Kvöldsamvera

Á fimmtudagskvöldið ætlum við að hittast í Hlutverkasetri klukkan 19:00 og eiga notalega kvöldstund yfir góðri bíómynd.

Hvar? Í Hlutverkasetri
Hvenær? Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl:19:00

Áhugasamir skrái sig í Hlutverkasetri eða í síma 517-3471

Flakk Lísu Páls

Hér er linkur á skemmtilegt viðtal við nokkra í Hlutverkasetri í þættinum Flakk með Lísu Pálsdóttur á Rás 1. Okkar innlegg er eftir 13 mín og 20 sec.
Viðmælendur Lísu voru þær Elín Ebba Ásmundsdóttir, Benna Fjóludóttir og Edna Lupita.

http://ruv.is/sarpurinn/flakk/22112014

Tíminn fellur niður

Jóga fellur niður í dag vegna veikinda

Jólaleikrit Hlutverkaseturs

Leikhópur Hlutverkaseturs auglýsir

Við erum að leita að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í árlegri jólasýningu okkar sem verður þann 18. desember.
Um er að ræða óhefðbundið jólaleikrit sem við skrifum og setjum upp saman.
Við leitum að leikurum og tónlistarfólki ásamt einstaklingum sem vilja taka að sér búninga-, hljóð- og leikmyndagerð.
Allir velkomnir, jafnt reynsluboltar sem þeim sem vilja taka sín fyrstu skref í skemmtilegu andrúmslofti sem skapast í leiklist.
Æfingar verða á mánudögum frá 17.00-19.00 til að byrja með og hefjast 24. nóvember

Edna og Viljar

Tíminn fellur niður

Jóga fellur niður vegna veikinda í dag, miðvikudaginn 19.nóvember.

Fimmtudagshittingur

Við höldum áfram að hittast á fimmtudagskvöldum og núna smellum við okkur á Gaukinn (Gamli Gaukurinn, Tryggvagötu 22). Við ætlum að sötra kaffi, spjalla, kannski grípa í spil og fyrir þá sem vilja vera lengur byrja tónleikar klukkan 22 og eru þeir ókeypis. Þar munu hljómsveitirnar „Electric Elephant“ og „Lucy in Blue“ spila fyrir fullu húsi. Sjáumst hress!!

Hvar? Gamli Gaukurinn, Tryggvagötu 22.
Hvenær? Fimmtudagskvöldið 20. nóvember, kl: 20:00

Skráning í Hlutverkasetri eða í síma 517-3471

WordPress Themes