LAN og spuni byrja aftur eftir sumarfrí

Lanið er byrjað aftur. Það verður á fimmtudögum frá 13:30 – 16:00
Alexander verður á staðnum og aðstoðar þá sem vilja og þess þurfa.
Annars er leikið af fingrum fram.

Allir velkomnir sem hafa áhuga.
Mismunandi leikir í boði.

Spuninn er byrjaður aftur og nú í umsjón Maríu.
Fimmtudagar kl 14 – 16

FacebookTwitterGoogle+Deila

Stressandi leikur? Ekki er allt sem sýnist

Leikverkið Stressandi leikur? Ekki er allt sem sýnist, er byggt á tveimur ljóðum sem leikstjórinn samdi þegar hann var að glíma við geðveiki. Inn í það spinnist saga sem var gripin á lofti. Sögusviðið er fjölskylda sem er að takast á við raddir, stress og fordóma.
Hlátur, grátur og skemmtileg músík.

Sýnt í Hinu húsinu fimmtudaginn 10. maí kl. 20

Ekki er allt sem sýnist

Alþjóðlegur dagur hljáturjóga

Það verður alþjóðlegur hláturjógadagur, sunnudaginn 6. Maí, klukkan 13:00. Tilvalið tækifæri til að prófa hláturjóga.
Þetta er árlegur viðburður og það er rosalega skemmtileg upplifun þegar svona margir hlæja saman og mun gleðivíman, sem þssu fylgir, örugglega endast út vikuna.
Fjölmennum í Laugardalinn, við þvottalaugarnar, hlæjum og gleðjumst saman.
ALLIR VELKOMNIR!
Ókeypis aðgangur.
Þetta er haldið utandyra (vonandi hlær sólin með okkur) svo verið klædd eftir veðri.
Fyrir nánari upplýsingar, hringið í síma: 7616830
Hláturjóga