Labbitúr með Björgu Elínu um Hljómalindarreit

Þar sem pöbbinn SIRKUS var – var  áður matvöruverslunin Vaðnes. Þar verslaði Steini. Hann hét Þorsteinn alltaf kallaður Steini í Vaðnesi. Hætti hann rekstri verslunarinnar upp úr 1970.

Á Hljómalindarreitnum (nýi garðurinn á milli Laugavegs- og Hverfisgötu) voru nokkur hús sem nú er búið að rífa. Saga þeirra verður sögð ásamt sögu fleiri húsa á þessum reit og sagt frá fyrrum íbúum húsanna.

Lagt verður af stað frá Hlutverkasetri kl. 11:00 miðvikudaginn 22.júlí

Þátttaka tilkynnist í síma 5173471 eða  6959285.