Valentínusarpönk á morgun!

Við viljum minna á Pönksafnið á morgun, þriðjudaginn 14. febrúar.
Lagt af stað frá Hlutverkasetri kl 13 :)
Það eru nokkrir sem eiga eftir að greiða en við fáum þetta á gjafaprís, 500 kr :)
Þeir sem eiga eftir að greiða en ætla að koma með, munið eftir að taka með ykkur pening á morgun!
Við hlökkum til að sjá ykkur 😉

Horfin myndlist!

Þessi mynd hvarf frá Hlutverkasetri þriðjudaginn 7. febrúar, eftir kl 16.
Við biðjum þann sem tók hana um að skila henni aftur því listakonan situr hér í sárum yfir því að myndinni hafi mögulega verið stolið.
Það er hægt að hengja hana aftur upp á sinn stað, án þess að neinn sjái til og það þarf enginn að vita hver tók hana, bara að myndin skili sér til eiganda síns, sem varði mikilli vinnu og tíma í þetta verk.
Við biðjum alla um að hafa augun opin.
Með fyrirfram þökk,
Hlutverkasetur

Gene Simmons