Erum útúrknúsuð

Takk fyrir samveruna á Menningarnótt 2014. Þetta er 6. árið sem að Hlutverkasetur býður gestum og gangandi á Menningarnótt upp á ókeypis faðmlag eða knús. Knúsunum var að vanda vel tekið og hér fylgja tvær myndir af viðburðinum. Sjá fleiri myndir á facebook síðu Hlutverkaseturs. Við heitum Hlutverkasetur Ae á Facebook.

knus-ofl-i-agust-024

knus-ofl-i-agust-048

Skemmtilegt fréttaskot af Geggjaða deginum

Skemmtilegt fréttaskoti hér frá 19.júlí þegar Geggjaði dagurinn var haldinn hátíðlegur:

Video: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/19072014/geggjadi-dagurinn

Grein frá Mbl um Geggjaða daginn:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/19/reyndu_islandsmet_i_hopknusi//?fb_action_ids=10152730159132985&fb_action_types=og.recommends&fb_source=feed_opengraph&action_object_map=%7B%2210152730159132985%22%3A729611063752361

Listvist framundan

Vikuna 8 til 12 september verður Hlutverkasetur með vikunámskeið í myndlist með áherslu á þrykk.
Námskeiðið er byggt upp sem skynjunarnámskeið þar sem unnið er með upplifun þátttakenda af náttúruskoðun með aðferðum þrykkaðferða.

Námskeiðið er samtals tuttugu stundir, fjórir klukkutímar á dag í eina viku.
Námskeiðið hefst þann 8. september kl 11.
Kennslan er frá kl 11 til 15 daglega og lýkur með sýningu þann 12. september.

Allir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Hlutverkaseturs í síma 5173471 fyrir 5. september.
Kennarar eru Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir listkennarar.

Kveðja
Starfsfólk Hlutverkaseturs.

Heilsuhópur byrjar 18.september

Villt þú:
• Huga að heilsunni.
• Fá stuðning við að bæta mataræði þitt.
• Upplifa meiri og jafnari orku yfir daginn.

heart-health-foods

Þá er heilsuhópur Hlutverkaseturs eitthvað fyrir þig.

Við byrjum 18. september 2014 og hittumst einu sinni í viku, 8 skipti alls.
Taktu þessar dagsetningar frá: 18., og 25. september, 2., 9. 16, 23 og 30. október og 6. nóvember.
Fimmtudagar klukkan 13-14:30

Fyrri hluti tímans er fræðsla um hollt mataræði og heilsu, í seinni hluta tímans förum við yfir hvernig hverjum og einum þátttakanda gengur og hvað hann vill einbeita sér að þangað til næst. Þannig skapast gott aðhald sem heldur þátttakendum fókusuðum á það sem máli skiptir.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Kristínu í síma 517-3471 og á kristin@hlutverkasetur.is

Framundan í listinni

Mánudagur 25/8
Dútlteikning kl 13 til 15 leiðbeinandi María (opinn tími)
Teikning kl 13 til 15 kennari Anna (opinn tími)

Þriðjudagur 26/8
Olíumálun kl 10 til 12 kennari Anna (opinn tími)
Keramikmálun kl 13 til 15 kennari Anna (opinn tími)

Miðvikudagur 27/8
Vatnslitamálun kl 10 til 12 kennari Anna (opinn tími)
Steinamálun kl 13 til 15 kennari Anna (opinn tími)

Fimmtudagur 28/8
Skopmyndateiknun kl 13 til 15 leiðbeinandi María (opinn tími)
Opin smiðja kl 10 til 12 kennari Anna (opinn tími)

Nú fer að líða að næstu Listvistarviku sem verður 8/9 til 12/9
Kennarar verða sem fyrr Anna og Svafa og þema vikunnar verður þrykk. Skráning á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471

Pulsupartý í Nauthólsvík í dag!

stock-illustration-12654671-cute-female-cartoon-summer-sun-with-human-face-and-drink

Við í Hlutverkasetri ætlum að skella okkur í Nauthólsvík, njóta sólarinnar og grilla pulsur saman í dag þriðjudaginn 12.ágúst. Brottför frá Hlutverkasetri verður um 12 leitið, þeir sem vilja geta líka hitt okkur í Nauthólsvík um rúmlega 12. Pulsur með öllu og drykkir á staðnum í boði Hlutverkaseturs. Vonumst til að sjá sem flesta!

Athugið að slökun fellur niður í dag vegna þessa uppátækis okkar.

WordPress Themes