Anna Gunnhildur Ólafsdóttir

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir

Meðstjórnandi

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir er sviðsstjóri hjá Eflingu-stéttarfélagi. Áður gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Landssamtakanna Geðhjálpar um sex ára skeið frá árinu 2013 til 2019. Þar leiddi hún ýmis konar kynningar- og umbótaverkefni á borð við stofnun Bataskóla Íslands.

Anna Gunnhildur lauk meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006. Í framhaldi af því lauk hún diploma-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Fyrir hafði hún lokið BA-gráðu í íslenskum bókmenntum og diploma-gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla.

Anna Gunnhildur var staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra og verkefnisstjóri í Ráðhúsi Reykjavíkur á árabilinu 2005 til 2013. Hún var blaðamaður á Morgunblaðinu í 14 ár.

Anna Gunnhildur hefur beitt sér fyrir ýmis konar samfélagsumbótum í gegnum tíðina, m.a. á á sviði fjölmenningar, kynjajafnréttis og almennra mannréttinda. Meðfram öðrum störfum hefur hún starfað við ýmis konar ráðgjöf og ritstörf síðastliðin ár.