COVID-19

Í ljósi frétta um samkomubann þá viljum við benda á að við munum halda Hlutverkasetri opnu áfram. Á hverjum tímapunkti eru aldrei það margir hjá okkur að samgöngubannið eigi við. Hinsvegar munum við dreifa vel úr okkur þannig að við virðum fjarlægðir sem er ráðlagt að sé á milli fólks. Mögulega fellum við niður einhver námskeið þar sem við getum ekki tryggt viðunandi fjarlægð. Við höldum áfram að þrífa daglega alla snertifleti og við hvetjum fólk til að sinna handþvotti og handsprittun vel og fara eftir leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu. Njótið helgarinnar og hugsið vel um ykkur. Kveðja, starfsfólk Hlutverkaseturs