Tíminn fellur niður

Þýska fellur niður í dag vegna veikinda.

IKEA í heimsókn

Í dag fengum við í Hlutverkasetri góða heimsókn frá markaðsfulltrúum IKEA. Þeir komu færandi hendi og færðu Gísla Kristinssyni gjöf í tilefni af myndlistasýningu hans í Hlutverkasetri.

ikea-i-heimsokn-mec3b0-gjof-002

Við færum IKEA kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu heimsókn og góða gjöf.

Myndlistin blómstrar

Í dag miðvikudaginn 15.október var opnuð myndlistarsýning Gísla Kristinssonar myndlistamanns í Hlutverkasetri. Sýningin verður opin gestum og gangandi dagana 15. til 23. október. Á sýningunni eru teikningar unnar í tússlit, trélit og akrýl og er um sölusýningu að ræða. Allir velkomnir!

syning-gisli-018

syning-gisli-022

Fleiri myndir má sjá inn á Facebook síðu Hlutverkaseturs: https://www.facebook.com/hlutverkasetur1

Tíminn fellur niður!

Fimoleir fellur niður í dag, miðvikudaginn 15.október, vegna veikinda.

Myndlistarsýning Gísla Kristinssonar í Hlutverkasetri

Gísli Kristinsson verður með myndlistarsýningu í Hlutverkasetri dagana 15. til 23. október.
Opnun sýningar verður miðvikudaginn 15.október kl. 14.00.Sýndar verða teikningar unnar í tússlit, trélit og akrýl

Þetta er sölusýning - Allir velkomnir
Opið er á opnunartíma Hlutverkaseturs kl. 8.30-16.00 daglega

Psychodrama byrjar aftur!

Æfing fyrir lífið

Vinnustofa í Hlutverkasetri
föstudaginn 17. október kl. 16.30 – 19
og laugardaginn 18. október kl. 10 – 16

Unnið verður eftir aðferðum og hugmyndum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama.
Sé orðið psychodrama þýtt beint merkir það athöfn sálar og lýsir þá afar vel því sem fram fer þegar unnið er samkvæmt kenningum Moreno. Sálin vinnur og finnur lausnir á því sem þvælist fyrir okkur í daglegu lífi. Við eyðum oft miklum tíma og orku í að endurlifa atvik úr fortíðinni sem hafa reynst okkur erfið. Í psychodrama er unnið á virkan hátt með það að finna leiðir til þess að veita þeirri orku í jákvæðari farveg.
Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda en aldurstakmark er átján ár.
Alger trúnaður skal vera um þá vinnu sem fram fer á vinnustofum í psychodrama.

Trausti Ólafsson leiðir vinnustofuna.
Hann útskrifaðist með The Advanced Diploma in Psychodrama frá The Northern School of Psychodrama í Englandi vorið 2004
Trausti hefur leitt vinnustofur í psychodrama í Hlutverkasetri frá árinu 2009

Skráning hjá Trausta á netfanginu to@hi.is og hjá Helgu í Hlutverkasetri
Skráningargjald kr. 3.500

WordPress Themes