Bréf til bjargar lífi

Síðastliðinn mánudag fór hópur héðan úr Hlutverkasetri í heimsókn til höfuðstöðva Amnesty International á Íslandi. Hópurinn afhenti fullan kassa af kortum, með undirskriftum sem safnað hafði verið til að mótmæla grófum mannréttindabrotum. Bréf til bjargar lífi er árleg, alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim að sýna þeim réttlæti sem hafa verið beittir óréttlæti af höndum stjórnvalda í sínu landi.
Nánar um herferðina hér:
Amnesty International – Bréf til bjargar lífi

amnesty.