Evrópuár

Evrópuárið 2010 var tileinkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun og tók Ísland fullan þátt, ásamt Noregi og Evrópusambandslöndunum 27. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hafði umsjón með átakinu af  Íslands hálfu.

Hér á landi var lögð áhersla á verkefni sem juku fjölbreytni úrræða og námskeiða til að bæta aðstæður tekjulágra hópa, fjölskyldna, atvinnulausra og fólks með skerta starfsgetu, ásamt verkefnum sem unnu gegn fordómum sem þessir einstaklingar upplifa vegna aðstæðna sinna. Markmiðið var að auka félagslega virkni þeirra sem voru í áhættu að einangrast  vegna langtímaatvinnuleysis eða bágra aðstæðna.

Hlutverkasetur fékk styrk frá sjóðnum 2010 og nýtti hann til að auka og styrkja námskeiðahald. Styrkurinn gerði það að verkum að ákveðin námskeið hafa fest í sessi í Hlutverkasetri og munu halda áfram. Kór Hlutverkaseturs var stofnaður vegna styrksins sem Margrét J. Pálmadóttir í Domus Vox og sonur hennar Maríus Sverrisson sá um. Kórinn starfaði í tvo vetur.
Myndband var gert um einstakling sem stundar Hlutverkasetur, sjá nánar undir myndbönd. Myndbandið var hluti af stærri heild. Gerð voru 29 myndbönd frá jafnmörgum ríkjum sem sýnd voru á lokaráðstefnu sem haldin var í Brussel 17. desember 2010. Tveir fulltrúar frá Hlutverkasetri sátu ráðstefnuna, kynntu nokkur íslensk verkefni og sáu um kynningarbás Íslands. Fulltrúar Hlutverkaseturs komu einnig fram í fjölmiðlum vegna ársins, voru með erindi á málþingum og tóku þátt í lokaráðstefnu sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur einnig þann 17. desember.

http://www.tvlink.org/povertyineurope/mediadetails.php?key=b6b9ad95cfac70d56699&title=Agusta+%E2%80%93+Iceland&titleleft=Your%20country