Verkefni innan Hlutverkaseturs eru fjölbreytt og í stöðugri þróun:

Geðræktarnámskeið og fræðsla
Hlutverkasetur býður upp á geðræktarnámskeið og/eða fræðslu fyrir einstaklinga, stjórnendur, fyrirtæki, skóla og almenning. Fræðsla um geðrækt gefur almenningi verkfæri í hendur til að efla bæði eigið geðheilbrigði og annarra. Sjá nánar undir geðræktarfræðsla og námskeið.

Valdefling í verki
Hlutverkasetur í samvinnu við Háskólans á Akureyri tekur að sér að halda fræðsludaga víða um land fyrir almenning um valdeflingu, notendarannsóknir, batahvetjandi þjónustu og reynslu notenda. Sjá nánar undir Valdefling í verki.

Notandi spyr Notanda (NsN)
Meginmarkmið verkefnisins er að kanna stöðu, ímynd, upplifun og reynslu einstaklinga með geðraskanir. Fá sýn notenda á þjónustunni; hvað þeir kunna að meta, hvað þeim er mikilvægt eða hvað þeim finnst vanta. Í NsN er það fyrst og fremst starfsfólk með notendareynslu sem aflar gagnanna, greinir gögnin og setur saman í skýrslu. Sjá nánar undir NsN verkefnið.