Athöfn sálar um helgina

Athöfn sálar – Fjórar vinnustofur verða í Hlutverkasetri á vormisseri 2017
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:
I
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. febrúar
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

II
Föstudagur og laugardagur, 3. og 4. mars
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

III
Föstudagur og laugardagur, 7. og 8. apríl
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi
IIII
Föstudagur og laugardagur, 5. og 6. maí
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.

Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu eða 7. 500 krónur fyrir allar fjórar.

Skráning á netfang Trausta – to@hi.is