, í stað þess að beina sjónum að því hvað veldur fjölgun öryrkja og hvaða úrræði þau hafi til að byggja sig upp og komast aftur út á vinnumarkaðinn? Þetta voru meðal þeirra spurninga sem brunnu á viðmælendum Silju Bjarkar Huldudóttur, sem allir eru í starfsendurhæfingu í iðjuþjálfun geðsviðs LSH.

    Notendur og fagfólk taki sameiginlega ábyrgð á bata

    17. apríl 2005 | mbl.is | Hugaraflshópnum sem starfar að aukinni þátttöku og ábyrgð geðsjúkra á eigin bata, barst á dögunum öflugur liðsauki, en Héðinn Unnsteinsson, fræðimaður og starfsmaður WHO, tók nýlega sæti sem oddamaður í stjórn hópsins. Þetta segja Hugaraflsmenn skipta miklu máli, enda sé Héðinn sannkallaður reynslubrunnur.

    Aukin gæði geðheilbrigðisþjónustunnar

    17. febrúar 2005 | mbl.is | Markmiðið með verkefninu Notandi spyr notanda – nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra, var að veita geðsjúkum tækifæri til að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og koma á gagnvirku sambandi milli notenda og þeirra sem veita hana. Á sama tíma var unnt að skapa atvinnu fyrir geðsjúka og veita nemum tækifæri á að prófa í verki að vinna eftir hugmyndafræði sjálfseflingar.

    Breyttar áherslur í geðheilbrigðisþjónustu

    16. febrúar 2005 | mbl.is | Nýjar áherslur varðandi geðheilbrigðismál voru kynntar á ráðherraráðstefnu sem haldin var í Helsinki í janúar 2005. Þar kom m.a. fram að hverfa þurfi frá stofnanaþjónustu yfir í samfélagsþjónustu, efla þurfi notendur og aðstandendur til áhrifa á stefnumótun og þjónustu. Þetta þýðir kúvendingu í starfi með geðsjúkum og breytingar á valdahlutföllum og áhrifum í málaflokknum.

    Mikilvægt að efla forvarnir gegn sjálfsvígum

    21. janúar 2005 | mbl.is | Það vakti mikla athygli hve margir fulltrúar komu frá borgaralegu samfélagi á þessa ráðstefnu,“ segir Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), um ráðherraráðstefnu WHO um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í síðustu viku.

    Notandi spyr notanda

    17. október 2004 | mbl.is | Grasrótarstarf meðal geðsjúkra og í þágu geðsjúkra er orðið býsna öflugt og að mörgu leyti vaxtarbroddurinn í því sem er að gerast í málefnum þeirra. Í fyrradag kynnti hópur, sem nefnist Hugarafl – en þar eru á ferð iðjuþjálfar með reynslu af geðheilbrigðismálum og einstaklingar sem eiga við geðræn vandamál að stríða – niðurstöður verkefnis sem nefnist Notandi spyr notanda.

    Unnið að bættum hag geðsjúkra

    16. október 2004 | mbl.is | „Þetta er fyrsta stóra framleiðsluvaran okkar. Í okkar huga afar dýrmæt bæði vegna þess að það var verið að gera þetta í fyrsta skipti á Íslandi og viðbrögð hafa verið ótrúlega jákvæð hjá geðsviði LSH, starfsmönnum deildanna og síðast en ekki síst þeirra skjólstæðinga sem tóku þátt.“

    Brúa þarf bilið milli geðsjúkra og almennings

    10. september 2004 | mbl.is | Stofnunum fyrir geðsjúka var fækkað víðsvegar um heim þegar sýnt var að þjónustan sem þar var veitt, stóðst ekki væntingar. Geðsjúkir misstu einfaldlega hæfnina til að lifa utan sjúkrahúsveggjanna. Það er því ekki tilviljun að þeir sem náð hafa bata eftir langa sjúkrahúsdvöl segist hafa lifað af stofnanavist.

    Geðheilbrigðismál koma öllum við

    9. september 2004 | mbl.is | Geðræn vandkvæði eru algeng hér á landi ef miðað er við öll þau geðlyf sem innbyrt eru á degi hverjum. Tölfræðin segir okkur að einn af hverjum fjórum muni einhvern tíma á ævinni þurfa að kljást við geðræn vandamál. Þótt hægt sé að aðstoða flesta með hefðbundnum aðferðum eru alltaf einhverjir sem heltast úr hringiðu mannlífsins og ná ekki aftur tökum á lífinu.

    Efling iðju- og starfsendurhæfingar er það sem koma skal

    6. september 2004 | mbl.is | Vaxandi örorka á Norðurlöndum hefur kallað á sértækar aðgerðir með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu og eftirfylgd. Fjármunir, sem varið er til starfsendurhæfingar í Svíþjóð, hafa skilað sér margfalt til þjóðarbúsins og hagfræðilegir útreikningar þar sýna að hver króna sem varið er til starfsendurhæfingar skili 9 krónum til baka til þjóðfélagsins.

    Meðferð og endurhæfing geðsjúkra

    15. júní 2004 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH, sagði frá athyglisverðum hugmyndum um meðferð og endurhæfingu geðsjúkra í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Beinast þær að því að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu sjúklinga og gera þeim kleift að bera ábyrgð á eigin lífi og læra að lifa með sjúkdómi sínum.

    Sjálfstraust og sjálfsvirðing skiptir öllu

    13. júní 2004 | mbl.is | Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH, segir að færa þurfi ábyrgð á meðferð til geðsjúkra sjálfra. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við hana um gæðaeftirlit á geðdeildum, bataletjandi áhrif sjúkrastofnana og nauðsynina á skilvirkara heilbrigðiskerfi.

    Gæðaeftirlit á geðdeildum

    13. júní 2004 | mbl.is | Gæðaeftirlit með meðferð geðsjúkra hefst hér á landi í sumar. Hlutverkasetur, atvinnusköpun fyrir geðsjúka, hefur fengið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og heilbrigðisráðuneytinu til að hrinda gæðaeftirlitinu í framkvæmd. Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að reynsla og þekking geðsjúkra verði nýtt til að leggja mat á þjónustuna.

    Nútímaendurhæfing er pólitísk

    13. júní 2004 | mbl.is | Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri og er fjögurra ára nám. Námið er bæði bóklegt og verklegt og markmiðið með því er að búa nemendur undir að gegna margvíslegum störfum sem tengjast iðjuþjálfun innan heilbrigðis- og félagsþjónustukerfisins.

    Notandi spyr notanda

    10. júní 2004 | mbl.is | Geðdeildir á Íslandi rannsaka gæði þjónustuforma sem þær bjóða upp á en slíkt er yfirleitt unnið af fagfólki fyrir fagfólk og sjaldan er niðurstöðum fylgt nógu vel eftir. Þar að auki er sjaldan talað beint við notendur þjónustunnar. Nú er von á breytingum hvað það síðarnefnda varðar.

    Geðsjúkir í bata séu sýnileg fyrirmynd

    18. maí 2004 | mbl.is | Hlutverkasetur, atvinnusköpun fyrir geðsjúka, hlaut aðalviðurkenningu Brautargengis, námskeiðs Impru fyrir konur sem luma á viðskiptahugmyndum. Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, fór á námskeiðið til að hrinda hugmyndum sínum og samstarfsaðila í framkvæmd um aukinn sýnileika geðsjúkra í samfélaginu, og jákvæða valdeflingu.

    Viðhorfsbreyting

    30. apríl 2004 | mbl.is | „Mér verður oft hugsað til geðsjúkra; valda- og áhrifaleysis þeirra í heilbrigðiskerfinu, ekki síst nú þegar sparnaðaraðgerðir ríða yfir. Áhrifaleysi bitnar á heilsunni og þegar framlag okkar eða skoðanir hafa lítið sem ekkert að segja getur það leitt til streitu sem birst getur í ýmsum myndum s.s. máttleysi, doða, kvíða, svefntruflunum og alls kyns líkamlegum verkjum.“

    Nýr atvinnuvegur í samvinnu við geðsjúka

    5. mars 2004 | mbl.is | Hugarafl er hópur fólks sem átt hefur við geðsjúkdóma að stríða, en er í bata og starfar nú á vegum iðjuþjálfunar í heilsugæslunni. Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára sem Tryggingastofnun ríkisins í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar til að styrkja heilsugæsluna

    Þora, geta, vilja

    11. janúar 2000 | mbl.is | Þrátt fyrir aukna þekkingu á eðli geðsjúkdóma, betri geðlyf og auðveldara aðgengi að læknisþjónustu eru geðsjúkdómar og áhrif þeirra ekki á undanhaldi. Af tíu helstu sjúkdómum sem valda varanlegri örorku flokkast fimm sem geðsjúkdómar.

    Geðrækt ekki síður mik­il­væg en lík­ams­rækt

    3. október 2000 | mbl.is | Skiln­ings­leysi á geðsjúk­dóm­um veld­ur for­dóm­um en stund­um eru sjúk­ling­arn­ir sjálf­ir verstu dóm­ar­arn­ir. Hrönn Marinós­dótt­ir ræddi við iðjuþjálfa sem seg­ir geðrækt ekki síður mik­il­væga en lík­ams­rækt. For­dóma gagn­vart geðsjúk­um má kannski rekja allt til sautjándu ald­ar, til hinn­ar svo­kölluðu skyn­sem­is­ald­ar þegar sturlun var tal­in and­stæða skyn­semi.