Knattspyrnumóti FC Sækó frestað

Knattspyrnumóti FC Sækó sem vera átti í Valsheimilinu fimmtudaginn 19. maí verður frestað um óákveðinn tíma.

Nánari upplýsingar um mótið:
Keppnislið verða skipuð bæði notendum / íbúum og starfsfólki.
5 leikmenn í hverju liði inni á vellinum og má skipta eins oft og hvert lið vill. Það verða alltaf að vera minnst tveir notendur/íbúar í hverju liði inn á í hverjum leik. Hver leikur er 7 mínútur.

Allir sem spila með fá sérstakt viðurkenningarskjal og einnig verða viðurkenningar veittar fyrir besta klappliðið

Verðlaun verða veitt fyrir 1 – 3 sætið

Markmiðið með þessu móti er að hafa gaman og hvetjum við því alla sem einhvern áhuga hafa að tala við fólk á sínu „svæði“ og reyna að mynda lið. Ef það tekst ekki, en vilji er til að vera með, er um að gera að hafa samband í númer/netfangið hér að neðan og við reynum að finna út úr því.

Tilkynna þarf um þátttöku fyrir 11. maí í síma 824-5315 eða með tölvupósti á bergbo@lsh.is

Léttar veitingar verða í boði