Náttúrusmiðja hefst 8.sept

Listvist - náttúrusmiðja - vikunámskeið

Vikuna 8.-12. september verður Hlutverkasetur með vikunámskeið í myndlist með áherslu á þrykk.

Námskeiðið er byggt upp sem skynjunarnámskeið þar sem unnið er með upplifun þátttakenda af náttúruskoðun með aðferðum þrykkaðferða.

Námskeiðið er samtals tuttugu stundir, fjórir klukkutímar á dag í eina viku.

Kennsla verður frá kl. 11 til 15 daglega og lýkur með sýningu föstudaginn 12. september

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Hlutverkaseturs í síma 517 3471/695 9285 fyrir 5. september

Námskeiðið eru ókeypis

Kennarar: Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir listkennarar

Virk hlustun – einkatímar

Ráðgjafar frá Ráðgjafaskóla Íslands bjóða upp á virka hlustun. Ef þú vilt létta á hjartanu varðandi hvað sem er þá erum við á staðnum til að hlusta. Einnig er hægt að panta tíma á skrifstofunni eða gegnum netfangið: ingadora@hotmail.com

Ráðgjafar: Ása og Inga Dóra
Miðvikudagar Kl. 12.00 – 13.45

Spilum saman á fimmtudögum

Spilafjör á fimmtudögum. Hörkuspennandi spil þar sem ekkert er gefið eftir til að sigra.

Umsjón: Lee Loo og Atli
Tími: Fimmtudagar, Kl. 14.00- 16.00

mexican

Erum útúrknúsuð

Takk fyrir samveruna á Menningarnótt 2014. Þetta er 6. árið sem að Hlutverkasetur býður gestum og gangandi á Menningarnótt upp á ókeypis faðmlag eða knús. Knúsunum var að vanda vel tekið og hér fylgja tvær myndir af viðburðinum. Sjá fleiri myndir á facebook síðu Hlutverkaseturs. Við heitum Hlutverkasetur Ae á Facebook.

knus-ofl-i-agust-024

knus-ofl-i-agust-048

Skemmtilegt fréttaskot af Geggjaða deginum

Skemmtilegt fréttaskoti hér frá 19.júlí þegar Geggjaði dagurinn var haldinn hátíðlegur:

Video: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/19072014/geggjadi-dagurinn

Grein frá Mbl um Geggjaða daginn:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/19/reyndu_islandsmet_i_hopknusi//?fb_action_ids=10152730159132985&fb_action_types=og.recommends&fb_source=feed_opengraph&action_object_map=%7B%2210152730159132985%22%3A729611063752361

Listvist framundan

Vikuna 8 til 12 september verður Hlutverkasetur með vikunámskeið í myndlist með áherslu á þrykk.
Námskeiðið er byggt upp sem skynjunarnámskeið þar sem unnið er með upplifun þátttakenda af náttúruskoðun með aðferðum þrykkaðferða.

Námskeiðið er samtals tuttugu stundir, fjórir klukkutímar á dag í eina viku.
Námskeiðið hefst þann 8. september kl 11.
Kennslan er frá kl 11 til 15 daglega og lýkur með sýningu þann 12. september.

Allir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu Hlutverkaseturs í síma 5173471 fyrir 5. september.
Kennarar eru Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir listkennarar.

Kveðja
Starfsfólk Hlutverkaseturs.

WordPress Themes