Listvistarvika verður fyrstu vikuna í febrúar dagana 4.- 8. febrúar. Skráning er hafin á skrifstofu Hlutverkaseturs.

Reglubundið samráð um þjónustu vid fólk med gedraenan vanda

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/12/11/Reglubundid-samrad-um-thjonustu-vid-folk-med-gedraenan-vanda/

Sýning

Minnum á að sýningunni hennar Önnu Grétu líkur á föstudaginn 7. desember. Anna Gréta verður til staðar á fimmtudaginn 6. desember milli klukkan 14 og 15 og leiðir fólk í gegnum sýninguna.

Ný vefsíða komin í gagnið

Ný vefsíða Hlutverkaseturs er komin í loftið og var markmiðið að gera efni hennar aðgengilegra og notendavænna. Allar ábendingar og hugmyndir um hvað mætti betur fara eru þó vel þegnar. Einhverjar nýjungar bætast síðan við í vetur, t.d. þýðingar á ensku á helstu hlutum síðunnar.

Breytingar
Helstu breytingar eru m.a. þær að stundaskrá vikunnar er núna gerð beint inn á vefnum og hægt að smella í hvert námskeið til að fá ítarlegri upplýsingar.
Upplýsingar um starfsmenn og stjórn hafa verið settar upp á aðgengilegri máta, safnað hefur verið saman greinum um starfsemi Hlutverkaseturs úr helstu vef- og fréttamiðlum á einn stað og reynslusögur notenda eru orðnar lesendavænni.

Öðruvísi dagur vakti mikla lukku!

Takk öll fyrir innilegan og góðan öðruvísi dag. En í gær, fimmtudag, var öðruvísi dagur hjá okkur í Hlutverkasetri og þáttakan vonum framar!
Þökkum Trausta sérstaklega fyrir að vinna öðruvísi. Dagurinn verður vítamínsprautan okkar næstu vikurnar og lengi í minnum hafður. Takk öll sem tókuð þátt.
Special thanks to everybody for yesterday. It was truly a fantastic day.

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Öðruvísi dagur, 20, október 2016

Soroptimistakonur í Hlutverkasetri

Soroptimistakonur héldu fund í Hlutverkasetri í gær. Helga Magnea sagði frá Mömmuleikninni (nýtt námskeið að byrja sjá nánar hér fyrir neðan) , María var með litabókina og Etna Lupita sagði frá hvað hún er að gera í tengslum við leiklistina. Þetta er allt verkefni sem Soroptimistakonurnar hafa komið að og við þökkum þeim kærlega fyrir stuðinginn og trúnna á okkur. Í staðinn fyrir að þær fengju rós fegnum við rós af tilfefinu.

3.10.16 Fundur Soroptimistakvenna í Hlutverkasetri

HÉR)