Það hafði lengi verið áhugi fyrir kórsöng bæði í Hlutverkasetri og hjá Rauða krossinum og oft rætt um að fá einhvern stjórnanda. Í fyrra dró svo til tíðinda þegar tveir vaskir menn sem störfuðu í íbúðarkjörnum Reykjavíkurborg mættu gítara á svæðið. Þá var safnast saman einu sinni í viku og tekið lagið. Strax langaði þátttakendum að komast lengra í söngnum og fá stjórnanda og jafnvel rakst á Margréti J. Pálmadóttir, söngkennara, í einni af gönguferðum mínum. Ég herti upp hugann og gaf mig á tal við hana og mér til undrunar gaf hún sér tíma til að hlusta á mig – mann sem hún þekkti ekkert og tók vel í að gefa nokkra söngtíma strax þrátt fyrir mikið annríki. Margrét Pálmadóttir stóð svo sannarlega undir væntingum og vakti mikla lukku. Það kom mér ekki á óvart hve viðbrögðin hjá þátttakendum voru jákvæð því Margrét hrífur fólk með sér og vildu því allir fá framhald eftir sumarfrí.
Við höfðum heppnina okkur Hlutverkasetur tók þátt í Evrópuári gegn félagslegri einangrun og fátækt og að setja á stað kór smellpassaði í það dæmi. Kór var settur á laggirnar og kennslan hófst um haustið og voru þátttakendur um 30 í byrjun. Margrét fékk svo son sin Maríus Sverrisson til liðs við sig og er hann ekki síðri kennari en móðir hans. Að jafnaði voru 20 til 25 þátttakendur sem mættu einu sinni í viku. Ég verð að hrósa þeim Margréti og Maríusi fyrir ótrúlega þrautseigju og lipurð því alltaf voru nýir að bætast í hópinn og aðrir að detta út. Það er erfitt að þjálfa nýja meðlimi jafnframt því að halda dampi með allan kórinn en þau mæðginin voru ekki í vandræðum með að höndla það og voru fljót að aðlaga kennsluna miðað við þarfir hópsins. Kóræfingarnar einkenndust af fjöri og hlátri því Margrét og Maríus eru þeim eiginleika gædd að eiga gott með að koma öllum í gott skap og hvetja fólk áfram. Nafn á kórinn fannst ekki fyrr undir annarlok en þá kom Margrét með tillöguna Venus enda værum við hvert og eitt okkar fallegar stjörnur. Að sjálfsögðu voru allir sáttir við það. Venusarkórinn hélt tvenna tónleika, jólatónleika í desember og vortónleika í byrjun apríl. Báðir tónleikarnir voru haldnir í DOMUS VOX og tókust þeir mjög vel.
Ég vil þakka Margréti og Maríusi fyrir alveg ógleymanlegan vetur og Elínu Ebbu fyrir að sjá til þess að gera þetta mögulegt fyrir okkur. Ég vona að þetta sé aðeins byrjun á samstarfi á milli Söngskóla Margrétar og Hlutverkaseturs. Að lokum þakka ég öllum þeim 70 manns þeim sem ég hef kynnst í gegnum kórinn fyrir og sendi þeim góðar kveðjur.
Jens Jensson