Jóla jóla jólaföndur

Föndrum saman fyrir jólin. Við verðum í sannkölluðu jólaskapi næstu vikurnar og þá munum við bjóða uppá jólaföndur á þriðjudögum kl 13 til 15.
Við byrjum með jólakortagerð á þriðjudaginn 29. nóvember og næstu þrjá þriðjudaga eftir það bjóðum við uppá sýnikennslu í allskonar jólaföndri.Endilega kíkið við hjá Önnu í jólaföndri.
Kv. Anna

FacebookTwitterGoogle+Deila

Athöfn sálar næst 2. og 3. desember

Næsta Psychodrama vinnustofa verður 2. – 3. desember.
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:

Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.
Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu.
Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

Styrkur frá Virk

Útrás virkniúrræði Hlutverkaseturs hlaut styrk frá Virk starfsendurhæfingarsjóði en markmið sjóðsins með styrkveitingunum til virkniúrræða er að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra.

Hér er linkur á heimasíðu Virk þar sem sjá má skemmtilega mynd af okkar fólki:
http://www.virk.is/is/virk/frettir/styrkveitingar-virk-oktober-2016

Frábær föstudagur að baki!

Í dag fórum við á “Jazz í hádeginu” í Borgarbókarsafninu, Grófinni. Þar söng Sigríður Thorlacius lög við ljóð Snorra Hjartarsonar og gerði það einstaklega vel.
Eftir að hafa hlustað á tónleikana röltum við saman yfir í Ráðhús Reykjavíkur þar sem við skoðuðum sýninguna Handverk og hönnun en hún verður áfram yfir helgina og við mælum að sjálfsögðu með því að það kíki sem flestir! Þarna var margt skemmtilegt að skoða og alveg frábært að sjá hversu mikið hugmyndaflug fólk hefur þegar kemur að nýrri hönnun :)
Eigið góða helgi öll sömul!

tonleikar
(Klikkið á myndina til að stækka hana)

Jazz í hádeginu / Handverk og hönnun – Næsta föstudag kl 12

Næsta föstudag, þann 4. nóvember kl 12, ætlum við að kíkja í Borgarbókasafnið þar sem spiluð verður tónlist sem samin hefur verið við ljóð Snorra Hjartarsonar en það er hún Sigríður Thorlacius sem ætlar að syngja fyrir okkur þessi fallegu ljóð.
Eftir að hafa hlýtt á fagra tóna ætlum við síðan að skrölta yfir í Ráðhúsið og skoða sýninguna Handverk og hönnun þar sem hún Svafa okkar verður með verk sín.
Meira um sýninguna hér: Handverk og hönnun

Endilega komið með okkur í skemmtilega bæjarferð! :)

Öðruvísi dagur vakti mikla lukku!

Takk öll fyrir innilegan og góðan öðruvísi dag. En í gær, fimmtudag, var öðruvísi dagur hjá okkur í Hlutverkasetri og þáttakan vonum framar!
Þökkum Trausta sérstaklega fyrir að vinna öðruvísi. Dagurinn verður vítamínsprautan okkar næstu vikurnar og lengi í minnum hafður. Takk öll sem tókuð þátt.
Special thanks to everybody for yesterday. It was truly a fantastic day.

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016