Hvernig byrja ég í Hlutverkasetri?
Komdu í kynningu – opnar kynningar eru á föstudögum 13-14 en einnig er hægt að bóka kynningu á öðrum tímum gegnum starfsmenn í síma 517-3471. Einnig má „droppa“ inn og taka sjénsinn að einhver sé laus til að kynna staðinn.
Í kynningu er farið yfir hvað er í boði, hvernig fólk getur nýtt sér staðinn og hver næstu skref eru.

Skráningarblað – mikilvægi þess að skrá sig.
Hlutverkasetur er rekið með þjónustusamningum og skráning því nauðsynleg. Því biðjum við alla að fylla út skráningarblað þegar þeir byrja að sækja staðinn. Skráningarblaðið má nálgast á skrifstofu Hlutverkaseturs eða nálgast á heimasíðunni. Þegar þú ert farin að mæta reglulega gæti verið að þú værir beðinn að fylla út eyðublað um heilsutengd lífgæði.

Hlutverkasetur hvetur alla sem vilja halda sér virkum að nýta sér það sem í boði er. Hægt er að kíkja í kaffi eða tölvuna, spjalla við fólk á staðnum eða sækja námskeið fólki að kostnaðarlausu.Flest eru opin og velkomið að bætast í hópinn hvenær sem er. Nokkur námskeið þarf þó að skrá sig í og eru þau merkt í stundaskrá með stjörnu *
Skráning í námskeið og kynningar á skrifstofu Hlutverkaseturs eða í síma 517-3471.