Jólaleikrit Hlutverkaseturs

Leikhópur Hlutverkaseturs auglýsir

Við erum að leita að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í árlegri jólasýningu okkar sem verður þann 18. desember.
Um er að ræða óhefðbundið jólaleikrit sem við skrifum og setjum upp saman.
Við leitum að leikurum og tónlistarfólki ásamt einstaklingum sem vilja taka að sér búninga-, hljóð- og leikmyndagerð.
Allir velkomnir, jafnt reynsluboltar sem þeim sem vilja taka sín fyrstu skref í skemmtilegu andrúmslofti sem skapast í leiklist.
Æfingar verða á mánudögum frá 17.00-19.00 til að byrja með og hefjast 24. nóvember

Edna og Viljar

Tíminn fellur niður

Jóga fellur niður vegna veikinda í dag, miðvikudaginn 19.nóvember.

Fimmtudagshittingur

Við höldum áfram að hittast á fimmtudagskvöldum og núna smellum við okkur á Gaukinn (Gamli Gaukurinn, Tryggvagötu 22). Við ætlum að sötra kaffi, spjalla, kannski grípa í spil og fyrir þá sem vilja vera lengur byrja tónleikar klukkan 22 og eru þeir ókeypis. Þar munu hljómsveitirnar „Electric Elephant“ og „Lucy in Blue“ spila fyrir fullu húsi. Sjáumst hress!!

Hvar? Gamli Gaukurinn, Tryggvagötu 22.
Hvenær? Fimmtudagskvöldið 20. nóvember, kl: 20:00

Skráning í Hlutverkasetri eða í síma 517-3471

Æfing fyrir lífið

Vinnustofur í Hlutverkasetri síðustu helgi í hverjum mánuði,
Fyrsta vinnustofan verður
28. og 29. nóvember 2014
föstudag kl. 16.30 – 19 og laugardag kl. 10 – 16
Unnið verður eftir aðferðum og hugmyndum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama.
Sé orðið psychodrama þýtt beint merkir það athöfn sálar og lýsir þá afar vel því sem fram fer þegar unnið er samkvæmt kenningum Moreno. Sálin vinnur og finnur lausnir á því sem þvælist fyrir okkur í daglegu lífi. Við eyðum oft miklum tíma og orku í að endurlifa atvik úr fortíðinni sem hafa reynst okkur erfið. Í psychodrama er unnið á virkan hátt með það að finna leiðir til þess að veita þeirri orku í jákvæðari farveg.
Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda en aldurstakmark er átján ár.
Alger trúnaður skal vera um þá vinnu sem fram fer á vinnustofum í psychodrama.

Trausti Ólafsson leiðir vinnustofuna.
Hann útskrifaðist með The Advanced Diploma in Psychodrama frá The Northern School of Psychodrama í Englandi vorið 2004. Trausti hefur leitt vinnustofur í psychodrama í Hlutverkasetri frá árinu 2009.
Skráning hjá Trausta á netfanginu to@hi.is og hjá Helgu í Hlutverkasetri
Skráningargjald fyrir hverja helgi: kr. 3.500

Fimmtudagshittingur – Pool/Ballskák

Á fimmtudagskvöldið ætlum við að hittast á poolstofunni í Lágmúla, spjalla, drekka kaffi og spila nokkra leiki.

Hvar: Snóker og poolstofan í Lágmúla 5. (Gengið inn bakatil)
Hvenær: Fimmtudaginn 13. nóvember kl: 19:30

Áhugasamir skrái sig í Hlutverkasetri eða í síma 517-3471

Jóla jóla!

Jólakortagerð

Í þessari viku búum við til upphleypt mynstur á jólakort og bjóðum jafnframt upp á kennslu í origami og quilling kortagerð.

Leiðbeinendur: Anna og Helga
Tími: Miðvikudagar, kl. 13.00-15.00

Jóla – Jóla – Hjartasería

Á miðvikudaginn ætlum við að búa til jólaseríu úr vírherðatré. Þið þurfið að hafa með ykkur ljósaseríu. Einnig ef þið eigið vírherðatré.

Kennari: Anna Henriksdóttir
Tími: Miðvikudagur 12.nóv.kl. 10.-12

WordPress Themes