Svafa Einarsdóttir

Svafa Einarsdóttir

Myndlistarkennari/verktaki

Svafa Einarsdóttir hóf störf hjá Hlutverkasetri árið 2011. Hún kennir leirmótunaraðferðir og tekur þátt í listvistarvikum og aðstoðar við uppsetningu á listasýningum og listviðburðum.

Svafa var í listkennaranámi á sama tíma og Anna Henriksdóttir og útskrifaðist þaðan með Art.Ed. gráðu. Í náminu urðu fljótt augljósir hæfileikar hennar og því var hún lokkuð til starfa hjá Hlutverkasetri.

Svafa hefur búið lengst af í Bretlandi. Hún flutti þangað búferlum eftir að hún lauk keramiknámi í MHÍ fyrir þremur áratugum síðan. Í Bretlandi rak hún vinsælt gler- og leirkerasmíðaverkstæði en flutti síðan aftur til Íslands árið 2009 og hóf þá framhaldsnám við Listaháskóla Íslands.

Svafa er hörkudugleg, ósérhlífin, hreinskilin, ákveðin og með myrkan en skemmtilegan húmor. Hún rekur sína eigin keramikstofu, er með listagallerí á Skólavörðustígnum og er auk þess í hlutastarfi hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur ásamt ýmsu öðru.