ATHUGIÐ

Vegna veðurs riðlast öll dagskrá í dag, sumir kennarara okkar eru veðurtepptir en gott fólk er á staðnum sem tekur vel á móti þeim sem komast vegna veðurs.

Psychodrama um helgina

Þá er komið að síðustu vinnustofu í psychodrama á þessu ári – Athöfn sálar. Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofuna, ef ekki fæst næg þátttaka fellur vinnustofan niður.
Skráning á to@hi.is

Föstudagur og laugardagur, 4. og 5.desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.

Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.

Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.

Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu eða 7. 500 krónur fyrir allar fjórar.

Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

Litlu jól Hlutverkaseturs

Nú er komið að litlu jólum Hlutverkaseturs en þau verða haldin föstudaginn 4.desember kl 12. Eins og venjan er Pálínuboð, þar sem allir koma með eitthvað á borðið. Svo gerum við eitthvað skemmtilegt saman og höfum það kósý fram eftir degi.

Litlu jól