Hlutverkasetur býður upp á ókeypis námskeið og hvetur alla sem vilja halda sér virkum að nýta sér það sem í boði er. Flestir tímarnir eru opnir og velkomið að bætast í hópinn hvenær sem er. * Þau námskeið sem eru stjörnumerkt * þarf að skrá sig í síma 517-3471.

Til að sjá stundaskrá klikkið hér:

01.-05. október

Menningarmargfætlan – OPNIR TÍMAR

Kína – OPNIR TÍMAR

Keramikmálun – OPNIR TÍMAR

Teikning – OPNIR TÍMAR

Smámyndir – OPNIR TÍMAR

Japönsk málun – OPNIR TÍMAR

Tréperlufestar – OPNIR TÍMAR

LAN – OPNIR TÍMAR

Fótbolti – OPNIR TÍMAR

Borðtennis / Ping pong – OPNIR TÍMAR

Handavinnuhornið – OPNIR TÍMAR

Grafík – OPNIR TÍMAR

Dútleikning – OPNIR TÍMAR

Kúlupennateikning – OPNIR TÍMAR

Húsfundir – ALLIR VELKOMNIR

Leiklist – OPNIR TÍMAR

Spuni – OPNIR TÍMAR

Stafræn frásögn – OPNIR TÍMAR

Psychodrama Athöfn sálar – *SKRÁNING

Sjósund – OPNIR TÍMAR

Skák og mát – OPNIR TÍMAR

Slökun – OPNIR TÍMAR

Teygjur – OPNIR TÍMAR

Matur í hádeginu – OPNIR TÍMAR

Vatnslitanámskeið – OPNIR TÍMAR

Glermálun – OPNIR TÍMAR

ZUMBA – OPNIR TÍMAR

Námskeið sem haldin eru þegar næg þátttaka fæst:

Leirmótun – OPNIR TÍMAR

Listvist – *SKRÁNING

————————————————————————–

Menningarmargfætlan – OPNIR TÍMAR

Við skoðum listasýningar, söfn, arkítektúr og kíkjum jafnvel á tónleika á Kjarvalsstöðum.
Umsjón: Anna
Tími: Mánudagar kl 13-15

Kína – OPNIR TÍMAR
Aimee Zheng heldur fyrirlestra um heimaland sitt, Kína. Hún kynnir fyrir okkur menningu, tungumál og sögu Kína.
Umsjón: Aimee Zheng
Tími: Mánud. kl 15:15-16:00

Keramikmálun – OPNIR TÍMAR

Málað á upphleyptar keramikmyndir.
Umsjón: Svafa
Tími: Mánudagar kl 10-12

Teikning – OPNIR TÍMAR

Anna kennir okkur helstu undirstöðuatriði í teikningu. Allir velkomnir, vanir sem óvanir.
Umsjón: Anna
Tími: Mánudagar kl 10-12

Smámyndir – OPNIR TÍMAR

Litlar vatnslitamyndir sem verða síðar notaðar í kortagerð þegar þar að kemur.
Umsjón: Svafa
Tími: Þriðjudagar kl 10-12

Japönsk málun – OPNIR TÍMAR

Anna kennir okkur hefðbundna, japanska málun.
Umsjón: Anna
Tími: Fimmtudagar kl 10-11

Tréperlufestar – OPNIR TÍMAR

Hér getum við útbúið skartgripi á einfaldan hátt úr tréperlum sem hægt er að mála eins og hver vill.
Umsjón: Kristín
Tími: Mánudagar kl 13-15

LAN – OPNIR TÍMAR
Ýmsir leikir í boði. T.d. Counterstrike, Battlefield 2, Battlefield Vietnam, Half Life 2, Warcraft 3 og margir fleiri
Umsjón: Kjell
Tími: Þriðjudagar og fimmtudagar kl 16-20

Fótbolti – OPNIR TÍMAR

Hlutverkasetur, Velferðarsvið Rvk. og endurhæfing geðsviðs hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á fótbolta tvo daga í viku.

Umsjón: Bergþór
Tími: Mánudagar kl 13:00 – 14:00 í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni
Miðvikudögum kl 13:00 – 14:00 í Fífunni, Kópavogi

Frekari upplýsingar eða fyrirspurnir veitir Bergþór í s: 824-5315 eða á bergbo@landspitali.is

Borðtennis / Ping pong – OPNIR TÍMAR

Opnir tímar í borðtennis.
Umsjón: Andri og Laco
Tímar: Þriðjudagar kl 16-18, miðvikudagar kl 13-15 og fimmtudagar kl 16-18

Handavinnuhornið – OPNIR TÍMAR

Á fimmtudögum hreiðrum við um okkur í sófahorninu, prjónum, heklum eða saumum og spjöllum.

Umsjón: Hulda
Tími: Fimmtudagar kl 10:00 – 12:00

Grafík – OPNIR TÍMAR

Anna kennir okkur aðferðir í grafíkprenti og eru útkomurnar jafn fjölbreyttar og aðferðirnar eru margar.
Umsjón: Anna
Tími: Miðvikudagar kl 13-15

Dútleikning – OPNIR TÍMAR

Frjálsir teiknitímar þar sem fólk er hvatt til þess að nota penna eða blýant og “dútla” mynstur á blað án þess að hugsa of mikið út í lokaútkomuna. Einnig er hægt að læra að teikna “mandala” fyrir þá sem hafa áhuga.
Umsjón: Dísa
Tími: Þriðjudagar kl 13-15

Kúlupennateikning – OPNIR TÍMAR

Hér getum við æft okkur í að skyggja með kúlupennum líkt og skyggt er með blýanti. Mælt er með að fólk taki með sér BIC kúlupenna en annars eru örfáir pennar til afnota á staðnum.
Umsjón: Dísa
Tími: Miðvikudagar kl 13-15

Húsfundir – ALLIR VELKOMNIR

Allir sem stunda Hlutverkasetur eru hvattir til að sækja húsfundi til að fá nýjustu upplýsingar og taka þátt í mótun staðarins.

Tími: Þriðjudagar, kl. 12:00 – 12:30

Leiklist – OPNIR TÍMAR

Í þessu námskeiði æfum við samskipti og tjáningu út frá ýmsum sviðslistaaðferðum s.s. spuna, hagnýtri leiklist (Teatro-Aplicado) og líkamstjáningu. Leitast er við að styrkja sjálfsmyndina með því að segja sögur, fara í hlutverk og sleppa fram af sér beislinu í góðum félagsskap.

Kennari: Edna Lupita
Tími: Fimmtudagar kl 15 – 16

Spuni – OPNIR TÍMAR
Gúi kennir okkur ýmsar aðferðir í spunalistinni

Kennari: Gúi
Tími: Þriðjudagar kl 15:15 – 16:45

Stafræn frásögn – OPNIR TÍMAR
Gúi og María kenna okkur stafræna frásögn (digital storytelling) og hvernig þessi aðferð getur nýst okkur sem tjáningaraðferð, til dæmis til þess að vinna úr eigin áföllum.

Umsjón: Gúi og María
Tími: Föstudagar kl 13:00 – 15:00

Psychodrama Athöfn sálar – *SKRÁNING

Athöfn sálar – Fjórar vinnustofur verða í Hlutverkasetri á vormisseri 2017
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:
I
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. febrúar
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
II
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. mars
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
III
Föstudagur og laugardagur, 7. og 8. apríl
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.

Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu eða 7. 500 krónur fyrir allar fjórar.

Skráning á netfang Trausta – to@hi.is

Sjósund – OPNIR TÍMAR

Sjóbað og sjósund í Nauthólsvík allt árið. Öll aðstaða til fyrirmyndar, inniklefar með sturtum og stór heitur pottur og best af öllu það kostar ekkert. Sjoppa á staðnum með heitum drykkjum og snarli.
Tími: lagt af stað frá Hlutverkasetri kl. 10.30 á miðvikudögum og safnast saman í bíla

Skák og mát – OPNIR TÍMAR

Hörður og Hjálmar frá Vinaskákfélaginu munu mæta á svæðið á fimmtudögum til að tefla og hrífa okkur með inn í töfra manntaflsins.

Leiðbeinendur: Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason
Tími: Þriðjudagar 13:00 – 15:00

Slökun – OPNIR TÍMAR

Slökun er aðferð sem hefur góð áhrif á líkama og sál. Hvað er notalegra en að kúra undir teppi og slaka vel á. Eftir hálftíma slökun rísum við upp hress og endurnærð og verkefni dagsins verða sem leikur einn. Dýnur og teppi eru á staðnum.

Leiðbeinandi: Kristín
Tími: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 12.30 – 13.00

Teygjur – OPNIR TÍMAR

Anna og María sjá til þess að við teygjum almennilega úr okkur fyrir daginn.
Umsjón: Anna og María
Tími: Fimmtudagar kl 9:30 – 10:00

Matur í hádeginu – OPNIR TÍMAR

Kokkarnir Óli og Guðrún koma annan hvern miðvikudag og laga gómsætan mat.
Maturinn verður svo framreiddur um kl. 12:00

Tími: Annar hver miðvikudagur, kl. 12:00 (Næst 20. sept og 4. okt)
Umsjón: Ólafur Örn Jónsson og Guðrún Arna Björnsdóttir

Vatnslitanámskeið – OPNIR TÍMAR

Kennd verða undirstöðuatriði í vatnslitamálun. Ef þátttakendur eiga vatnsliti er ágætt að þeir komi með sína liti og pensla.

Kennari: Anna Henriksdóttir
Tími: Miðvikudagar 10-12

Glermálun – OPNIR TÍMAR
Hér málum við, með sérstökum glerlitum, á krukkur, glös og kertastjaka. Gætu orðið góðar jólagjafir.
Umsjón: Dísa
Tími: Föstudagar kl 11-13

ZUMBA – OPNIR TÍMAR

Komdu í ZUMBA partý í Hlutverkasetri á föstudögum.
Skemmtileg tónlist og auðveld spor, þú þarft ekki að kunna að dansa til að vera með. Mættu, hreyfðu þig og hafðu gaman.
Verið í þægilegum fötum og íþróttaskóm.
Lágmarksþátttakenda fjöldi eru 2 einstaklingar annars fellur tíminn niður.

Kennari: Kremena
Tími: Föstudagar kl. 11.30-12.15

Námskeið hér að neðan eru haldin þegar næg þátttaka fæst: ÁHUGASAMIR HAFI SAMBAND Á SKRIFSTOFU HLUTVERKASETURS EÐA Í SÍMA 517-3471

Japönsk málun – OPNIR TÍMAR

Málað er með tússi og japönskum penslum á pappír.
Á námskeiðinu er farið í hugmyndavinnu og útfærslu með
tilliti til asískra hugmynda um myndefni.
Námskeið eru að jafnaði 4 vikur.

Kennari: Anna Henriksdóttir
Tími: Þetta námskeið er haldið þegar næg þátttaka fæst og er skráning á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471

Leirmótun – OPNIR TÍMAR

Námskeið í leirmótun.
Vinnum skemmtilega hluti úr leirnum, skælbrosandi.

Kílóverð á leir er kr. 1.400.-

Kennari: Svafa Björg
Tími: Þetta námskeið er haldið þegar næg þátttaka fæst og er skráning á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471

Listvist – *SKRÁNING

Listvist – náttúrusmiðja – vikunámskeið í listtengdum greinum. Farið er út í náttúruna, hún skoðuð og unnið er með náttúruformin í með ýmsum listaðferðum. Markmiðið er að hvetja þátttakendur til sköpunar og þekkingar og efla þá til sjálfstæðrar listsköpunar. Námskeiðið stendur yfir daglega frá 10 til 15. Skyldumæting er mánudag og föstudag en val er um hvort mætt er einn til þrjá daga í miðri viku. Þátttakendur þurfa að vera búnir til útiveru mánudag og fimmtudag. Gott er að koma með myndavél og nesti. Kennarar eru tveir reyndir listamenn með kennsluréttindi.

Kennarar: Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir
Tími: Þetta námskeið er haldið þegar næg þátttaka fæst og er skráning á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471