Helga Ólafsdóttir

Helga Ólafsdóttir

Iðjuþjálfi

Helga lauk B.S. námi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri vorið 2008 og hóf störf hjá Hlutverkasetri í ágúst sama ár. Helga sinnir sérstaklega þeim sem eru á endurhæfingarlífeyri og þurfa aðstoð við að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Helga er einnig dugleg að taka nema í starfsþjálfun. 2021 gerðist Helga viðurkenndur markþjálfi.

Helga var ár sem skiptinemi í Paraguay og vann lengi við þjónustu og afgreiðslustörf áður en hún hóf nám í iðjuþjálfun. Hún elskar að dansa og er ZUMBA í uppáhaldi enda dansar hún og kennir ZUMBA víðsvegar um bæinn þegar hún er í stuði.

Hún er afar handlagin, hún saumar, heklar, prjónar og föndrar. Helga er hlý, úrræðagóð, röggsöm, fylgin sér, með þróaðan húmor sem fáir fatta. Hún fór að vinna með börnum 2016 en kom aftur til starfa í Hlutverkasetri eftir þriggja ára fjarveru. Hún fann að hjartað sló betur í Hlutverkasetri.