Andri Vilbergsson

Andri Vilbergsson

Iðjuþjálfi/atvinnuráðgjafi

Andri Vilbergsson er iðjuþjálfi og atvinnuráðgjafi hjá Hlutverkasetri. Andri lauk B.S. námi í iðjuþjálfun árið 2013 og starfaði í framhaldinu sem iðjuþjálfi á geðsviði LSH.

Andri var fyrsta árið bæði hjá Hlutverkasetri og í Batamiðstöðinni á geðsviðinu til að tryggja gott samstarf og samfellu á milli staða. Í dag vinnur hann hjá Hlutverkasetri auk þess að vera fótboltaþjálfari hjá Breiðabliki.

Andri hjólar til vinnu, er hlýr og nærgætinn í samskiptum og alltaf liðtækur fyrir fótboltaliðið FC sækó. Hans aðalstarf er Útrás, sem er atvinnuþátttökuverkefni á vegum Hlutverkaseturs.

Þar fær hann útrás fyrir ástríðu sína í starfi þ.e. að koma sem flestum út á vinnumarkað sem hafa áhuga og getu til að vinna, en hafa einhverra hluta vegna ekki tekist að komast þangað af eigin rammleik.