List án Landamæra

Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00, verður tilkynnt hvaða
listamaður hefur verið valinn listamaður List án landamæra í ár
ásamt því að fyrirkomulag hátíðarinnar fyrir árið 2018 verður
kynnt. Viðburðurinn verður haldin á KJARVALSSTÖÐUM.

List án landamæra í ár verður haldin dagana 3. til 13. maí um land allt. Sérstök áhersla verður lögð á tímatengdar listir svo sem vídjóverk, leiklist, tónlist og ljósmyndir. Hátíðin skipuleggur
viðburði undir sínu nafni en allir geta sótt um að taka þátt,
óháð listformi. Á fundinum gefst tækifæri á að spyrja út í
fyrirkomulag hátíðarinnar, skipulag viðburða og annað sem tengist hátíðinni. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á hátíðinni og vonumst við til þess að sjá sem felsta. Fyrir þá sem ekki komast verður viðburðnum streymt á Facebook-síðu Listar án landamæra www.facebook.com/listanlandamaera. Einnig má senda allar fyrirspurnir á netfangið listanlandamaera@gmail.com.

List án landamæra – Boðskort
List án landamæra