Nýtt! Jólin og trú

Spjall um jól og trú
Rætt um mál eins og:
• Af hverju höldum við jól?
• Hvað gerir okkur tilbúin fyrir jólin?
• Trúarlegan þátt jólanna
• Jólin og Jesú; + hver var/er hann?
Við spjöllum saman og lesum stutta texta sem tengjast aðventu og jólum, einkum úr Biblíunni. Öllum opið og við leitumst við að skapa frjálslegt og vinalegt andrúmsloft. Allir mega segja það sem þeim finnst án gagnrýni. Engum er þó skylt að tjá sig. Við virðum skoðanir allra og höldum trúnað.

Einar Arason
Tími: mánudagar, kl. 13:15-14:00