Nýtt! Þýska

Þýska - byrjar miðvikudaginn 2.október.
Iðjuþjálfaneminn okkar hún Sabina býður upp á þýsku fyrir byrjendur. Lögð verður áhersla á talað mál og einfaldar setningar.

Kennslan fer fram á þýsku og ensku.
Tími: Miðvikudagar, kl. 11.00-12.00

Tíminn fellur niður!

Framhalds heilsuhópur sem átti að vera milli 11 og 12 í dag, mánudaginn 29.september, fellur niður.

Af hverju vera úti og hreyfa sig?

Af hverju eru allir að segja þér að vera úti og hreyfa þig?

Þriðjudaginn 30. sept kl. 13 verður Pattý, iðjuþjálfaneminn okkar, með fyrirlestur um gagnsemi útvistar, sólarljóss og hreyfingar.

Allir velkomnir

Samverudagur á fimmtudaginn

images-2images-3images-1
Næstkomandi fimmtudag verður dagskrá Hlutverkaseturs með óhefðbundnu móti. Við kjósum að kalla daginn samverudag þar sem við blöndum saman skemmtilegum uppákomum og þátttöku í umræðum (ætlum að vinna hugmyndir að hvernig við getum fagnað 10 ára afmæli Hlutverkaseturs árið 2015). Þema dagsins: hattar og höfuðföt. Allir að mæta með eitthvað höfuðfat.

Skráning er nauðsynleg. símar:517 3471/695 9285 eða á helga@hlutverkasetur.is

Tölvulaus dagur!

Athugið!
Fimmtudaginn 25. september verður tölvuverið lokað allan daginn vegna Samverudags okkar allra. Endilega mætið með góða skapið og takið þátt með okkur öllum.

Attention!
On Thursday 25. of September the computer center will be closed because of the Get Together Day.
Please join us on this special day to have fun.

Tíminn fellur niður!

ZUMBA fellur niður á morgunn, föstudaginn 19.september vegna veikinda.

WordPress Themes