Grill gleði í Hlutverkasetri

Í hádeginu fimmtudaginn 23. Júlí ætlum við í Hlutverkasetri að grilla á svölunum okkar. Í boði verður hamborgari á kostnaðarverði. Allir velkomnir en mikilvægt er að allir skrái sig sem vilja vera með.

 

Staðsetning: Laugavegur 26 nánar tiltekið svalirnar

Skráning í síma 517-3471 eða 695-9285

hamburger

Tími fellur niður

Mánudaginn 20. júlí fellur niður tími í magadansi.

Tímasetning – Lindy hop

Vikuna 13. – 17. júlí verður Lindy hop á þriðjudegi 14.júlí kl 14:00

Leikræn Óvissuferð – hefst 20.júlí

Námskeiðið hefst mánudaginn 20.júlí.

Tímasetning Lindy hop

Vikuna 6. – 11. júlí verður Lindy hop á fimmtudegi 9.júlí kl 14:00

Hlutverkasetur á FB

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Hlutverkaseturs.

Hlutverkasetur
Hlutverkasetur28. september 2020 @ 17:45
Menningarmargfætlan
Safnferðin er á ljósmyndasafnið í Bókasafni Reykjavíkur, Grófin sem er í Tryggvagötu á 5 hæð. Fyrirlestur hefst kl 13 en við röltum af stað frá Hlutverkasetur kl 12.30 á morgun þriðjudag
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur28. september 2020 @ 15:23
Ekki gleyma menningarmargfætlunni á morgun þriðjudag. Mætið tímanlega fyrir kl.12
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur25. september 2020 @ 13:04
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur23. september 2020 @ 11:52
Förum varlega og fylgjum öllum ráðleggingum.
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur22. september 2020 @ 10:18
Viðburða- og fræðsludagskrá Geðhjálpar vorið 2014
Í BORGARTÚNI 3 FRÁ KL. 19.30 TIL 22.00

1. 14. janúar - kvikmyndakvöld
Lucy Winer snýr aftur á „Kings Park“ ríkisgeðsjúkrahúsið í Bandaríkjunum ríflega þrjátíu árum eftir að hún var lögð þar inn sautján ára gömul í framhaldi af tveimur sjálfsvígstilraunum. Margverðlaunuð heimildarkvikmynd um persónulega reynslu, stofnanavæðingu og afstofnanavæðingu innan bandaríska geðheilbrigðiskerfisins.
Kók & popp.

2. 11. febrúar – bókmenntakvöld
Kristín Steinsdóttir fjallar um tilurð skáldsögu sinnar, Ljósu, les upp úr bókinni og svarar spurningum gesta. Sagan fjallar um glímu aðalpersónunnar, Ljósu, við geðhvarfasýki í íslenskri sveit á fyrrihluta síðustu aldar. Ljósa hlaut Fjöruverðlaunin árið 2011 og Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 2010.
Notalegt kaffispjall.

3. 11. mars – Bingókvöld
Lóðrétt, lárétt, ská og kross – að ógleymdu heilspjöldunum.
Æsispennandi bingóleikur við allra hæfi.
Veglegir vinningar í boði fyrir heppna þátttakendur.

4. 8. apríl – bati.
Héðinn Unnsteinsson flytur inngang um bata, tvær batasögur.
Umræður yfir kaffisopa.

5. 13. maí – trúbador – Pálínuboð
Kaffihúsastemmning hjá Geðhjálp. Trúbador töfrar fram seiðandi tóna. Gestir sjá um veitingar á hlaðborð.
Geðhjálp reiðir fram kaffi og réttu stemmninguna.

6. 3. júní – óvissuferð
Óvissuferð frá Borgartúni 3 um „röngu“ Reykjavíkur. Spennandi viðkomustaðir, óvænt upplifun og viðmælendur. Vinsamlega skráið ykkur í ferðina á gedhjalp@gedhjalp.is eigi síðar en 30. maí næstkomandi.
Klæðið ykkur vel.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Önnu Gunnhildi og Lindu Dögg í síma 570 1700
Hlutverkasetur
Hlutverkasetur17. september 2020 @ 10:21
Allt blómstrandi í Hlutverkasetri