Tíminn fellur niður!

Leiklist hjá Ednu fellur niður á mánudaginn, 2.febrúar 2015.

LISTVIST náttúrusmiðja byrjar í næstu viku

Námskeiðið verður haldið í Hlutverkasetrinu dagana 2-7. febrúar 2015

Mæting er hér í Hlutverkasetri kl 10 á mánudaginn 2. febrúar
Þá munum við fara yfir dagskrána og fara í vettvangsskoðunarferð í Reykjavík.
Þar munum við safna upplýsingum sem við notum í listverk að eigin vali.
Eftir sýnatöku munum við fara aftur í Hlutverkasetur, kynna dagskrá enn frekar, búa til hugkort og raða niður vinnuhópum.

Skráning er nauðsynleg og skráning fer fram í Hlutverkasetrinu sími 5173471.

Námskeiðið er alla daga vikunnar frá 10 til 14 og eru þátttakendur beðnir um að vera stundvísir. Mikilvægt er að allir séu mættir á réttum tíma á mánudaginn því þá er lagt af stað i vettvangsrannsókn sem er undirstaðan fyrir hönnun listverka vikunnar. Verið því klædd eftir veðri og gerið ráð fyrir um það bil tveggja tíma útiveru þennan fyrsta dag. Næstu daga er svo unnið innandyra og lýkur námskeiðinu með uppsetningu á sýningu sem fær að vera uppi á veggjum Hlutverkaseturs í viku.

Gott er að koma með nesti til að snæða í hádeigishléi einnig að hafa myndavél (ef hægt er) með í vettvangsrannsókn og möguleika á að skrá hjá sér upplýsingar.
Á námskeiðinu eru ýmsir listamenn og liststefnur kynntar og þátttakendur gera verk í anda listamenna og læra að þessu sinni tækni og meðferð á pastellitum.

Kveðja Anna og Svafa

Það er enginn betri en þú, bara öðruvísi….

Erindi í Hlutverkasetri, þriðjudaginn 3.febrúar kl 13:10.

Allir velkomnir!

Ég heiti Sighvatur Ívarsson og er 47 ára gamall, hef starfað sem sölumaður og þjónn meira eða minna alla mína æfi ásamt því að hafa unnið ýmis önnur störf, í gegnum mína vinnu þá hef ég kynnst mörgu fólki sem hefur gefið mér góða yfirsýn á því hvaða sýn fólk hefur til lífsins, ég hef síðastliðin 23 ár lært og sjálfmenntað mig í mannrækt og svo blanda ég saman við þessa þekkingu minni eigin reynslu af lífinu.
Að vera meðvitaður um sjálfan sig og taka ábyrgð á sjálfum sér, temja sér þakklæti og byggja sjálfan sig upp innanfrá og út er það sem ég mun fara yfir á þessum fyrirlestri en aðalega ætla ég bara að tala um þetta allt út frá hjartanu og hvað ég hef gert til að byggja mig upp. Ég hef tvisvar sinnum tapað öllum mínum veraldlegu eigum, gengið í gegnum skilnað þrisvar sinum, upplifað ofsakvíða og í raun allar þær neikvæðu tilfiningar sem ein manneskja getur haft og mikið af þeim en stend samt keikur í dag, þrátt fyrir að hafa farið langt niður í þunglyndi og langað að deyja, en í dag er ég hamingjusamur og finnst gaman að vera til….

Gönguferðir

Við förum í stutta göngutúra í nágrenni Hlutverkaseturs á þriðjudögum kl.11 og fimmtudögum kl.13:10. Göngutúrarnir eru stuttir eða í um 30 mínútur svo allir ættu að geta verið með.

Regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu okkar. En þar sem það er stundum hægara sagt en gert að koma sér ein/n af stað ætlum við að gera þetta saman.

Lagt verður af stað frá Hlutverkasetri, Borgartúni 1 (Sætúnsmegin) þriðjudaga kl. 11.00 og fimmtudaga kl. 13:10.
Umsjón: Kristín og Adda

Hugum að heilsunni!

Villt þú:
• Huga að heilsunni.
• Fá stuðning við að bæta mataræði þitt.
• Upplifa meiri og jafnari orku yfir daginn.

Þá er heilsuhópur Hlutverkaseturs eitthvað fyrir þig.

Við byrjum 5.febrúar 2015 og hittumst einu sinni í viku, 8 skipti alls.
Taktu þessar dagsetningar frá: 5., 12., 19. og 26. febrúar, 5., 12., 19. og 26. mars.
Fimmtudagar klukkan 14:15-15:30

heart-health-foods

Fyrri hluti tímans er fræðsla um hollt mataræði og heilsu, í seinni hluta tímans förum við yfir hvernig hverjum og einum þátttakanda gengur og hvað hann vill einbeita sér að þangað til næst. Þannig skapast gott aðhald sem heldur þátttakendum fókusuðum á það sem máli skiptir.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Kristínu í síma 517-3471 og á kristin@hlutverkasetur.is

Fellur niður!

ZUMBA fellur niður í dag mánudaginn 26.janúar.

WordPress Themes