Jólakveðja og tilkynning

Kæru vinir
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum ánægjulegar samverustundir á árinu.
Starfsfólk Hlutverkasetrus.

tree

Lokað verður í Hlutverkasetri þessa daga:
24.des aðfangadag, jóladag og annan í jólum, gamlársdag 31.des og 1.jan.

Opið verður aðra daga en engin hefðbundin dagskrá verður í gangi frá 22. desember.-
2. janúar.

EN það gerir ekkert til

því við ætlum að hafa það notalegt saman, spjalla, spila horfum jafnvel á myndbönd og finnum eitthvað fleira okkur til skemmtunar .
Maður er manns gaman

Við bendum á að tölvur verða ekki tiltækar á þessum tíma
þar sem til stendur að yfirfara þær

Litlu jólin fimmtudaginn 18.des

Á morgunn höldum við hátíð hér í Hlutverkasetri fimmtudaginn 18.desember frá kl 12:00 – 16:00.
Við byrjum á sameiginlegri máltíð, svokölluðu Pálínuboði þar sem allir sem hafa tök á koma með eitthvað matarkyns til að leggja á borðið. Hlutverkasetur leggur til drykkjarvörur, hangikjöt og flatkökur og mandarínur.
Að málsverði loknum verða ýmsar óvæntar og skemmtilegar uppákomur!

Sjáumst í jólaskapi!

Áhugasamir skrái sig á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471

Nýtt! Spænska byrjar 19.jan 2015

Skráning á skrifstofu !

Hola!
Við æfum okkur í spænsku!

Við munum m.a. fara í eftirfarandi:
*Kynna okkur, heilsa og kveðja.
*Tölurnar 1-20
*Litir og lýsingarorð
*Þjóðerni og tungumál
*Nöfn fata t.d. kjóll,buxur, skór og margt fleira.

Leiðbeinandi: Ragnhildur Pálsdóttir

Tími: Mánudagar, Kl. 13.00 – 14.00
19.jan – 23.feb

Litlu jólin framundan

Við höldum hátíð hér í Hlutverkasetri fimmtudaginn 18.desember frá kl 12:00 – 16:00.
Við byrjum á sameiginlegri máltíð, svokölluðu Pálínuboði þar sem allir sem hafa tök á koma með eitthvað matarkyns til að leggja á borðið. Hlutverkasetur leggur til drykkjarvörur, hangikjöt og flatkökur og mandarínur.
Að málsverði loknum verða ýmsar óvæntar og skemmtilegar uppákomur!

Sjáumst í jólaskapi!

Áhugasamir skrái sig á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471

Nýtt! Jólin og trú

Spjall um jól og trú
Rætt um mál eins og:
• Af hverju höldum við jól?
• Hvað gerir okkur tilbúin fyrir jólin?
• Trúarlegan þátt jólanna
• Jólin og Jesú; + hver var/er hann?
Við spjöllum saman og lesum stutta texta sem tengjast aðventu og jólum, einkum úr Biblíunni. Öllum opið og við leitumst við að skapa frjálslegt og vinalegt andrúmsloft. Allir mega segja það sem þeim finnst án gagnrýni. Engum er þó skylt að tjá sig. Við virðum skoðanir allra og höldum trúnað.

Einar Arason
Tími: mánudagar, kl. 13:15-14:00

Kórinn fellur niður

Athugið að kórinn fellur niður á morgunn, föstudaginn 12. desember.

WordPress Themes