Ný vefsíða komin í gagnið

Ný vefsíða Hlutverkaseturs er komin í loftið og var markmiðið að gera efni hennar aðgengilegra og notendavænna. Allar ábendingar og hugmyndir um hvað mætti betur fara eru þó vel þegnar. Einhverjar nýjungar bætast síðan við í vetur, t.d. þýðingar á ensku á helstu hlutum síðunnar.

Breytingar
Helstu breytingar eru m.a. þær að stundaskrá vikunnar er núna gerð beint inn á vefnum og hægt að smella í hvert námskeið til að fá ítarlegri upplýsingar.
Upplýsingar um starfsmenn og stjórn hafa verið settar upp á aðgengilegri máta, safnað hefur verið saman greinum um starfsemi Hlutverkaseturs úr helstu vef- og fréttamiðlum á einn stað og reynslusögur notenda eru orðnar lesendavænni.