Hlutverkasetur í knúsum

Við þökkum öllum sem lögðu okkur lið í knúsunum á Menningarnótt þann 20.ágúst 2016 kærlega fyrir þátttökuna. Hér fylgja nokkrar myndir af viðburðinum en fleiri myndir má sjá inn á Facebooksíðu Hlutverkaseturs:

Knús á Menningarnótt 2016

14022244_1062452430511438_4994557552001620853_n

14034897_1062452830511398_4051699043465315690_n

14063875_1062452627178085_558163198553936267_n

14064236_1062452417178106_4654048973944170293_n

14064270_1062452570511424_4252059498181831633_n

14068220_1062452453844769_5430831810900411385_n

14095917_1062452510511430_5752308377158334921_n

14095937_1062452690511412_3856483173086508610_n

FacebookTwitterGoogle+Deila

Berjamó

Á fimmtudaginn 25.08. kl.11 verður farið í berjamó. Mæting í Hlutverkasetri kl. 10.30. Takið með ykkur nesti, berjatínur og dósir eða poka. Við söfnumst saman í bíla. Skráning nauðsynleg, á Facebook, með pósti eða síma. Nauðsynlegt að vita hverjir eru tilbúnir að keyra með okkur.
Skráið ykkur endilega

Psychodrama á haustönn 2016

Athöfn sálar – Þrjár vinnustofur verða í Hlutverkasetri á haustmisseri 2016
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:
I
Föstudagur og laugardagur, 23. og 24. september
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
II
Föstudagur og laugardagur, 28. og 29. október
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
III
Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.
Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu.
Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

Langar þig að taka þátt í að knúsa?

Við hvetjum alla sem tengjast Hlutverkasetri að koma og leggja okkur lið í knúsunum á Menningarnótt þann 20.ágúst næstkomandi. Hlutverkasetur hefur boðið gestum og gangandi upp á ókeypis faðmlag á Laugarveginum, síðastliðin 8 ár og við viðhöldum venjunni að sjálfsögðu áfram þetta árið. Við verðum fyrir utan Laugaveg 25 kl. 14, með boli sem á standa Knús í boði. Vonumst til að sjá sem flest ykkar skella sér í boð og knúsa eða bara vera á staðnum og hvetja okkur hin áfram.

Tímasetning: 20.8.2015 14:00 – 15:00
Staðsetning fyrir framan Laugaveg 25, 105 Reykjavík

Knús í boði Hlutverkaseturs

Í ár er 8. árið sem að Hlutverkasetur býður gestum og gangandi upp á ókeypis faðmlag eða knús. Þessu uppátæki okkar hefur verið tekið vel og viljum við hvetja alla sem eiga leið hjá að næla sér í eitt knús já eða tvö. Í boða er að fá stutt knús, langt knús, knús fyrir einn og stundum tvo og þegar vel liggur á þá dettum við jafnvel í hópknús. Nældu þér í eitt knús, það bætir, hressir og kætir.

Tímasetning: 20.8.2015 14:00 – 15:00
Staðsetning fyrir framan Laugaveg 25, 105 Reykjavík