Sitt af hvurju tagi
Afnælissýning Maríu Gísladóttur í Hlutverkasetri
15. september – 15. október
virka daga frá 8:30- 16:00
laugardaga 13:00- 16:00
Hlutverkasetur, Borgartúni 1
Gengið inn sjávarmegin
Verið velkomin
Afnælissýning Maríu Gísladóttur í Hlutverkasetri
15. september – 15. október
virka daga frá 8:30- 16:00
laugardaga 13:00- 16:00
Hlutverkasetur, Borgartúni 1
Gengið inn sjávarmegin
Verið velkomin
HULA HVERSDAGSINS
Sýning Hlutverkaseturs í Bókasafni Seltjarnarnes
opnar fimmtudaginn 3. september og stendur til 30. september 2020
Sýnendur eru 21 og hafa unnið teikningar, málað á leirplatta og útbúið taugrímur, pappírsgrímur, leirgrímur og ullargrímur. Verkin eru sett upp víðsvegar um safnið.
Grímur hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Víða um heim hafa fundist leifar af grímum í uppgröftum og vel þekktar eru grímur úr Egypskum grafhýsum. Við hugmyndavinnu sýningarinnar skoðuðu þátttakendur í Listasmiðju Hlutverkaseturs myndir af grímum frá Malasíu, Indónesíu, Kína, Kóreu, Indlandi, Bali, Costa Rica, Bandaríkjunum og Feneyjum. Hver þátttakandi útbjó svo grímu út frá eigin hugmynd eða áhuga og gerði jafnvel eftirmynd af þekktri grímu. Grímurnar eru ýmist unnar úr filtefni, ull, leir, plasti eða pappír. Einnig eru til sýnis myndir af grímum sem eru málaðar í olíu, túss, trélit, vatnslit eða teiknaðar. Þessi sýning er afrakstur rúmlega hálfs árs vinnu sem listkennararnir Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt í Hlutverkasetrinu sem er virknimiðstöð í Borgartúni 1. Þar hefur verið rekin öflug Listasmiðja í rúm ellefu ár. Um starfsemi