Psychodrama Athöfn sálar – *SKRÁNING

Athöfn sálar – Fjórar vinnustofur verða í Hlutverkasetri á vormisseri 2017
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:
I
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. febrúar
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
II
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. mars
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
III
Föstudagur og laugardagur, 7. og 8. apríl
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
IIII
Föstudagur og laugardagur, 5. og 6. maí
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.

Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu eða 7. 500 krónur fyrir allar fjórar.

Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

FacebookTwitterGoogle+Deila

Jólakveðja og opnunartími yfir hátíðarnar

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur hress á milli jóla og nýjárs.

Klikið hér til að sjá rafrænt jólakort Hlutverkaseturs með nokkrum velvöldum myndum af starfseminni 2016:

Jólakort Hlutverkaseturs 2016

Hlutverkasetur er opið á Þorláksmessu og eins og venjulega milli jóla og nýárs. Engin hefðbundin dagskrá verður þessa daga en við spilum, spjöllum og höfum það sem notalegast saman.

jólý

Litlu jólin í Hlutverkasetri

Fimmtudaginn, þann 15. desember, ætlum við að hafa kósý saman og halda okkar eigin litlu jól. Við ætlum að hafa það notalegt saman frá kl 12 – 15 og munum við vera með pakkaleik og spila jafnvel spil eða aðra leiki. Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að taka með sér eitthvað gotterí til að maula á, t.d. mandarínur, smákökur eða konfekt.
Starfsmenn Hlutverkaseturs sjá um að kaupa litlar gjafir í pakkaleikinn en hann verður svolítið öðruvísi en gengur og gerist, mjög spennandi! 😉
Það væri yndislegt að sjá ykkur sem flest!

Húmor í Bratislava

Hér fyrir neðan er linkur af viðtali við Ebbu og Stefán í tengslum við leiklistahátíð heimilislausra og annara jaðarhópa í Bratislava í lok nóvember. Tíu manna leikhópur Húmor var með opnunaratriðið á hátíðinni. Skemmtilegt viðtal þar sem Stefán segir frá upplifun sinni að taka þátt. Viðtalið er alveg í byrjun þáttar.

Afritið (copy) linkinn og límið (paste):
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/mannlegi-thatturinn/20161130

Jóla jóla jólaföndur

Föndrum saman fyrir jólin. Við verðum í sannkölluðu jólaskapi næstu vikurnar og þá munum við bjóða uppá jólaföndur á þriðjudögum kl 13 til 15.
Við byrjum með jólakortagerð á þriðjudaginn 29. nóvember og næstu þrjá þriðjudaga eftir það bjóðum við uppá sýnikennslu í allskonar jólaföndri.Endilega kíkið við hjá Önnu í jólaföndri.
Kv. Anna

Athöfn sálar næst 2. og 3. desember

Næsta Psychodrama vinnustofa verður 2. – 3. desember.
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:

Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.
Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu.
Skráning á netfang Trausta – to@hi.is