Sýning

Minnum á að sýningunni hennar Önnu Grétu líkur á föstudaginn 7. desember. Anna Gréta verður til staðar á fimmtudaginn 6. desember milli klukkan 14 og 15 og leiðir fólk í gegnum sýninguna.

Ný vefsíða komin í gagnið

Ný vefsíða Hlutverkaseturs er komin í loftið og var markmiðið að gera efni hennar aðgengilegra og notendavænna. Allar ábendingar og hugmyndir um hvað mætti betur fara eru þó vel þegnar. Einhverjar nýjungar bætast síðan við í vetur, t.d. þýðingar á ensku á helstu hlutum síðunnar.

Breytingar
Helstu breytingar eru m.a. þær að stundaskrá vikunnar er núna gerð beint inn á vefnum og hægt að smella í hvert námskeið til að fá ítarlegri upplýsingar.
Upplýsingar um starfsmenn og stjórn hafa verið settar upp á aðgengilegri máta, safnað hefur verið saman greinum um starfsemi Hlutverkaseturs úr helstu vef- og fréttamiðlum á einn stað og reynslusögur notenda eru orðnar lesendavænni.

Öðruvísi dagur vakti mikla lukku!

Takk öll fyrir innilegan og góðan öðruvísi dag. En í gær, fimmtudag, var öðruvísi dagur hjá okkur í Hlutverkasetri og þáttakan vonum framar!
Þökkum Trausta sérstaklega fyrir að vinna öðruvísi. Dagurinn verður vítamínsprautan okkar næstu vikurnar og lengi í minnum hafður. Takk öll sem tókuð þátt.
Special thanks to everybody for yesterday. It was truly a fantastic day.

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Soroptimistakonur í Hlutverkasetri

Soroptimistakonur héldu fund í Hlutverkasetri í gær. Helga Magnea sagði frá Mömmuleikninni (nýtt námskeið að byrja sjá nánar hér fyrir neðan) , María var með litabókina og Etna Lupita sagði frá hvað hún er að gera í tengslum við leiklistina. Þetta er allt verkefni sem Soroptimistakonurnar hafa komið að og við þökkum þeim kærlega fyrir stuðinginn og trúnna á okkur. Í staðinn fyrir að þær fengju rós fegnum við rós af tilfefinu.

3.10.16 Fundur Soroptimistakvenna í Hlutverkasetri

HÉR)

Hlutverkasetur sýnir í Norræna húsinu

Hér koma nokkrar myndir af opnun sýningarinnar Endurunnin ævintýri sem Hlutverkasetur sýnir í samvinnu við List án landamæra setur upp, frá hugmynd til listaverks í Norræna húsinu.

Sýningin er opin í Norræna húsinu, frá 14. – 28. september, kl 9 – 17.

Á sýningunni eru málverk, teikningar og vatnslitamyndir en þar að auki bókverk, óhefðbundnar bækur og handbrúður.

Sýning í  Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 1Sýning í Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 2
Sýning í Norræna húsinu - Hlutverkasetur Endurunnin ævintýri 3

Hlutverkasetur sýnir í Norrænahúsinu

Hlutverkasetur í samvinnu við List án landamæra setur upp sýninguna Endurunnin ævintýri, frá hugmynd til listaverks í Norræna húsinu.

Verið velkomin á opnunina 14. september kl 19.00

Á sýningunni eru málverk, teikningar og vatnslitamyndir en þar að auki bókverk, óhefðbundnar bækur og handbrúður.

Undirbúningur sýningarinnar hófst með ferð á bókasafn Norræna hússins þar sem skoðaðar voru ævintýrabækur. Út frá þeim spunnust hugmyndir og ólíkar nálganir. Nokkrir gerðu eftirmyndir af ævintýrum, aðrir spunnu nýja sögu eða breyttu sögum en nýttu persónurnar. Enn aðrir sköpuðu ný ævintýri, nýjar persónur og ný hlutverk. Stundum endaði þetta með samruna ævintýra.

Öll verkin eru unnin á námskeiðum listkennaranna Önna Henriksdóttur og Svöfu Björg Einarsdóttur hjá Hlutverkasetri.

Við opnun munu leikarar úr leikhópnum Húmor sem er leikhópur Hlutverkaseturs vera með gjörning. Stjórnandi er Edna Lupida.

María Gísladóttir sem er ein af sýnendunum mun kynna dútl litabók sem hún er að gefa út og var unnin í Hlutverkasetrinu. Bókin inniheldur ævintýralegar myndir af íslenskri náttúru, íslenskum dýrum og furðuverum, ásamt munstrum og léttum texta.