Orri Hilmarsson

Orri Hilmarsson

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa

Orri er krabbi, tilfinninganæmur með sterka réttlætiskennd. Handknattleikur mótaði hann í æsku. Hann var annað hvort inn á vellinum að skora mörk, fyrir utan að hvetja sitt lið eða sem þjálfari unglingadeildarinnar. Hann fæddist með handknattleiksgen, afi hans, pabbi og bróðir lifðu og hrærðust einnig í greininni. Orri hefur starfað við byggingariðnað, lærði rafvirkjun í Iðnskólanum og starfaði í þeirri grein í tvö ár. Fyrir áratug missti Orri fótfestuna í lífinu. Síðan þá hefur hann orðið sérfræðingur sem notandi. Hann hefur verið á hinum ýmsu endurhæfingardeildum og býr nú í íbúðarkjarna á vegum Reykjavíkurborgar. Þegar hann var þjálfari unglinga í handknattleik var hann naskur að sjá styrkleika og veikleika liðsmanna. Hann hefur yfirfært þessa þekkingu og er fljótur að átta sig á styrkleikum og veikleikum í þjónustunni og vill leggja sitt að mörkun til að bæta hana. Hann spilar með FC sækó
fótboltaliðinu, tekur þátt í leikhóp Hlutverkaseturs og spilar á trommur þegar tækifæri gefst.