Óskum eftir garnafgöngum

Við í Hlutverkasetri ætlum að glæða ljósastaura miðbæjarins lífi með því að prjóna eða hekla trefla á þá. Ef þú átt garnafganga sem þú gætir gefið í þetta þá væri það mjög vel þegið.  

Allir velkomnir í að prjóna trefla

yarn20logo

Sjálfsvarnardans

Glænýtt námskeið

Sjálfsvarnardans – leið til aukins persónulegs þroska
Sjálfsvarnardans er þjálfun sem sameinar danshreyfingar og mismunandi dansstíla svo sem afrískan dans, „trance“ og nútímadans með sjálfsvarnarhreyfingum og tækni.
Danstónlistin hjálpar okkur að fylgja hreyfingunum að innlifun.
Lærið hvernig hægt er að leyfa andanum að yfirtaka líkamann meðan þú framkvæmir sjálfsvarnardansinn.
Mikilvægt er að þátttakendur mæti í þægilegum fatnaði.

Leiðbeinandi: Gray Johnson
Tími: Miðvikudaga kl. 14:45-15:45
Staður: Hlutverkasetur, Laugavegi 26, 2. hæð (Grettisgötumegin)

Þátttaka tilkynnist í síma 5173471 eða 6959285

Grill gleði í Hlutverkasetri

Í hádeginu fimmtudaginn 23. Júlí ætlum við í Hlutverkasetri að grilla á svölunum okkar. Í boði verður hamborgari á kostnaðarverði. Allir velkomnir en mikilvægt er að allir skrái sig sem vilja vera með.

 

Staðsetning: Laugavegur 26 nánar tiltekið svalirnar

Skráning í síma 517-3471 eða 695-9285

hamburger

Labbitúr með Björgu Elínu um Hljómalindarreit

Þar sem pöbbinn SIRKUS var – var  áður matvöruverslunin Vaðnes. Þar verslaði Steini. Hann hét Þorsteinn alltaf kallaður Steini í Vaðnesi. Hætti hann rekstri verslunarinnar upp úr 1970.

Á Hljómalindarreitnum (nýi garðurinn á milli Laugavegs- og Hverfisgötu) voru nokkur hús sem nú er búið að rífa. Saga þeirra verður sögð ásamt sögu fleiri húsa á þessum reit og sagt frá fyrrum íbúum húsanna.

Lagt verður af stað frá Hlutverkasetri kl. 11:00 miðvikudaginn 22.júlí

Þátttaka tilkynnist í síma 5173471 eða  6959285.

Nýtt námskeið – Á hjólum í borginni

hjolac3b0-i-bc3a6num 

Hjólafærni á Íslandi býður upp á námskeið í hjólafærni. Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Farið yfir aðstæður reiðhjólafólks í borginni, stillingu á stellinu, fatnað, hjálm, gíra og öryggi hjólreiðafólks. Fyrsti tíminn er almenn kynning og spjall en síðan verður unnið í minni hópum sem miðar að getu hvers þátttakenda. Raðað í þá tíma eftir óskum þátttakenda.
 Nemendur komi með sín eigin reiðhjól. Á Íslandi er hjálmaskylda fyrir 15 ára og yngri. Nemendur er hvattir til þess að koma með hjálm.
Námskeiðið hefst:
þriðjudaginn 21. júlí kl. 11 – 12.30.
Aðrir tímar verða settir á þessa sömu viku 20. – 24. júlí.

Kennari:  Sesselja Traustadóttir hjólakennari.
 
Þátttaka tilkynnist í síma 5173471 eða  6959285. Nánari upplýsingar í síma 864 2776
Einnig eru greinar um Hjólafærni á heimasíðunni www.ifhk.is

Ferð í Hljómskálagarðinn

Hlutverkasetur stefnir á að fara í Hljómskálagarðinn föstudaginn 17. Júlí kl. 13:00 ef veður leyfir. Planið er að fara og njóta þess að vera í skemmtilegu umhverfi og hafa gaman saman. Við verðum með nokkur teppi á staðnum. Endilega takið með ykkur teppi, nesti eða annað sem þið viljið hafa með og að sjálfsögðu góða skapið. 

Ef einhver vill verða samferða frá Hlutverkasetri vinsamlegast mætið þá 12:45
Allir velkomnir.
p.s. við verðum með gsm símann á okkur 695-9285 ef þið finnið okkur ekki.
Ef veður leyfir og við förum í ferðina þá lokar Hlutverkasetur klukkan 14:00

Tími fellur niður

Mánudaginn 20. júlí fellur niður tími í magadansi.

Húsin í bænum – skrifaðu þína sögu

Hlutverkasetur tekur þátt í menningarnótt með því að persónugera hús í miðbænum. Hafa húsin persónuleika, sál, reynslu, minningar, tilfinningar eða fylgja þeim sérstakt andrúmsloft? Hafa þau frá einhverju að segja og spegla þau viðhorf, gildi og menningu okkar? Komdu og veldu þér hús úr myndasafni okkar, gefðu því líf og leyfðu því að tjá sig í gegnum hugmyndaflug þitt.  Ætlunin er að birta afraksturinn á einhvern hátt á menningarnótt.

Leiðbeinandi:  Elín Margrét Gunnarsdóttir kennari.
Gert er ráð fyrir að námskeiðið verði tvö skipti: þriðjudaginn 21.júlí og fimmtudaginn 23. júlí kl. 13:00-14:00.
Hafðu samband við Hlutverkasetur og skráðu þig í síma 517 34 71

Hlutverkasetur á FB

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Hlutverkaseturs.

Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae15. febrúar 2019 @ 13:22
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae12. febrúar 2019 @ 15:25
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae8. febrúar 2019 @ 10:26
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae8. febrúar 2019 @ 10:25
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae3. febrúar 2019 @ 13:52
Hlutverkasetur Ae
Hlutverkasetur Ae31. janúar 2019 @ 14:38
Hópdáleiðslan fellur niður í sag