María Gísladóttir

María Gísladóttir

Leiðbeinandi/almannatengill

María Gísladóttir sér um samskiptamiðlana hjá Hlutverkasetri og setur þar reglulega inn tilkynningar, myndir og myndskeið. Hún hefur góðan myndlistarbakgrunn og hefur sótt ýmis námskeið tengd ólíkri listsköpun.

María leggur sig fram við að taka sérstaklega vel á móti fólki, er góður leiðbeinandi og aðstoðar við flest námskeið ef liðsauka vantar. María hefur búið á hinum ýmsu hlutum jarðarkringlunnar, s.s. í Ísrael, Egyptalandi, Sýrlandi og Króatíu. Hún er jákvæð, hláturmild, skyldurækin, ósérhlífin, gjafmild og samviskusöm en jafnframt svolítið gleymin og utan við sig! 🙂

María var fljót að finna sinn farveg hjá Hlutverkasetri og hefur tekið þar þátt í fjölmörgum myndlistarsýningum og listuppákomum. Hún er sérfræðingur í afleiðingum ýmiss konar andlegs ofbeldis og þekkir vel til úrræða sem auðvelda einstaklingum að feta sig uppá við eftir áföll.
María deilir gjarnan reynslu sinni og veitir jafningastuðning.