Psychodrama um helgina

Athöfn sálar – Þrjár vinnustofur verða í Hlutverkasetri á haustmisseri 2016
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:
I
Föstudagur og laugardagur, 23. og 24. september
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
II
Föstudagur og laugardagur, 28. og 29. október
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
III
Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.
Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu.
Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

FacebookTwitterGoogle+Deila

Hlutverkasetur sýnir í Norræna húsinu

Hér koma nokkrar myndir af opnun sýningarinnar Endurunnin ævintýri sem Hlutverkasetur sýnir í samvinnu við List án landamæra setur upp, frá hugmynd til listaverks í Norræna húsinu.

Sýningin er opin í Norræna húsinu, frá 14. – 28. september, kl 9 – 17.

Á sýningunni eru málverk, teikningar og vatnslitamyndir en þar að auki bókverk, óhefðbundnar bækur og handbrúður.

Sýning í  Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 1Sýning í Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 2
Sýning í Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 3

Hlutverkasetur sýnir í Norrænahúsinu

Hlutverkasetur í samvinnu við List án landamæra setur upp sýninguna Endurunnin ævintýri, frá hugmynd til listaverks í Norræna húsinu.

Verið velkomin á opnunina 14. september kl 19.00

Á sýningunni eru málverk, teikningar og vatnslitamyndir en þar að auki bókverk, óhefðbundnar bækur og handbrúður.

Undirbúningur sýningarinnar hófst með ferð á bókasafn Norræna hússins þar sem skoðaðar voru ævintýrabækur. Út frá þeim spunnust hugmyndir og ólíkar nálganir. Nokkrir gerðu eftirmyndir af ævintýrum, aðrir spunnu nýja sögu eða breyttu sögum en nýttu persónurnar. Enn aðrir sköpuðu ný ævintýri, nýjar persónur og ný hlutverk. Stundum endaði þetta með samruna ævintýra.

Öll verkin eru unnin á námskeiðum listkennaranna Önna Henriksdóttur og Svöfu Björg Einarsdóttur hjá Hlutverkasetri.

Við opnun munu leikarar úr leikhópnum Húmor sem er leikhópur Hlutverkaseturs vera með gjörning. Stjórnandi er Edna Lupida.

María Gísladóttir sem er ein af sýnendunum mun kynna dútl litabók sem hún er að gefa út og var unnin í Hlutverkasetrinu. Bókin inniheldur ævintýralegar myndir af íslenskri náttúru, íslenskum dýrum og furðuverum, ásamt munstrum og léttum texta.

Heilsuhópur byrjar 22.sept

Heilsuhópur byrjar 22. september 2016

Villt þú:
• Huga að heilsunni.
• Fá stuðning við að bæta mataræði þitt.
• Upplifa meiri og jafnari orku yfir daginn.

Þá er heilsuhópur Hlutverkaseturs eitthvað fyrir þig!
Við byrjum 22. september 2016 og hittumst einu sinni í viku, 4 skipti alls. Taktu þessar dagsetningar frá: 22. og 29. september, 6. og 13. október.
Fimmtudagar klukkan 13:30 -14:30

Fyrri hluti tímans er fræðsla um hollt mataræði og heilsu, í seinni hluta tímans gefst færi á að undirbúa lítil framkvæmdaskref í átt að bættri heilsu. Við förum yfir hvernig hverjum og einum þátttakanda gengur og hvað hann vill einbeita sér að þangað til næst. Þannig skapast gott aðhald sem heldur þátttakendum fókusuðum á markmið sín hverju sinni.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Kristínu í síma 517-3471 og á kristin@hlutverkasetur.is