Kremena Demireva

Kremena Demireva

Dansari og Verktaki Dance Instructor and Contractor at Hlutverkasetur

Kremena Demireva

Kremena er fædd og uppalin í Búlgaríu. Hún nam kvikmyndafræði þar í landi og útskrifaðist sem kvikmyndasmiður á níunda áratugnum. Hún varð ástfangin, gifti sig og fylgdi síðan sínum manni sem var boðin vinna á Íslandi sem íþróttaþjálfari. Árin liðu, Kremena eignaðist 3 börn. Hún vann lengst af sem leiðbeinandi hjá Leikskólum Reykjavíkurborgar. Fyrir nokkrum árum varð Kremena fyrir áfalli, missti sjálfstraustið og akkerið í lífi sínu. Hennar ástríða er saumaskapur, hönnun, dans og mannnrækt. Hún þolir illa misrétti og mismunun og liggur ekki á skoðunum sínum. Ásamt því að kenna Zumba í Hlutverkasetri, tekur hún að sér viðgerðir á fötum, aðstoðar við saumaskap og tekur verkefni að sér á vegum Árbæjarsafns. Hún vinnur jafnframt sem liðveisla hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts og sinnir konum sem hafa einhverra hluta vegna einangrast. Kremena er afar jákvæð, vinsæl á meðal jafninga og alltaf stutt í grínið.