Fréttir frá Herði í skákinni

Góðan daginn. Það var líf og fjör um helgina, en þá var ég á Hótel Selfoss, þar sem mikil skákhátíð er í gangi. Á laugardaginn tefldi ég í Fischer Slembiskák (Random) móti og fékk 3,5 vinninga af 9 mögulegum. Um kvöldið var síðan Pub Quiz spurningakeppni um skák. Ég og Hjálmar Hrafn Sigurvaldason félagi vorum saman í liði og óvænt þá lentum við í 2 sæti af 7 liðum. Við fengum síðan verðlaun fyrir að vinna / vera með rétt svör 10 sinnum í röð. Spurningar voru 26 og notast er við appið Kahoot. Mjög skemmtilegt app. Á sunnudagsmorgunin eftir morgunmat á Hótelinu, þá var . ég á skákdómaranámskeiði. Hér eru nokkrar myndir