Hlutverkasetur býður upp á atvinnulega endurhæfingu fyrir einstaklinga sem misst hafa hlutverk í kjölfar geðraskana. Starfsemin nýtist einstaklingum í bataferli sem vilja breyta eða viðhalda fyrra lífsmynstri sínu en þurfa stuðning og hvatningu.

Við aðstoðum einstaklinga við að halda í vonina og horfa fram á veginn gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni.

Hlutverkasetur starfar á jafningjagrunni og er starfsemin í stöðugri mótun. Það eru ekki síst notendur sem hafa áhrif á þróun starfseminnar með framlagi sínu.
Með því að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum, fitja upp á nýjungum, flytja fyrirlestra eða þróa námskeið um áhugamál sín á sér stað frjó og jákvæð þróun innan fyrirtækisins.