Skógurinn okkar – Fimmtudaginn 11. maí kl 14

ÞÉR ER BOÐIÐ Á KYNNINGU Á VERKEFNINU SKÓGURINN OKKAR

Útivist til andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar.

Námskeiðið verður haldið tvisvar í viku og er frítt fyrir þá sem vilja taka þátt.

Guðrún Ástvaldsdóttir er garðyrkjufræðingur sem hefur
starfað víða í mjúka geiranum :)

„Ég hef veikst af þunglyndi á tímabilum í mínu lífi og hef góða
reynslu af því að byggja mig upp aftur með tengingu við
náttúruna og gróðurinn.
Ég býð þess vegna upp á létt og
skemmtilegt námskeið fyrir fólk sem vill bryggja brú út í
atvinnulífið, efla félagsleg tengsl sín og
hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu sinni“.

Ferkari kynning á þessu verkefni verður í Gróðrastöðinni Þöll við
Kaldársselsveg í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. maí kl. 14

Það verður heitt á könnunni og léttar veitingar í boði 😉

Knattspyrnumót FC Sækó, mánudaginn 8. maí

Knattspyrnumót FC Sækó, geð- og velferðarsviðs verður haldið í Valsheimilinu mánudaginn 8. maí frá kl. 12:00 – 14:30

Spilað verður á tveimur völlum.

Keppnislið verða skipuð bæði notendum/íbúum og starfsfólki.
5 leikmenn í hverju liði inni á vellinum í hverjum leik og má skipta inn á eins oft og hvert lið vill. Það verða alltaf að vera minnst tveir notendur/íbúar í hverju liði inn á í hverjum leik. Hver leikur er 5 – 7 mínútur. (fer eftir fjölda liða

Viðurkenningar veittar fyrir besta klappliðið, skrautlegustu búningana, fyrir 1 – 3 sætið og prúðasta liðið

Markmiðið með þessu móti er að hafa gaman og hvetjum við því alla sem einhvern áhuga hafa að tala við fólk á sínu „svæði“ og reyna að mynda lið.

Vegna tímaramma þá geta bara 8 lið verið með en tilkynna þarf um þátttöku fyrir 3. maí í síma 824-5315 eða með tölvupósti á bergbo@lsh.is

Léttar veitingar verða í boði.

Meira um mótið hér:
Knattspyrnumót FC Sækó