Takk Soroptimistakonur og til hamingju!

Soroptimistakonur í Reykjavík hafa styrkt tvö verkefni í Hlutverkasetri.
Annað er “Mömmuleikni” sem Helga Magnea Þorbjarnardóttir, iðjuþjálfi hefur þróað og stýrt og hitt verkefnið var að aðstoða konur með sérstaka hæfileika að finna sér farveg út á vinnumarkaðinn.
Soroptimistaklúbbar alls staðar að úr heiminum sendu inn sín verkefni fyrir árið 2017 og í boði voru 5 flokkar og 3 verkefni í hverjum flokk hlutu tilnefningu.
Bæði verkefni Soroptimistakvenna í Hlutverkasetri fengu tilnefningu í ár sem “Best Practices”.

Geri aðrir betur!

Takk Soroptimistakonur, takk Helga Magnea og takk Hlutverkasetur og aðrir samstarfsaðilar.

Soroptimistakonur

Minnum á Mömmuleikni

Við viljum minna á Mömmuleikni, sem fer fram í Hlutverkasetri, er 6 skipti, miðvikudagana 13. sept – 18. okt kl. 9:30-11:00 og boðið er upp á valfrjáls viðtöl á eftir. Þátttaka er ókeypis í boði Soroptimista Reykjavíkur og Hlutverkaseturs.
Mömmuleikni er fræðsla og ráðgjöf fyrir mæður um tengsl og tengslaeflandi nálgun við 2-5 ára börn.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Helgu Magneu iðjuþjálfa og móður með reynslu af tengslaeflandi nálgun s. 8245373 helgamth@hlutverkasetur.is

Klikkaðu á myndina til að stækka hana:
Mömmuleikni

Áttu samleið með þeim, sem ekki vilja deila með þér setu?

Góðan daginn og gleðilegan mánudag!
Síðastliðinn föstudag, í u.þ.b. 4 klst, var ekki hægt að nota salernið hér í Hlutverkasetri. Þar sem þetta gerðist án fyrirvara, þá vorum við upp á misskunn og náð nágranna okkar komin.
Hinsvegar komumst við að því að við eigum færri vini hér í Borgartúni en við reiknuðum með. Vonandi er það ekki vegna fordóma í okkar garð?
Við viljum þakka þeim sem sýndu okkur náungakærleik og skilning þennan örlagaríka dag :)

plumber