Bergþór Böðvarsson

Bergþór Böðvarsson

NsN starfsmaður/notendafulltrúi

Bergþór Böðvarsson er verkstjóri verkefnisins Notandi spyr notanda, NsN. Hann tók þátt í fyrsta NsN verkefninu árið 2004 og kom síðan aftur árið 2010 sem starfsmaður hjá Hlutverkasetri.

Bergþór stýrir og þjálfar knattspyrnuliðið FC Sækó. Hann var kosinn Reykvíkingur ársins 2018 fyrir þau störf. Hann vinnur einnig sem notendafulltrúi á geðsviði LSH, geðheilsustöð austur og kennir í Bataskólanum. Hann er fyrsti og eini notendafulltrúi og talsmaður sjúklinga á því sviði og hefur mótað það starf allt frá árinu 2006.

Bergþór var einn af frumkvöðlum Hugarafls og lagði þeim lið á fyrstu árum þess. Hann situr í stjórn Geðhjálpar og er fulltrúi í Velferðarvakt heilbrigðisráðuneytisins og í málefnahóp Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.

Bergþór lærði húsasmíði á sínum tíma en fór ungur á örorku. Hann hefur verið fyrirmynd margra með því að stíga fram, deila reynslu sinni og vera virkur þátttakandi í umræðunni um geðheilbrigðismál. Hann hefur skrifað fjöldann allan af greinum um málaflokkinn. Bergþór var með í að móta fyrstu hugmyndirnar um Hlutverkasetur og tekur enn virkan þátt í að þróa starfsemina áfram.

Bergþór hefur reynslu af því að missa tökin og trúna á lífið, en jafnframt að öðlast tilgang á ný — með því að taka þátt og vera virkur. Hann hefur einnig reynslu sem aðstandandi ástvinar sem þjáist af geðröskun.