Psychodrama vinnustofur 4. og 5. september

Athöfn sálar

Fjórar vinnustofur verða í Hlutverkasetri á haustmisseri 2015

Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:

I
Föstudagur og laugardagur, 4. og 5. september
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

II
Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. október
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

III
Föstudagur og laugardagur, 6. og 7. nóvember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

IV
Föstudagur og laugardagur, 4. og 5.desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.

Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.

Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.

Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu eða 7. 500 krónur fyrir allar fjórar.

Skráning á netfang Trausta – to@hi.is
eða hjá Helgu í Hlutverkasetri – helga@hlutverkasetur.is

FacebookTwitterGoogle+Deila

Ebba í viðtali

Hér er linkur á nýtt viðtal við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur um atvinnuþátttöku og úr Mannlega þættinum á Rás 1, 28. ágúst 2015.

http://www.ruv.is/frett/greining-getur-skadad-sjalfsmynd-folks

Knús í boði

Við þökkum öllum sem komu og knúsuðu með okkur og auðvitað öllum sem stöldruðu við til að knúsa okkur á Menningarnótt 2015. Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í að knúsa með okkar en meira en 20 manns tóku þátt að þessu sinni.

Hér með fylgja nokkrar myndir og einnig linkur á skemmtilegt viðtal við Helgu iðjuþjálfa í Hlutverkasetri um Knús í boði, árlegan viðburð okkar í Hlutverkasetri, á Menningarnótt

http://ruv.is/sarpurinn/ras-2/svart-og-sykurlaust/20150822

Gott knús

Örmum tveim

Knús í boði

Hópknús

Trommur – Námskeið í samstarfi við Fjölmennt

Framundan er spennandi námskeið á vegum Fjölmenntar: Frá Afríku til Kúbu – Trommur og menning sem haldið verður í Hlutverkasetri. Enn eru nokkur sæti laus og skráning er á heimasíðu fjölmenntar: fjölmennt.is. Námskeiðið kostar en við bendum á að hægt er að sækja um styrk frá Reykjavíkurborg til að standa undir kostnaði. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hltuverkaseturs.

Hér er linkur á upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu Fjölmenntar:

http://www.fjolmennt.is/gedroskun/namskeid/sjalfstyrking—valdefling-/nr/1130