Svafa Einarsdóttir

Svafa Einarsdóttir

Myndlistarkennari/verktaki

Svafa Einarsdóttir hóf störf hjá Hlutverkasetri árið 2011. Hún kennir leirmótunaraðferðir og tekur þátt í listvistarvikum og aðstoðar við uppsetningu á listasýningum og listviðburðum.

Svafa var í listkennaranámi á sama tíma og Anna Henriksdóttir og útskrifaðist þaðan með Art.Ed. gráðu. Í náminu urðu fljótt augljósir hæfileikar hennar og því var hún lokkuð til starfa hjá Hlutverkasetri.

Svafa hefur búið lengst af í Bretlandi. Hún flutti þangað búferlum eftir að hún lauk keramiknámi í MHÍ fyrir þremur áratugum síðan. Í Bretlandi rak hún vinsælt gler- og leirkerasmíðaverkstæði en flutti síðan aftur til Íslands árið 2009 og hóf þá framhaldsnám við Listaháskóla Íslands.

Svafa er hörkudugleg, ósérhlífin, hreinskilin, ákveðin og með myrkan en skemmtilegan húmor. Hún rekur sína eigin keramikstofu, er með listagallerí á Skólavörðustígnum og er auk þess í hlutastarfi hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur ásamt ýmsu öðru.

Svafa Einarsdóttir began working at Hlutverkasetur in 2011. She teaches clay-sculpting and assists with the preparation of art exhibitions and happenings.

Svafa graduated with an Art.Ed. degree and has mostly been living in the UK. She moved there after finishing a degree in ceramics at Iceland’s University of the Arts—three decades ago. In the UK she ran a popular glass and clay workshop but moved back to Iceland in 2009 to further her education at Iceland’s University of the Arts.

Svafa is very efficient, selfless, honest, firm and has a dark but a funny sense of humor. She runs her own ceramic workshop and an art gallery in Reykjavík and has a part-time job at The Reykjavík School of Visual Arts.