Ef hálfur heilinn er Abstract hvað er hinn?

Opnun sýningar 2. mars kl. 15.30 – 17.00
Sýningin er opin daglega frá 8.30 – 16.00 alla virka daga til 27. mars

Um listamaninn Kidda
Kristinn Arinbjörn Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 1977. Hann er alinn upp á Reykhólum til fermingaraldurs og flutti svo í Mosfellsbæinn. Það hefur verið áhugamál hjá honum frá barnæsku að semja tónlist og skapa list. Hann byrjaði 18 ára að spila á bassa og semja lög. Um tvítugt var hann í hljómsveit sem hét Case sem flutti frumsamið efni.
Kristinn hefur gefið út geisladisk og er með tónlist sína á Soundcloud undir nafninu wrighthandcrew.
Myndirnar sem eru til sýnis á þessari sýningu í Hlutverkasetrinu hefur Kristinn unnið á undanförnum tveimur árum. Verkin eru unnin í olíu, vatnslit og teiknuð.

Allir velkomnir

Teikningin af Kidda er eftir Önnu Henriksdóttur