Einar Kvaran

Einar Kvaran

Stuðningsfulltrúi

Einar Kvaran lauk Mastersprófi í heimspeki  árið 2007. Síðan þá hefur hann að mestu unnið að geðheilbrigðismálum, sem verkefnastjóri hjá Geðhjálp og síðar Reykjavíkurborg. Einar hefur einnig unnið sem stuðningsráðgjafi á búsetukjörnum fyrir geðfatlaða og er í stjórn Geðhjálpar. Einar hefur góða nærveru er áhugasamur um fólk og góður hlustandi.  Hann íhugar lífið og tilveruna á heimspekilegan máta og er góður í að spjalla og spyrja spurninga. Hann hefur auk þess notendareynslu sem nýtist honum vel í starfi. Einar nýtur þess að ganga, hjóla og stundar sjósund allt árið um kring.  Einar metur fjölskyldu og vini ofar öllu og leggur metnað sinn í að sinna strákunum sínum tveimur.