Jóhanna E. Vilhelmsdóttir

Jóhanna E. Vilhelmsdóttir

Meðstjórnandi

Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir kom inn í stjórn Hlutverkaseturs árið 2009 eftir efnahagshrunið. Hún var ráðin til VR sem gerði samning við Hlutverkasetur um að viðhalda virkni félagsmanna í atvinnuleit.

Að loknu verslunarprófi hélt Jóhanna til Bretlands til frekara náms og hefur síðan sótt fjölda námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hún hefur ætíð verið virk í félagsmálum, sat í framkvæmdanefnd um launamál kvenna, í stjórn VR 1983–2009, miðstjórn Alþýðusambands Íslands, stjórn Skjóls, fulltrúaráði Skjóls og Eirar, stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og í Oddfellow-reglunni frá 1982.

Hún starfaði lengst af við auglýsinga- og markaðsstjórn, en hefur einnig unnið sem hlaðfreyja, ritari og gjaldkeri.