Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10. október

Á morgun, 10. október verður aðþjóðlegur
geðheilbrigðisdagur haldinn hátíðlegur víða um heim.

Hér á landi eru 20 ár síðan að ákveðið var að þessi dagur
yrði sérstaklega helgaður geðheilbrigðismálum.
Af því tilefni ætlum við www.10okt.com [1] að bjóða ykkur til
hátíðardagskrár í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1 og blómatorgi
Kringlunnar frá kl. 12:15 til kl. 16:00 á laugardaginn.

Liður í hátíðarhöldum dagsins hefur verið skrúðganga eða
geðgóð ganga eins og við höfum nefnt hana síðustu ár.
Þeir sem til þekkja vita að það er öllum boðið að ganga með og
markmiðið hefur ávallt verið sýnileikinn og að reyna að draga
þannig úr eigin og annara fordómum.

Hérna er hægt að sjá dagskrá alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins.
Hátíðardagskrá alþjóða geðheilbrigðisdagsins 2015 (1)

Endilega takið þátt

Nýtt! Naglaásetning

Inga Dóra bíður upp á naglaásetningu á þriðjudögum. Skráning á skrifstofu eða í síma 5173471.

Neglurnar eru náttúrulegar með akríl í og má sjá meiri upplýsingar um þessa gerð af nöglum á heimasíðunni www.abameme.no

Tími: Þriðjudagar 12:40

Skráning á skrifstofu!

on_towel

8 vikna sjálfseflingar námskeið hefst 14.okt

Sjálfsefling – 8 vikur

Stöndum saman
Farið verður í gegnum mismunandi tilfinningar, hugsanir og ávana. Ætlunin er að vinna saman í hóp og er trúnaður áskilinn.

8 vikna lokað námskeið 14.október – 2.desember
Skráning á skrifstofu!

Stjórnandi: Christien Kristjánsson
Tími: Miðvikudagar 14-15