LAN og spuni byrja aftur eftir sumarfrí

Lanið er byrjað aftur. Það verður á fimmtudögum frá 13:30 – 16:00
Alexander verður á staðnum og aðstoðar þá sem vilja og þess þurfa.
Annars er leikið af fingrum fram.

Allir velkomnir sem hafa áhuga.
Mismunandi leikir í boði.

Spuninn er byrjaður aftur og nú í umsjón Maríu.
Fimmtudagar kl 14 – 16

Opið í Hlutverkasetri

Höfum opnað aftur eftir sumarfrí. Opið eins og venjulega 8:30 – 16:00. Athugið lokað frídag verslunarmanna, mánudaginn 6.ágúst.

Frábær myndasaga um Hlutverkasetur

Um daginn kom til okkar nemi frá Myndlistarskóla Reykjavíkur, hún Elísabet Rún, og fékk hún að kynnast lífinu hér í Hlutverkasetri. Hún vann síðan lokaverkefnið sitt út frá þeirri reynslu og þetta er alveg stórkostlegt!
@elisabetrun á instagram
Endilega kíkið á þessar frábæru myndasögur hér: Að fá hlutverk í eigin lífi

Stressandi leikur? Ekki er allt sem sýnist

Leikverkið Stressandi leikur? Ekki er allt sem sýnist, er byggt á tveimur ljóðum sem leikstjórinn samdi þegar hann var að glíma við geðveiki. Inn í það spinnist saga sem var gripin á lofti. Sögusviðið er fjölskylda sem er að takast á við raddir, stress og fordóma.
Hlátur, grátur og skemmtileg músík.

Sýnt í Hinu húsinu fimmtudaginn 10. maí kl. 20

Ekki er allt sem sýnist

Alþjóðlegur dagur hljáturjóga

Það verður alþjóðlegur hláturjógadagur, sunnudaginn 6. Maí, klukkan 13:00. Tilvalið tækifæri til að prófa hláturjóga.
Þetta er árlegur viðburður og það er rosalega skemmtileg upplifun þegar svona margir hlæja saman og mun gleðivíman, sem þssu fylgir, örugglega endast út vikuna.
Fjölmennum í Laugardalinn, við þvottalaugarnar, hlæjum og gleðjumst saman.
ALLIR VELKOMNIR!
Ókeypis aðgangur.
Þetta er haldið utandyra (vonandi hlær sólin með okkur) svo verið klædd eftir veðri.
Fyrir nánari upplýsingar, hringið í síma: 7616830
Hláturjóga

Franska fellur niður

Frönskukennslan fellur niður í næstu og þarnæstu viku, miðvikudagana 2. og 9. maí en byrjar aftur 16. maí þaðan sem frá var horfið 🙂

Tombóla til styrktar Rauða Krossins

Laugardaginn 28. apríl munu börn blása til tombólu í Borgarbókasafninu, Spönginni, í samvinnu við Rauða Krossinn.
Allur ágóði rennur til Rauða Krossins.
Heitt á könnunni 🙂

Nánar hér:
Börn blása til tombólu

1. maí !!

Hugmyndin er að við gætum hist hér í Hlutverkasetri um kl 11:30 og borðað saman. Verið síðan samferða í gönguna eða hist á Lækjartorgi. Munið að klæða ykkur eftir veðri! 🙂

Nánar hér:
1. maí

Hlutverkasetur á FB

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Hlutverkaseturs.

Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae10. desember 2018 @ 12:45
Við opnum sýningu á morgun þriðjudaginn 11. desember kl. 14.00. Í nóvember vorum við með listvist og vatnslitatíma í hádeginu. Hér eru verkin sem sköpuðust þá.
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae7. desember 2018 @ 15:18
Frábær bók frá Ágústi Kristjáni Steinarrssyni
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae6. desember 2018 @ 10:35
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae6. desember 2018 @ 10:16
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae5. desember 2018 @ 18:56
Á morgun fimmutdag byrjar nýr hópur í Markmiðssetningu. Tímarnir eru milli klukkan 11 og 12 og verða alls 8 skipti. Allir velkomnir
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae4. desember 2018 @ 13:53
Jólamarkaður Janusar