Athöfn sálar næst 28. – 29. október

Næsta Psychodrama vinnustofa verður 28. – 29. október.
Unnið verður eftir aðferðum J. L. Moreno sem hann kallaði psychodrama. Orðrétt merkir psychodrama athöfn sálar. Hver einstaklingur og hópurinn allur fá tækifæri til þess að átta sig betur á hvað truflar í daglegu lífi og finna leiðir til þess að bæta úr því. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Tímasetningar:

Föstudagur og laugardagur, 28. og 29. október
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Föstudagur og laugardagur, 2. og 3. desember
kl. 16. 30 – 19 á föstudegi og 10 – 16 á laugardegi

Leiðbeinandi á vinnustofunum verður Trausti Ólafsson. Hann stundaði nám í psychodrama í Noregi og Bretlandi og hefur undanfarin sex ár leiðbeint á vinnustofum í Hlutverkasetri.
Alger trúnaður ríkir um þau efni sem unnið er með á vinnustofum í psychodrama.
Í psychodrama er fólk aldrei krafið um að gera neitt sem það ekki vill.

Mikilvægt er að skrá sig á vinnustofurnar.
Í því felst ákveðin skuldbinding og ákvörðun sem hefur jákvæð áhrif.
Skráningargjald er 2. 500 krónur fyrir hverja vinnustofu.
Skráning á netfang Trausta – to@hi.is