Eftir efnahagshrunið veturinn 2008 var þekking Hlutverkasetur nýtt í tengslum við atvinnumissir. VR gerði samning við Hlutverkasetur í janúar 2009 í tæp þrjú ár. Styrkurinn var nýttur til að auka framboð á námskeiðum. Fyrstu námskeiðin voru leiklist, myndlist og photoshop. Margir atvinnuleitendur hafa nýtt sér þessi námskeið og hafa síðan boðið upp á styttri eða lengri námskeið sjálfir s.s. jógatíma, magadans og undirbúning fyrir atvinnuviðtal. Atvinnuleitendur hafa því verið stór hluti af starfsseminni sl. ár og aukið fjölbreytni staðarins. Fólk sem er í fullu starfi hefur einnig komið og boðið fram krafta sína, deilt af reynslu sinni og gefið af sér í formi námskeiða eða fyrirlestrahalds. Eins hafa mismunandi grasrótarhreyfingar komið og kynnt starfssemi sína má þar nefna tólf spora kerfið og innhverf íhugun. Hlutverkasetrið hefur einnig boðið einstaklingum sem nýta sér önnur atvinnutengd úrræði tækifæri á að þjálfa sig á staðnum með því að skipuleggja námskeið og halda þau sem brú út á almennan atvinnumarkað.