Mömmuleikni – Vornámskeið

Við viljum vekja athygli á námskeiðinu Mömmuleikni sem verður haldið nú í sjötta skiptið í Hlutverkasetri vorið 2018. Námskeiðið er frítt fyrir mömmur.
Mömmuleiknin er fyrir mæður með geðrænan vanda (kvíða, þunglyndi eða annað) sem eiga barn/börn á aldrinum 2 – 5 ára, en börnin eru ekki með á námskeiðinu.

Námskeiðið er fræðsla, ekki meðferð, einu sinni í viku í 6 vikur, en einnig er boðið upp á einstaklingsviðtöl kjósi mæður að nýta sér það. Mömmuleikni er styrkt af Soroptimistakonum í Reykjavík og er samvinnuverkefni milli Hlutverkaseturs og geðsviðs Landspítala. Mömmuleiknin er einungis fyrir mæður vegna styrks Soroptimistakvenna sem starfa í þágu kvenna, þó að full þörf sé á slíku námskeiði fyrir feður líka.

Verið velkomin að benda mæðrum og/eða viðeigandi fagfólki á námskeiðið ef áhugi er fyrir hendi.

Hér að neðan eru nánari upplýsingar varðandi markmið með Mömmuleikninni og meðfylgjandi er auglýsing um Mömmuleiknina sem hefst miðvikudaginn 18.apríl kl. 9:30 í Hlutverkasetri.

Markmið með námskeiðinu er:
– Að mæður fái fræðslu og hvatningu til að tileinka sér tengslanálgandi hugarfar í samskiptum við börn sín.
– Að mæður fá fræðslu og innsýn í hvað getur legið að baki hegðun barna.
– Að mæður fái gagnleg og hagnýt ráð til að nýta sér í samskiptum sínum við börn sín og almennt til að draga úr streitu á heimilinu
– Að mæður öðlist innsýn í skynúrvinnslu barna, skynúrvinnsluvanda, birtingamynd þess og fái gagnleg ráð við skynúrvinnslu barna.
– Að mæður fái upplýsingar um hvert þær geti leitað sé þörf á stuðning eða meðferð í tengslum við móðurhlutverkið.

Mömmuleikni auglýsing vor 2018 png